10.1.2010 | 12:07
Fjárkúgun eða mútur?
Fjármálaráðherra Danmerkur, Claus Hjort Frederiksen, lætur hafa það eftir sér í Politiken, að skylirði fyrir frekari aðstoð norðurlandanna við Ísland, í þeim erfiðleikum sem landið er að glíma við, sé, að Íslendingar gangi að ólöglegum kröfum Breta og Hollendinga og borgi þrælaskattinn, sem þessar þjóðir hafa lagt á íslenska skattgreiðendur.
Með þessu er hann að reyna að hræða Íslendinga til að samþykkja þrælalögin í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu, þrátt fyrir að engin lög, innlend eða evrópsk, geri ráð fyrir ríkisábyrgð á skuldum einkafyrirtækja.
Ekki er alveg augljóst hvort þessi danski útsendari Breta og Hollendina setur þetta fram sem fjárkúgun, eða heldur að hann geti mútað Íslendingum á þennan hátt. Danir og Svíar hafa verið dyggustu svipusveiflarar fyrir þrælaþjóðirnar, enda fótaþurrkur Breta í ESB.
Kjósendur munu ekki láta svona óheiðarleg afskipti hafa áhrif á sig í þjóðaratkvæðagreiðslunni, heldur munu þeir kolfella atlöguna að fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar.
Hlutast til um innanríkismál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er ekkert annað en mútur og svo spilar fáfræði danska fjármálaráðherrans inn í, hann veit einfaldlega ekki um hvað Icesave málið snýst og heldur að það snúist um að við ætlum ekki að borga okkar lán. Ekki hefur það hjálpað að Skattgrímur Joð fór á hans fund sem talsmaður Breta og Hollendinga.
The Critic, 10.1.2010 kl. 12:25
Við eigum enga heimtingu á að Danir láni okkur.
Dönum er í sjálfsvald sett hverjum þeir lána og hverjum ekki og með hvaða skilyrðum.
Þetta er engin íhlutun í okkar mál. Fjarri því.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 12:42
Jón Óskarsson, sem heitir sennilega ekki Jón og ekki heldur Óskarsson, það er rétt, að Dönum er í sjálfsvald sett, að veita hverjum þeim lán, sem þeim sýnist.
Þeir eiga hinsvegar ekki að skipta sér af innanríkismálum annarra landa.
Axel Jóhann Axelsson, 10.1.2010 kl. 13:03
Það er deginum ljósara að mikilvægi þess að fella þennan samning, helst með öllum greiddum atkvæðum, skapaði okkur gríðarlega sterka stöðu við endurupptöku málsins frá grunni.
Vindar eru að snúast okkur í hag úti í heimi og sífellt fleiri telja að við höfum verið miréti beitt vegna smæðar okkar. Nú síðast í viðtali Egils í silfrinu við höfund textans é evrópusáttmálanum sem er upphaf alls þessaleiðndamáls.
Nú ríður á að þjóðin standi saman allir sem einn. Ég held að það hafialdrei verið mikilvægar en nú. Jafnvel ekki í þorskatríðunum.
Landfari, 10.1.2010 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.