Björn Valur veit betur en sérfræðingurinn

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, telur sig skilja reglugerðir ESB, en segir jafnframt að Stiepitz, Evrópuþingmaður og reglugerðasmiður ESB misskilji allt saman, að sama skapi.

Þar sem þessi skýring Björns Vals er á sömu nótum og "fréttaskýring" Ólínu Þorvarðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, og þegar hefur verið bloggað um hennar skrif, vísast til þeirra hérna

Björn Valur vísar til laga um Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta, til þess að sýna fram á skyldu íslenskra skattgreiðenda til þess að greiða skuldir Landsbankans, en í 10. gr. laganna segir m.a.:

"Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og stjórn hans telur til þess brýna ástæðu er henni heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum.

Komi til greiðslu úr sjóðnum yfirtekur hann kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi."

Ekkert í íslensku lögunum, frekar en reglugerð ESB, gerir ráð fyrir ríkisábyrgð á tryggingasjóðnum, en ef sjóðurinn þarf á láni að halda, til þess að greiða lágmarkstrygginguna, þá er honum heimilt að gera það og á síðan kröfu í þrotabúið vegna útgreiðslna sinna.

Íslendingar eiga að standa við lögvarðar skuldbindingar sínar, en eiga ekki að gera meira en það í þessu efni.

Engar lögvarðar fjármálakröfur eru á hendur íslenskum skattgreiðendum (ríkissjóði) vegna Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ekki veit ég það, en það ku vera einhver misskilningur varðandi skilgreiningar á bankastarfsemi. En vona að Stiepitz hafi rétt fyrir sér, en það er ekki gefið. Best að vera ískaldur í huga en láta ekki tálsýn hlaupa með sig.

Finnur Bárðarson, 11.1.2010 kl. 14:40

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eva Joly kynnti hann til sögunnar sem sérfræðing í einmitt þeim greinum ESB tilskipana, sem lúta að ábyrgð á fjármálastarfsemi, þ.m.t. bankarekstri og ábyrgða vegna innistæðna.

Þess vegna hallast ég að því að trúa honum örlítið betur en Birni Val og Ólínu.

Axel Jóhann Axelsson, 11.1.2010 kl. 14:43

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vitaskuld, Axel Jóhann. – Og það er fullkomlega eðlilegur skilningur hjá þér, að þrátt fyrir að Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) MEGI taka lán skv. 10. gr., þá liggur engin skylda á ríkinu að lána honum. Annar banki en sá, sem gjaldþrota hefur orðið, gæti allt eins lánað sjóðnum ellegar aðilar erlendis, jafnvel erlent ríki. En það er ENGIN grein sem fjallar um það, að fái TIF lán erlendis, eigi íslenzka ríkið að endurgreiða lánið.

Til þess að TIF geti borgað meira en þá ca. 19 milljarða kr., sem voru í honum við bankahrunið, er allt í lagi fyrir hann að taka lán, t.d. úr þessum þremur áttum sem ég nefndi – og síðan yrði sjóðurinn að borga af láninu á löngum tíma með þeim iðgjöldum sem hann fær frá bönkum og fjármálafyrirtækjum árlega – en það gefur auga leið, að það er ekki hægt að ætlast til þess, að í erfiðri stöðu íslenzka ríkisins veiti það sjóðnum mjög stórt lán, hvað þá himinhátt, sem mundi gera hvort tveggja í senn: setja óhóflega byrði á ríkissjóð (jafnvel valda gjaldþrotsáhættu hans) og gera líkurnar á endurgreiðslu TIF til ríkisins nánast að engu á næstu einni öld eða meira.

Ég bið þig og lesendur þína ennfremur að skoða þetta óvænta, fréttnæma atriði sem Stefán Már Stefánsson upplýsti um og sagt var frá í hádegisútvarpi Bylgjunnar: Bótaskylda EVRÓPUBANDALAGSINS vegna eðlilegra, en rangra væntinga innistæðueigenda!

Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 11.1.2010 kl. 15:25

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Valur:  Þetta er merkt innlegg frá Stefáni Má í umræðuna, en nánast örugglega myndi svar Steingríms J. verða það sama og venjulega:  "Þetta eru engar nýjar upplýsingar og breyta engu um stöðu málsins."

Það er hans svar við öllu, sem fram kemur varðandi réttarstöðu Íslands gagnvart Bretum og Hollendingum.

Annars fannst mér að Tiebitz gengi lengra, með því að segja að í raun ætti aldrei að greiða meira, en það sem væri í tryggingasjóðunum hverju sinni, þ.e. í þeim eiga að vera !% af heildarinnistæðum.  Hann sagði að einungis ætti að skipta þessu 1% milli innistæðueigenda, hlutfallslega, eins langt og það dygði til.

Hvernig, sem á allt er litið, eiga a.m.k. íslenskir skattgreiðendur ekki að taka þetta tap einkabankans á sig.

Axel Jóhann Axelsson, 11.1.2010 kl. 15:40

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Björn Valur Gíslason, oft nefndur Trúðurinn, er líklega ósvífnasta kvik-kindi sem komið hefur inn fyrir veggi Alþingis. Hann snýr öllum staðreyndum og röksemdum á haus og auðvitað lepur Ólína Þorvarardóttir óhreinindin upp, eins og henni er sérstaklega lagið.

Þú stendur þig vel Axel í baráttu við þetta siðspillta lið.

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.1.2010 kl. 16:28

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Í þessari frétt staðfestir Tiebitz allt sem ég hef haldið fram um ruglið í Birni Val og Ólínu. 

Það þarf ekki að ræða mikið meira um þessa rugludalla.

Axel Jóhann Axelsson, 11.1.2010 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband