14.1.2010 | 11:23
Týnda smáaurabuddan
Samson, eignarhaldsfélag Björgólfsfeðga, millifærði rúmlega tvo milljarða króna, til að minnsta kosti sex félaga í eigu þeirra félaga á Tortóla, Kýpur og Lúxemburg, en feðgarnir hafa ekki minnsta grun um, til hvers þessar millifærslur voru gerðar, né til hvers peningarnir voru notaðir og hvað þá, hvar þeir eru núna.
Skýringin, sem gefin er, er sú, að eini maðurinn sem gæti hugsanlega vitað þetta, hafi fengið heilablóðfall og því látið af störfum hjá félaginu og þar með hafi öll vitneskja um aurana horfið um leið, enda "...sá góði maður var þeirrar gerðar að hafa allt á hreinu en var lítið fyrir að deila því með öðrum.
Menn eiga sem sagt að trúa því, að aðeins einn maður innan köngulóarvefs feðganna, hafi verið eitthvað að leika sér með þetta fé, millifært það í skattaskjól vítt og breitt um heiminn, án nokkurs samráðs við eigendurna og með veikindum hans, hafi peningarnir einfaldlega týnst.
Bókhald hefði átt að færa vegna þessa alls, sem auðvelt ætti að vera að rekja, ef allt væri með felldu. Annars verður að leggja einhverja milljarðatugi til að koma starfsmanninum til heilsu á ný.
Ef til vill hafa feðgarnir litið á þetta sömu augum og almennur borgari, sem týnir smáaurabuddunni sinni.
Óvíst hvert milljarða lán fóru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í hinum siðmenntaða heimi myndi þetta falla undir glæpsamleg vanrækslu og er Enron nærtækasta dæmið um það hvernig stjórnendur voru meðhöndlaðir vegna vanrækslu sinnar gegn almenningi og hluthöfum fyrirtækisins. Við ætlum varla að láta menn komast undan ábyrgð sinni, er fyrst of fremst liggur hjá kjörinni stjórn félagsins og síðar framkvæmdastjórn þess, með það í huga að við bara gleymdum ábyrgð okkar er varðar rekstur fyrirtækisins, þ.m.t. að færa bókhald og að gera viðeigandi samninga m.a. lánasamninga skv. gildandi lögum og reglum. Ef menn sleppa undan ábyrgð er þetta varðar þá er eitthvað mikið?
Lifið heil og áfram sjálfstæð hugsun með frjálsum vilja,
AtlinnAtli (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 11:26
Mér dettur bara í hug orðið "fjárdráttur" þegar ég les þessa frétt.
Kristinn (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 12:53
Kristinn, það hlýtur að vera óvitlaus hugdetta, ef þessir peningar hafa ekki skilið eftir sig rekjanlega slóð.
Axel Jóhann Axelsson, 14.1.2010 kl. 13:01
Getur einhver upplýst mig um hverjir voru meðlimir Samson hópsins?
Ég þekki ekki nema fáein nöfn.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.