Ísland og AGS í gíslingu norðurlandanna, sérstaklega Svía

Jóhanna, forsætisráðherralíki, hefur skrifað bænaskjal til framkvæmdastjóra AGS, um að efnahagsáætlun Íslands og AGS verði haldið hindrunarlaust áfram.

Hún og önnur ráðherralíki hafa haldið því fram, að allur dráttur á endurskoðun áætlunarinnar stórskaði íslenska hagsmuni og muni tefja allann efnahagsbata og aðrar framfarir í landinu.

Sé einhver dugur í ríkisstjórnarnefnunni á hún ekki að senda bænarskjöl, heldur kröfu um að AGS standi við sitt, óháð Icesave, ef einhver meining er með því að sjóðurinn vilji og ætli að aðstoða við endurreisn efnahags landsins.

Ef framkoma sjóðsins er til stórskaða, er varla nokkur ástæða til að halda samstarfinu áfram og betra að hætta því, frekar en að vera stöðugt haldið í gíslingu, vegna óskyldra mála.

Íslendingar verða þá að taka því, sem koma skal, sérstaklega ef skaðinn skellur hvort sem er á þjóðinni, vegna fjárkúgunar Norðurlandanna, eins og berlega kom í ljós í dag, með hótunum sænska forsætisráðherrans.

Ef menn eiga enga að, sem tilbúnir eru til að rétta hjálparhönd í neyð, verða menn einfaldlega að reyna að bjarga sér sjálfir og láta skeika að sköpuðu.

Í hörðum heimi hjálpar enginn þeim, sem vilja veltast um i eigin aumingjaskap.


mbl.is Áætlun AGS afar þýðingarmikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tími Jóhönnu er kominn.... hún ætlar að láta taka alla þjóðina ósmurða í endaþarminn

DoctorE (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 17:58

2 Smámynd: Reið kona

Það eru nokkrir bitar á beini í þessum pistli. Ég hef nokkrum sinnum séð skrif þín. Ljótur ósiður hjá þér og skoðanasystkinum þínum að uppnefna ráðherra þjóðarinnar. Það gera bara götustrákar og stelpur. Á Alþingi er allt þetta fólk, líka þitt fólk, ýmist háttvirt eða hæstvirt. Mörgum finnst það skrýtið, en það heldur götustrákastílnum frá. Kurteisi hefur aldrei kostað neitt.

Reið kona, 14.1.2010 kl. 18:31

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Á þessu bloggi hafa ráðamenn þjóðarinnar aldrei verið uppnefndir, né ráðist að persónulegum málum þeirra, en hinsvegar hefur verið gert lítið úr titlum þeirra, t.d. er oft talað um ráðherralíki, en ekki ráðherra.  Það er vegna þess,  að störf þeirra gefa ekki tilefni til að gera meira úr starfsheitunum en þetta, ekki síst þegar varla er hægt að vera sammála nokkrum einasta hlut, sem þeir gera.

Reyndar gera þau ekkert af því, sem helst þyrfti að gera til að koma hjólum atvinnulífsins af stað á ný og draga úr atvinnuleysinu.  Það er brýnasta verkefnið núna og skiptir mestu máli, ef takast á að endurreisa efnahaginn.

Skattahækkanabrjálæðið  bætir svo ekki úr skák.

Allt er þetta vænst fólk inn við beinið, en á vægast sagt erfitt með að valda þeim störfum, sem það gegnir. 

Þetta er nú skýringin að notuð eru titlaheitin ráðherralíki og ríkisstjórnarnefna.

Það flokkast ekki undir að haga sér eins og götustrákur.

Axel Jóhann Axelsson, 14.1.2010 kl. 19:23

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Reinfeldt er bara að þóknast ESB eins og hann hefur alltaf gert. Hann er kjarklítill stjórnmálamaður og á í basli heima fyrir vegna óánæju almenning á ESB sem veldur landinu bara búsifjum. mest allur stóriðnaður er farinn á hausinn eða úr landi. Eftir stendur skógurinn, en þar er hörð samkeppni við Eistrasalt og Rússa. Hann er semsagt bara að skora stig fyrir sjálfan sið á okkar kosnað og á það eftir að kosta hann í framtíðinni.

Wolfang

Eyjólfur Jónsson, 15.1.2010 kl. 05:16

5 identicon

Ekki gleyma því að fjallaparnir í noregi komu með svipaðar hótanir og þar talar utanríkisráðherra um að Ísland verði að standa við skuldbindingar sínar. Maðurinn hefur því miður ekki þol til að lesa meira en það sem stendur í blöðunum í oslo en í þeim stendur að íslendingar séu allir svikarar og aumingjar. Ekki hjálpar svo að hann fær upplýsingar frá sjálfum Steingrími!

Af stjórnmálamönnum á norðurlöndunum eru svíar eflaust verstir, en hvað almenning varðar er minnst að sækja til noregs sökum þess að þar er farið með kolvitlaust mál í öllum fréttum, oft á tíðum viljandi að það virðist, sem skilur eftir sig nautheimskann almúgann og ekki máttu þeir við því.

Hjalti (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband