Mikil eftirvæntin eftir skýrslunni

Mikil eftirvænting hefur byggst upp vegna væntanlegrar skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og margir reikna með, að þar verði að finna hina einu sönnu og endanlegu skýringu á öllu, sem miður fór í aðdraganda hrunsins.

Jafnvel virðist fólk halda, að þar verði að finna upplýsigar um hver sé sekur og um hvað, árin fyrir hrun og hverjir fari beint í tugthúsið í framhaldi af útkomu skýrslunnar.  Þó skýrslan verði allt mikil að vöxtum, er hlutverk nefndarinnar ekki að finna og dæma sökudólgana, heldur eins og Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, segir:  "Verkefni rannsóknarnefndarinnar er fyrst og fremst að útskýra stóru heildarmyndina um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna."

Skýrslan verður örugglega full af fróðleik um þann skollaleik, sem leikinn var í bönkunum og útrásarfyrirtækjunum, sérstaklega á árunum 2005 - 2008, en jafnvíst er, að margir munu verða óánægðir og vilja sjá í skýrslunni eitthvað allt annað, en þar mun standa.

Mesta hættan er sú, að umræða um þjóðaratkvæðagreiðsluna muni drukkna í hamaganginum, sem verður við útkomu skýrslunnar.

Hugsanleg væri best að fresta útkomu hennar fram yfir kosninguna.


mbl.is Vona að skýrslan verði tilbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var að spá í hvort fólk viti af því að aðal-lögmaður rannsóknarnefndar alþingis er fyrrverandi lögmaður björgúlfsfeðga?

Mér finnst það í besta falli undarlegt, spilling???

Geir (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 20:52

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Gefa ber skýrsluna út eins fljótt og auðið er og alls ekki draga það enn frekar.

Þetta mun ekki rugla fólk fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna, fremur skýra afstöðu þeirra sem ekki eru enn búnir að átta sig á þessum blekkingaleik sem haldist hefur uppi af ríkisstjórninni.

Geir: Ekki vissi ég um þetta. Ætli þau sem völdu í nefndina hafi verið vel meðvituð um það?
Það ætlar ekki af klúðrinu eða kunningjasamfélaginu að ganga!

Kristinn Snævar Jónsson, 12.1.2010 kl. 21:27

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mig grunar nú einmitt að viðbrögðin við skýrslunni geti orðið á þann veg, sem Geir er að ýja að.

Verði fólk ekki ánægt með allt, sem í skýrslunni stendur, munu svona samsæriskenningar grassera um allt þjóðfélagið og vekja upp nýjar og nýjar deilur, í staðinn fyrir að kveða þær niður.

Geir, láttu nafnið á lögfræðingnum koma, svo enginn velkist í vafa um hvern þú ert að meina. 

Axel Jóhann Axelsson, 12.1.2010 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband