Ólína rangtúlkar Lipietz

Ólína Þorvarðardóttir, Samfylkingarþingmaður, heldur því fram, að Alain Lipietz, Evrópuþingmaður, misskilji reglugerðir EBS um innistæðutryggingasjóði fjármálafyrirtækja, jafnvel þó hann hafi sjálfur tekið þátt í að semja sumar þeirra.  Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, hefur einnig hlaupið upp til og haldið fram sama ruglinu og Ólína.

Ólína og Björn Valur halda því fram, að Lipietz hafi haldið að Icesave væri dótturfélag Landsbankans, en ekki útibú, en staðreyndin er sú, að Lipietz var að ræða til skiptis um tvær reglugerðir ESB, aðra frá 1994 og hina frá 2002, en í henni er hugað að móðurbönkum, sem staðsettir eru utan ESB landa.  Hann tók skýrt fram, að samkvæmt reglugerð ESB væri engin og ætti engin ríkisábyrgða að vera á innistæðutryggingasjóðum og einungis eignir tryggingasjóðsins gætu gengið upp í greiðslur á töpuðum innistæðum.

Til upprifjunar er rétt að birta reglugerð ESB nr. 94/19 1994 EB aftur, fólki til glöggvunar, en hana má nálgast hér  en þar kemur algerlega skýrt fram að Tryggingsjóðir innistæðueigenda skuli ekki vera á ábyrgð yfirvalda, enda skulu lánastofnanir sjálfar bera kostnaðinn af fjármögnun þeirra.  Þetta má glögglega sjá á eftirfarandi klausum úr tilskipuninni:

"Það er ekki bráðnauðsynlegt í þessari tilskipun að samræma
leiðirnar við fjármögnun kerfa sem tryggja innlánin
eða lánastofnanirnar sjálfar, meðal annars vegna þess að
lánastofnanirnar skulu sjálfar almennt bera kostnaðinn við
fjármögnun slíkra kerfa og einnig vegna þess að fjárhagsleg
geta kerfanna skal vera í samræmi við tryggingaskuldbindingarnar.
Þetta má samt ekki stefna stöðugleika bankakerfis
aðildarríkisins í hættu.

Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld
þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa
séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum
af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar
sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu
í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun."

Þetta er ekkert óskýrt orðað og hugsanlega gætu jafnvel Ólína Þorvarðardóttir og Björn Valur Gíslason skilið textann, með því að lesa hann vel yfir.

Ef skötuhjúin hefðu hlustað á Lipietz með athygli, þá hefðu þau líka skilið, að hann vitnaði í þessa reglugerð, þegar hann ræddi um að engin ríkisábyrgð skyldi vera á innistæðutryggingasjóðum og því hefðu Bretar og Hollendingar engan málstað að verja og myndu tapa málaferlum vegna þessa fyrir Evrópudómstólnum.

Þennan skilningur er nánast algildur um alla Evrópu og jafnvel víðar og því ömurlegt, að enn finnist Íslendingar, sem allt gera til þess að afbaka málstað Íslendinga, en tala fyrir hagsmunum þrælapískaranna í Bretlandi og Hollandi.

Allir Íslendingar verða að snúa bökum saman og berjast fyrir Íslenskan málstað. 


mbl.is Segir misskilnings gæta hjá Lipietz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður þá virðist það vera með hana Ólínu, þó svo að hún sé ágætlega greind þá talr hún bara ALLTAF eins og forrritaður Samfylkingarpáfagaukur síðan hún komst á þing.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 11:57

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála þér, Axel Jóhann. Það eru Björn Valur og Ólína sem kjósa að túlka Lipietz með þessum hætti, en hann mismælti sig oftar en einu sinni og leiðrétti sjálfan sig í viðtalinu.

Jón Valur Jensson, 11.1.2010 kl. 12:29

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo er Björn Valur nú í hádegisfréttum Rúv að setja á flot enn eina mistúlkun sína á Lipietz!

Jón Valur Jensson, 11.1.2010 kl. 12:30

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þó Björn Valur og Ólína vilji gera lítið úr þekkingu Lipietz á reglugerðum ESB, hefur hann unnið að gerð þessara reglna alveg frá árinu 1990, þ.e. frá því löngu áður, en hann varð Evrópuþingsmaður.  Þetta má t.d. sjá á bloggi, Ágústs Ásgeirssonar, en það má lesa hérna

Þar kemur einnig m.a. fram, að þeir félagar, Lipietz og Björn Valur, eiga sér ýmsa sameiginlegar hetjuímyndir úr fortíðinni.

Axel Jóhann Axelsson, 11.1.2010 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband