Jóhanna skilur ekki, eða vill ekkert skilja

Jóhanna, forsætisráðherralíki, er farin að skrifa greinar í erlend blöð, þar sem hún útskýrir málstað samherja sinna, Breta og Hollendinga, í baráttunni við að kúga íslenska skattgreiðendur til að gangast þessum erlendu kúgurum á hönd, sem skattaþrælar til næstu áratuga.

Jóhanna, eins og þrælahöfðingjarnir, tönglast á að Íslendingar munu standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og á þar við að henni muni takast áður en yfir lýkur, að koma þjóðinni í þrældóm fyir þessa erlendu húsbændur íslensku ríkisstjórnarinnar.

Hvergi örlar á minnstu tilburðum til að sýna fram á, að samkvæmt íslenskum lögum og tilskipunum ESB er ekki og má ekki vera ríkisábyrgð á tryggingasjóðum innistæðueigenda í Evrópu og því ber Íslendingum ekki að greiða eina krónu vegna Icesave, umfram þær eignir sem í íslenska tryggingasjóðnum var, við fall bankanna.

Hver fræðimaðurinn á fætur öðrum, innlendur og erlendur, hefur skrifað lærðar úttektir á lögum og reglum, sem að þessu snýr, en ríkisstjórnarnefnan íslenska virðist ekki hafa lesið neina þeirra, né hlustað á þá fræðimenn, sem komið hafa fram í sjónvarpi og varpað ljósi á þessi mál.

Í dag birtist grein eftir Sigurð Líndal um þetta í Fréttablaðinu og má sjá hana hérna

Er ekki kominn tími til að Jóhanna og félagar fari að berjast fyrir íslenskum hagsmunum?

 


mbl.is Jóhanna skilur reiði almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þegar bankakerfið vað að hrynja hjá okkur íslendingum þá hlustuðu ráðamenn ekki á varnarorð hvorki innanlands né utan. Núna koma skilaboð allstaðar að um að okkur beri ekki lagaleg skylda að borga icesave eins og samningurinn sem er í boði hljóðar upp á ekki enn hlusta ráðamennirnir ekki, allgerlega vanhæfir til að stjórna landinu með djúpri gjá milli þings og þjóðar hundsa almenning sem kaus þá til að stjóra.

Sigurður Haraldsson, 14.1.2010 kl. 16:51

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er með ólíkindum, að svokallaðir ráðamenn þjóðarinnar skuli ekki einu sinni bera því við, að halda réttmætum málstað Íslands á lofti erlendis.

Ef til vill er það svo sem ekkert skrýtið, því þeir virðast ekki einu sinni viðurkenna og styðja rétt Íslendinga í málinu.

Axel Jóhann Axelsson, 14.1.2010 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband