Norrænir níðingar

Rauters fréttaþjónustan ræddi við Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar og birtir t.d. þetta, eftir samtalið:  "Hann segir að norrænu ríkin vilji að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar."  Hvernig skyldi standa á því, að hvorki innlendir, né erlendir fréttamenn skuli aldrei nokkurn tíma spyrja þessa menn að því, hvaða alþjóðlegu skuldbindingar þetta séu og á hvaða lögum, tilskipunum ESB, eða öðrum reglugerðum, þessar skuldbindingar séu byggðar.

Gylfi, viðskiptaráðherra, sagði í fréttum, að það væru ekki Bretar og Hollendingar, sem hefðu beitt sér gegn endurskoðun AGS á efnahagsáætlun sjóðsins og Íslands, heldur væru það norðulöndin, sem þar stæðu í vegi.

Ef norðulöndin eru farin að álíta sig geta tekið skuldbindandi ákvarðanir fyrir íslensku þjóðina, verður að koma þeim í skilning um það í eitt skipti fyrir öll, að íslendingar afþakki þau afskipti algerlega.

Líklega myndu norðulöndin komast í skilning um það ef allir sendiherrar Íslands yrðu kallaðir heim frá norðulöndunum og íslendingar hættu öllu norrænu samstarfi, a.m.k. þangað til norðulöndin hætta að skipta sér af innanríkismálum á Íslandi.


mbl.is Reinfeldt: Ákvörðun AGS forsenda fyrir láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér. Kannski það yrði smá vitundarvakning hjá norrænum almenningi hvernig ríkstjórnir þeirra níðast á Íslandi ef við myndim segja okkur úr öllu norrænu samstarfi.
Til hvers að eiga einhver samskipti við þetta lið, þeir eru ekkert betri en holldengingar og bretar. Að við skulum kalla Svía frændþjóð

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 15:59

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er ekki kominn tími til að Norrænt samstarf verði endurskoðað?

Jóhann Elíasson, 14.1.2010 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband