Nefndir á nefndir ofan vegna Rannsóknarnefndar

Nú fer að styttast í að Rannsóknarnefnd Alþingis opinberi skýrslu sína um aðdraganda hrunsins og hver gerði hvað hvenær og hvað hver hefði átt að gera, þegar hann gerði annaðhvort ekkert, eða eitthvað annað.

Þetta verður mikill lestur, enda hefur Alþingi nú þegar skipað sérstaka þingnefnd, til þess að lesa skýrsluna og fara yfir það, hvað þingmenn og ráðherrar gerðu, eða létu ógert, ásamt því að móta tillögur um hvort til einhverra ráðstafana þarf að grípa vegna þess, eða hvort ekki á að gera neitt og verði það niðurstaðan, verður allt vitlaust í þjóðfélaginu.

Nú hefur Jóhanna, forsætisráðherralíki, skipað nefnd hálærðra lögspekinga, til að lesa skýrsluna til þess að athuga hvort ráðuneytin gerðu tóma vitleysu í aðdraganda hrunsins, eða hvort þau gerðu alls ekki neitt,  sem er líklegra, því varla hafa þau gert mikið af viti.  Komist nefndin að því, að allt hafi verið með felldu í ráðuneytunum, verður auðvitað allt vitlaust í þjóðfélaginu.

Hvað svo sem stendur í þessari viðamiklu skýrslu, er alveg víst,  að finni menn ekki "sína" niðurstöðu um allt stjórnkerfið, ráðherra, þingmenn, seðlabankann, fjármálaeftirlitið, bankana, útrásarvíkingana o.fl., þá verður allt vitlaust í þjóðfélaginu.

Niðurstaðan er því sú, að það sem örugglega kemur út úr birtingu skýrslunnar, verða fjörugar deilur í margar vikur, eða mánuði, um það sem stendur í skýrslunni og það sem ekki stendur í henni.

 


mbl.is Nefnd skipuð vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agla

Ja hérna

Agla, 13.1.2010 kl. 16:20

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já hugsið ykkur, svo á nefndin að skila sem fyrst niðurstöðu til forsætisráðherra sem og ríkistjórnar vegna hugsanlegra viðbragða...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.1.2010 kl. 16:38

3 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Við ættum að kenna Ítölum þessa aðferðafræði okkar, hvort mafían í Napólí sé ekki bara til í að rannsaka sig sjálf og skila svo skýrslu sem fyrst um málið. Í framhaldi af því væri skipuð nefnd með tvo fulltrúa úr hverju hverfisráði mafíunnar í Napólí sem ákvæði hvernig best sé að brenna skýrsluna.

Hver segir svo að við Íslendingar getum ekki kennt ummheiminum hvernig gera á hlutina, við erum jú víst heimsmeistarar í næstum því öllu . . .

Axel Pétur Axelsson, 13.1.2010 kl. 20:23

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við verðum að vakta það að allt fari upp á borðið! Það er lágmarks krafa okkar almennings í landinu.

Sigurður Haraldsson, 14.1.2010 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband