Útrásarmógúlar verði ekki eigendur aftur

Augljóst er að Bónusfeðgar hafa enga möguleika á, að koma með tugi milljarða króna nýtt hlutafé inn í 1988 ehf., til þess að halda eign sinni áfram á Högum hf.  Þeir feðgar hafa aldrei lagt eigið fé inn í nokkurt félag, því allt sem þeir hafa "keypt" hefur verið fjármagnað með lánum frá bönkum, sem síðan fóru á hausinn vegna þessara og annarra viðlíka lánveitinga.

Eftir "kaup" á fyrirtækjum, var það ófrávíkjanleg regla útrásarmógúlanna, að hirða út úr félögunum nánast allt eigið fé, í formi arðs, skuldsetja fyrirtækin upp í rjáfur til þess að greiða arðinn og síðan veit enginn, nema Tortóla sjálfur, hvert peningarnir fóru.

Því væri það nánast glæpur, að setja fyrirtækin aftur í hendur sömu manna, með tugmilljarða króna afskriftum, án þess að fullnægjandi skýring væri komin fram, um afdrif þeirra arðgreiðslna, sem þessir menn hafa greitt sjálfum sér, á undanförnum árum.

Vonandi skýrast þessi mál í rannsóknum Sérstaks saksóknara og fyrr en þeim rannsóknum,, hugsanlegum ákærum og dómum verður lokið, má ekki undir neinum kringumstæðum semja við gömlu "eigendurna" um afskriftir skulda og endurnýjaða "eign" á fyrirtækjunum.

Bónusfeðgar, eins og aðrir útrásartaparar, verða að bíða niðurstaðna réttarrannsókna, áður en þeir verða virtir viðlits í bönkum landsins, eða í þjóðfélaginu yfirleitt.


mbl.is Arion banki segir líklega nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það virðis fátt breytast við kosningar, ný föt, ný andlit, sömu vinnubrögðin.  Bankamenn hafa talað um hvers gott en óvænt afskiptaleysi stjórnvalda að stafsemi þeirra hefur verið.  Þetta eru kannski góð tíðindi fyrir þá, en staðfesting þess fyrir okkur hin að Alþingi hafi ekkert breyst, það Alþingi sem í dag situr hefði ekki fett fingur út í aðgerðir gömlu bankanna frekar en það Alþingi sem þá sat.  Síðustu kosningar breyttu engu, ég held að þetta sé að færa heim sanninn um það að kosningar séu óþarfar.

Brjóta á Haga upp, það skiptir meira máli en hverjir eiga það, þegar það er búið má koma í veg fyrir að feðgarnir fái það aftur. 

Björn Jonasson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 09:10

2 identicon

Ég held að Jón Ásgeir myndi aldrei skýra neitt í sinni eigu "1988 ehf.", það er of gamaldags og hallærislegt fyrir hann. En 1998 ehf., um það gilda allt önnur lögmál.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 09:19

3 identicon

Þeir halda þessu, finna einhverja silfurtúngu ræðu og sannfæra hálvitana í bankanum um eitthvað sem ekki verður staðið við, og átti aldrei að standa við.

datt einhverjum í hug að Bónusfjölskyldan myndi missa Bónus, hvar heldur fólk að það búi, í enhverju "never never land" eða að ísland hafi alltíeinu á einu ári orðið sangjarnt land eftir rúmlega árþúsunds langa spillingar sögu.

joi (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband