Ríkisábyrgðin fellur endanlega úr gildi

Það er aðeins rétt, að nafninu til, hjá Ólafi Ragnari, að eldri lög um ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans taki gildi á ný, þegar nýju lögin, sem forsetinn synjaði staðfestingar, verða felld með yfirgnæfandi meirihluta í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Eldri lögin um ríkisábyrgðina áttu ekki að taka gildi, fyrr en Bretar og Hollendingar væru búnir að samþykkja fyrirvarana við ábyrgðinni, fyrir sitt leiti, en það gerðu þeir ekki, heldur höfnuðu þeim og ráku Indriða H. Þorláksson, sérlegan samningamann Steingríms J., til baka, ekki bara með skottið á milli lappanna, heldur með nýjan þrælasamning fastann í afturendanum.

Vegna þessa yfirgangs þrælahöfðingjanna, verður að kolfella nýju lögin í þjóðaratkvæðagreiðslunni og þar með verður hægt að setjast að hreinu borði aftur og ræða málin frá grunni.  Sá grunnur á að vera algerlega lagalegur, en samkvæmt öllum lögum, tilskipunum og reglugerðum á ekki og má ekki, vera ríkisábyrgð á tryggingasjóðum innistæðueigenda innan ESB.

Því er einnig brýnt, að ekki verði sest að samningaborði á ný, fyrr en búið verður að segja stórt NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni og sýna þar með samstöðu þjóðarinnar í þessu máli.


mbl.is Eldri lögin taka gildi falli þau nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband