15.1.2010 | 10:56
Joly og Jóhanna
Ekki virðast þær eiga einn einasta mannkost sameiginlegan, Eva Joly og Jóhanna Sigurðardóttir.
Eva Joly er eindreginn stuðningsmaður málstaðar Íslands í baráttunni fyrir réttindum Íslendinga í Icesave deilunni við Breta og Hollendinga, en Jóhanna ötull boðberi málstaðar kúgaranna.
Joly skrifar greinar og fer í viðtöl og lætur erlendu þrælahöfðingjana heyra það óþvegið, en Jóhanna knékrýpur fyrir hinu erlenda valdi og grátbiður um örlítið léttari svipuhögg.
Joly útskýrir fyrir erlendum þjóðum, um hvað Icesave málið snýst, en Jóhanna tönglast stöðugt á "alþjóðlegum skuldbindingum" Íslendinga, án þess að útskýra nokkurn tíma í hverju þær skuldbindingar séu fólgnar.
Joly er ráðgjafi íslenskra yfirvalda í rannsókn flóknustu sakamála í sögu landsins og þó víðar væri leitað, en Jóhanna skilur ekki einföldustu tilskipanir ESB varðandi tryggingasjóði innistæðueigenda.
Það er einkennilegt að Eva Joly er erlend, en Jóhanna Sigurðardóttir íslensk.
Ofan á alla aðra ógæfu, er Jóhanna forsætisráðherra, en Joly ekki.
Joly: Norðmönnum ber að aðstoða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:36 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eitt það fá jákvæða við þetta hrun og IceSLAVE klúðrið er að nú hljóta kjósendur VG & Samspillingarinnar að sjá hversu LÉLEGA stjórnmálaleiðtoga þeir eiga...! Þau skötuhjú hafa ítrekað orðið sér til háborinnar skammar meðhöndlun á erfiðasta utanríkissmáli fyrr & síðar. Þau völdu frá byrjun að "verja & tala fyrir málstað UK & Hollands" gegn okkar málstað, ótrúlegt afrek sem ég vona að verði aldrei aftur leikið eftir..!
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 15.1.2010 kl. 11:27
Hárrétt. Jóhanna og Samfylkingin hafa markvisst unnið skemmdarverk og látið hagsmuni Íslands lönd og leið.
Tjörvi (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 12:10
Flott færsla sem ég tek undir. Síðasta setningin inniheldur sorglegan sannleik, jafnvel þótt þremur síðustu orðunum væri sleppt.
Haraldur Hansson, 15.1.2010 kl. 12:46
Vandamálið er að Eva Joly er með mikla fjölgreind þ.e skorar sennilega hátt í hinum ýmsu greindum s.s rýmisgreind, rökgreind, samskiptagreind, tilfinningagreind, sjálfsþekkingu, tónlistargreind, líkams og hreyfigreind, málgreind, og síðast en ekki síst tilvistargreind.
Þegar manneskja hefur hæfilega mikið í öllum greindarsviðum líðu henni vel og hamingjusöm.
Íslendingar hafa hins vegar alltaf litið á (hin gömlu gildi) og halda að ef menn og konur geti talað og tjáð sig í riti séu þeir þar með miklir snillingar. Ef þú getur þulið upp endalausar ræður og ég tala nú ekki um að kunna rímur og henda fram stöku í tíma og ótíma að þá hljóti viðkomandi að vera stórgáfaður.
Þess vegna sitjum við uppi með óstarfhæft Alþingi og hand ónýta stjórnmálaflokka. Allt eintómir strigakjaftar sem geta kjaftað allt í hel og hafa mikla málgreind.
Þegar maður skoðar Alþingi í þessu samhengi er ekkert skrítið að sjá hvernig komið er fyrir okkur.
GAZZI11, 15.1.2010 kl. 12:48
GÓÐ FÆRSLA
ÞAU SKÖTHJÚ HAFA ALDREI SKILIÐ EITT EÐA NEITT SVO ÆTLA STJÓRNARANDSTAÐAN AÐ HJÁLPA ÞEIM AÐ GERA ENN BETUR Í SUKKINU,ÞAÐ Á EKKI AÐ HLUSTA Á FÓLKIÐ Í LANDINU SVO MIKIÐ ER VÍST.
Jón Sveinsson, 15.1.2010 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.