Skattahækkanabrjálæðið drepur allt í dróma

Mikið hefur verið fjallað um skattahækkanabrjálæði þeirrar voluðu ríkisstjórnarnefnu, sem illu heilli situr við völd hér á landi og hvernig þessi stefna mun lengja og dýpka kreppuna, frá því sem annars hefði orðið.

Loksins eru hagfræðingar farnir að tjá sig um þessa stefnu og hverju líklegt er að hún muni valda og að sjálfsögðu er þeirra niðurstaða sú sama og þeirra sem fjallað hafa um málið annarsstaðar, t.d. hér á blogginu, með örfáum undantekningum.

Ragnar Árnason, prófessor, hélt fyrirlestur á Skattadegi Deloitte, þar sem hann fór vandlega yfir áhrif þeirra aðgerða, sem ríkisstjórnarnefnan hefur dembt yfir landslýð, með skattahækkanabrjálæði sínu. 

Niðurstaða Ragnars er algerlega sú sama og t.d. haldið hefur verið fram á þessu bloggi, auðvitað miklu skýrar fram sett og betur orðuð og því full ástæða til að vekja rækilega athygli á skoðunum hans, t.d. eftirfarandi:

"Til að ná fram nægilegum hagvexti þarf fjárfesting í fjármunum og mannauði að aukast og framtak og nýsköpun sömuleiðis. Það verði aðeins gert með því að lækka skatta eða halda þeim að minnsta kosti óbreyttum frá því sem var fyrir hrun. Mikið óheillaspor sé að hækka skatta við núverandi aðstæður. Hvetja þurfi fjárfesta til að festa fé sitt í atvinnuvegunum og atvinnufært fólk til vinnu. Það verði ekki gert með því að hækka jaðarskatta á laun og gera fjárfestingu erfiðari með hærri sköttum."


mbl.is Óráð að hækka skatta í kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband