Þjóðaratkvæðagreiðsla snýst ekki um ríkisstjórn eða forseta

Ólafur Ragnar er á sömu skoðun og allir aðrir skynsamir menn, að þjóðaratkvæðagreiðslur geta aldrei snúist um afsögn ríkisstjórna eða forseta, hver sem gegnir þessum störfum á hverjum tíma.

Þetta er svo augljóst, að ekki ætti að þurfa að ræða það mikið, en svo furðulegt sem það er, þá hafa nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar haldið því fram, að ef þjóðin hafni lagabreytingunni, þá muni ríkisstjórnin segja af sér, en verði hún samþykkt, þá verði forsetinn að segja af sér.

Þetta er þvílík della, því forseti er kosinn í sérstakri kosningu og þingmenn í annarri.  Sú krafa hefur orðið æ háværari í þjóðfélaginu að sem flestum stærri málum ætti að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslur, en það væri auðvitað tilgangslaust, ef málefnið sjálft ætti ekki að skipta höfuðmáli, heldur líf eða dauði ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma.

Það verður að kveða þennan málflutning Samfylkingarmanna í kútinn strax, svo þeir eyðileggi ekki fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu og þar með allra annarra, sem hugsanlega yrðu framkvæmdar síðar.

Nú þarf samstöðu um að kolfella breytingarlögin í atkvæðagreiðslunni, án tillits til ríkisstjórnar eða forseta.


mbl.is Staða forseta og stjórnar óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forsetinn er orðinn hræddur enda ekki skrítið að ögra þjóð sinni svona og stefna framtíð hennar í hættu. Hann á strax að segja af sér og boða til forsetakosninga um mann sem sameinar þjóðina en ekki sundrar. 'ORG verður aldrei hér eftrir forseti nema hluta þjóðarinnar hvorki til hægri né vinstri

Sigurður Már (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 17:06

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hann hefur aldrei verið forseti nema hluta þjóðarinnar, þ.e. þess hluta sem kaus hann og ekki er ég einn þeirra.  Það breytir ekki því, að fyrst búið er að vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá verður umræðan að snúast um málefnið sjálft, en ekki framtíð ríkisstjórnarinnar eða forsetans.

Bæði mættu fara frá mín vegna, en það er bara ekki það, sem þetta mál snýst um.

Axel Jóhann Axelsson, 7.1.2010 kl. 17:10

3 identicon

Nú er bæði forsetinn og þú orðinn hræddur. Meirihluti þjóðarinnar er vaknaður og mun losa sig við þennan komma úr forsetastóli. Lögin verða samþykkt enda ekkert annað skynsamlegra í stöðunni. Hann sveik þjóðina og við hægrimenn munum svop sannarlega ekki bjarga honum. Hann seldi sálu sína fyrir athygli. Nýjan forseta sem sameinar en ekki sundrar. Tími forsetans er búinn. Algjörlega klárt og almannarómur hvar sem maður fer.

Sverrir (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 17:11

4 identicon

Vinstrimenn komu honum í forsetstól en hafa nú snúið baki við honum allir sem einn. Ekki taka hægrimenn við honum þannig að hann er algjörlega umboðslaus maður. Forsetann frá og það strax. Lögin verða samþykkt og ég held að þú eigir að sætta þig við það. Ekkert annað er í boði ef þjóðin á ekki að flytjast af skerinu. Algjörlega ábyrgðarlaust enda keppist stjórnarandtaðan nú við að koma í veg fyrir þessa kosningu sbr. Petur Blöndal og kristján

Sigurður Már (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 17:16

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bíddu við, við hvað ætti ég að vera hræddur í sambandi við Ólaf Ragnar Grímsson?  Ég hef aldrei stutt þann mann, hvorki þegar hann var í stjórnmálum, eða eftir að hann varð forseti.  Þvert á móti, hefur mér aldrei líkað við manninn.

Þú, sem hægri maður, hlýtur að verða í vandræðum í kosningunum, ef þú ætlar að láta val þitt snúast um kommana í ríkisstjórn, eða kommann á Bessastöðum.

Við hinir hægrimennirnir ætlum að láta afstöðu okkar ráðast af málefninu, sem á að kjósa um.

Axel Jóhann Axelsson, 7.1.2010 kl. 17:19

6 identicon

Skilur fólk ekki mælt mál ??? Isesave snyst ekki um forseta eða rikisstjorn ! Heldur óbærilegar skuldir almennings á Islandi ! Og er fólk tilbuið i að greiða atkvæði á móti sjálfu ser í  átakanlegi forheimsku "AF  HATRI"  til forsetans   HVAÐ ER AÐ HERNA  ????? 

Ragnild H , (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 17:24

7 Smámynd: Landfari

Ég held nú að ef einhverjir eru hræddir þá eru það samfylkingarmenn. Þeir óttast að samningurinn verði felldur og það torveldi inngönguna í ESB. Þess vegna vilja þeir að kosningin snúist um eitthvað allt annað.

Enn ein glórulaus hótunin sem ekkert mark er takandi á.

Landfari, 7.1.2010 kl. 17:26

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Auðvitað er forsetinn forseti allrar þjóðarinnar þó að sumir hafi ekki kosið hann. Þetta finnst mér svolítið kjánalegt.

Lýðræðið gerir ráð fyrir því að allir geti haft rangt fyrir sér einhvern tíma en samt haldið áfram að taka þátt.

Hrannar Baldursson, 7.1.2010 kl. 17:48

9 identicon

Getur verið að þjóðin sé orðin við hrædd forseta sem hefur skoðanir, og lætur þær í ljós?

Jói á hjólinu (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 18:43

10 identicon

Hér eru menn farnir á taugum. Ráðast á Samfylkinguna, tala um rugl í fólki, kosningin sé bara um málefni o.s.frv. Stjórnin situr sterkari en aldrei fyrr. Hún hefur tryggan meirihluta og getur samkvæmt könnunum tryggt sér auðveldan sigur í kosningunni. Meira að segja stjórnarandstaðan er komin 360 gráður og vælir nú um samstöðu og pólitíska lausn. Það eina skynsamlega er að klára þetta mál eins og meirihluti þjóðarinnar hefur gefið upp skoðun sína. Hópur sem hér til hefur ekki verið talin til ef marka má blogg þetta. Samfylkingin hefur meira að segja styrkst því hún hefur skilið VG frá og þar eru bara eftir örfáar hræður.

Forsetinn er búinn að vera. Það er algjörlega klárt mál. hann á ekki viðreisnarvon hvorki til hægri né visntri eins og fleiri hafa bent á.

Ég hef alltaf kosið Sjálfstæðisflokkinn en í þessu máli hefur hann gjörsamlega gert í buxurnar. Hagur þjóðarinnar er best borgið að klára þetta mál og snú sér að því sem raunverulega skiptir máli. Hag heimilanna í landinu. Icesave erbara smámál í þeim samanburði.

Sigríður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 18:57

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Icesave er ekkert smámál í samanburði við hag heimilanna í landinu, því þetta er einn og sami hluturinn, því ætlast er til að heimilin í landinu borgi Icesave-reikninginn.

Þess vegna er það hagur heimilanna, að kolfella breytingarlögin í þjóðaratkvæðagreiðslunni og komast með því móti í góða samningsstöðu gagnvart Bretum og Hollendingum.

Ef þeir sjá órofa samstöðu þjóðarinnar í málinu, þá er öruggt að þeir verða viðræðuhæfari um betri samninga.

Axel Jóhann Axelsson, 7.1.2010 kl. 19:16

12 Smámynd: Jón Óskarsson

Það er alveg ótrúlegt að lesa þetta sem fram kemur hér að framan.   Axel hóf umræðuna málefnalega með því að benda á að þjóðaratkvæðagreiðslan snýst ekki um forsetann eða ríkisstjórnina en þeir sem á eftir koma fara út og suður og missa sig gjörsamlega í einhverju bulli.

Sigríður = Kosningin snýst ekki um sigur eða ósigur stjórnarinnar.

Sigurður Már = Á Íslandi eru forsetakosningar á 4 ára fresti eða öllu heldur kjörtímabil forseta er 4 ár.  Það þyrfti verulega lagabreytingar til þess að breyta því fyrirkomulagi og varla viltu að handhafar forsetavalds annist málefni forseta fram að næstu forsetakosningum ?

Sverrir = Þú færð þitt tækifæri árið 2012 til að kjósa annan mann sem forseta.

Ragnild og Hrannar = Þetta er nákvæmlega málið.  Forseti Íslands er forseti þjóðarinnar hvor sem maður kaus hann eða ekki.  Ég minni á að Vigdís var kosin með 33% atkvæða en samt var þjóðin í heild sátt við hana.  

Lýðræðið skapar tækifæri til þess að kjósa aðra í stað þeirra sem maður er ekki sáttur við þegar fram fara forsetakosningar, alþingiskosningar og sveitarstjórakosningar.  En nú eru framundan allt aðrar kosningar.  Þjóðaratkvæðagreiðsla snýst um málefni en ekki um flokka eða einstaklinga.  Þjóðin verður að fara að átta sig á þeim mun.

Landfari = Það var greinilegt að Össuri utanríkisráðherra var létt þegar kollegi hans í Bretlandi sannfærði hann um að Icesavemálið myndi engu breyta varðandi aðildarumsókn um ESB.   Samfylkingarmenn héldu að draumurinn þeirra um inngöngu væri úr sögunni.  Enn og aftur eru stjórnmálamenn að láta málið snúast um annað en aðalatriði þess.   Icesave og ESB aðildarumsókn eiga ekki að eiga neitt skylt við hvort annað.

Ég held að alþingsmenn séu ekkert hræddir við þjóðaratkvæðagreiðsluna.  Þvert á móti þá átta skynsamir þingmenn sig á því að nú er tækifæri, vegna þeirrar stöðu sem málið er í og þeirrar athygli sem afstaða Forseta Íslands fær, til þess að taka málið í heild sinni upp að nýju.

Hvað sem mönnum finnst og hefur fundist um þann einstakling sem skipar embætti Forseta Íslands þá hefur Forseti Íslands staðið sig með miklum ágætum í þeim viðtölum sem hann hefur átt við erlenda fjölmiðla síðustu daga.  Vonandi tekst honum sem og öðrum sem samskipti eiga við erlenda fjölmiðla og ráðamenn að halda áfram að kynna málstað okkar á yfirvegaðan og skynsaman máta.  Nú er tækifæri.  Því tækifæri megum við ekki glutra niður.

Jón Óskarsson, 7.1.2010 kl. 19:54

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón, þetta er snilldarathugasemd hjá þér og málefnaleg, eins og venjulega.

Það hlýtur að verða hægt að fá fólk til að ræða um þessa þjóðaratkvæðagreiðslu á eðlilegum nótum, hvar í flokki sem það annars skipar sér.

Axel Jóhann Axelsson, 7.1.2010 kl. 20:11

14 Smámynd: Ómar Már Þóroddsson

Góð athugasemd hjá þér Jón.

Reyndar hefur forsetinn staðið sig með mikilli prýði í viðtölum. Það er annað en hægt er að segja um ráðherrana.

Ómar Már Þóroddsson, 7.1.2010 kl. 21:07

15 identicon

Eg er buin ad bua her i 14 ar og thad er fyrsta skipti er er stolt ad vera med islensku vegabref! Afram Island,my hope about real democracy is restrored

ks (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 21:43

16 identicon

Virkilega málefnalegt blogg Axel - mættu fleiri muna þessa staðreynd (þ.e. að þjóðaratkvæðagreiðsla snúist um málefni en ekki ríkisstjórn)!

Lilja (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 22:45

17 Smámynd: Landfari

Mikið er ég sammála þér Jón að umsóknin um ESB og Icesave eigi ekki að eiga neitt skylt hvort við annað. 

Vandamálið er að ég sé ekki betur en forsætisráðherrann og hennnar flokksmenn telji lok Icesave málsins forsendu fyrir hinu. Það sem er enn verra er að hún er svo bjargföst í trúnni að aðildin að ESB sé lausn allra okkar vandamál að hún er tilbúin að fórna ansi miklu til að koma því máli áfram.

Við erum að upplifa núna viðhorfsbreytingu erlendis gagnvart okkar málstað bara við að nokkrir málsmetandi aðilar eru farnir að skýra okkar sjónarmið. Þetta er það sem hefur vantað alveg frá hruninu, þ.e. að kynna okkar málstað erlendis. Við hefðum náð hagstæðari samningum ef þetta hefði verið gert strax.

Það var vægast sagt ömurlegt að horfa upp á hvern ráðherrann á fætur öðrum núna í vel á annað ár, setjast með hendur í skauti og sega alla útlendinga vera á móti okkur og við yrðum bara að taka því sem að okkur væri rétt.

Bretar með sínar áróðursmaskínur á fullu og einvala lið þjálfaðra samningamanna og við sendum á móti þeim embættismann á eftirlaunaum og aflagðan pólitíkus og sendiherra. Rífumst svo á moggablogginu meðan bretarnir skirfa í heimspressuna.

Kanski var þessi samningur bara "glæsilegur" ef horft er á umhverfið sem okkar menn unnu í. En sem betur fer var ríkisábyrgðarhlutanum af honum hafnað af alþingi og vonandi hefur þjóðin vit á að hafna þessum nýja líka.

Landfari, 7.1.2010 kl. 23:38

18 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eitt það versta við allt þetta mál er leyndin og pukrið, sem viðgengist hefur allan tímann í kringum þetta mál.

Nú síðast kom það fram í áliti lögmannsstofunnar de Reya, að nokkrir fylgisamningar hefðu aldrei verið gerðir opinberir og lagði hún til, að leynd yrði létt af þeim, en það hefur ekki verið gert ennþá.

Hvað er það, sem er svo leynilegt, að almenningur má ekki vita af því?

Verður ekki að opinbera þá fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna?

Axel Jóhann Axelsson, 7.1.2010 kl. 23:58

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég skil gjörð forsetans, tel hann raunar ekki hafa átt annan kost eftir það sem á undan var gengið, þótt ég hefði talið best væri að klára málið. En mér er fyrirmunað að skilja þessa umræðu um að forsetanum beri að segja af sér vegna málsins. Það er fráleitt, hann var aðeins að gera það sem stjórnarskráin býður upp á og nýta þér það vald sem hún gefur honum.

Þær eru líka fráleitar þær fullyrðingar að ríkisstjórninni beri að segja af sér verði málið fellt. Þess þarf hún auðvitað ekki, nema hún tilkynni fyrir fram að hún leggi sjálfa sig að veði. Geri hún það og tapar þá fer hún auðvitað frá. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.1.2010 kl. 00:05

20 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Axel að þurfa að kjósa um icesave eða ríkisstjórnina er ekki hægt þá myndu margir kjósa gegn samvisku sinni í icesavemálinu það má aldrei verða. Ef stjórnin leggur þetta mál svo fram þá er hún vanhæf og á að víkja strax.

Sigurður Haraldsson, 8.1.2010 kl. 00:32

21 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það hafa einhverjir tök á stjórnkerfinu hverjir það eru eða hvað það er veit ég ekki en það er lykt af málinu.

Sigurður Haraldsson, 8.1.2010 kl. 00:34

22 Smámynd: Jón Óskarsson

Já Sigurður ég get verið þér sammála að það er skítalykt af málinu og hefur verið frá byrjun.

Axel. Það er auðvitað í enda "norrænu velferðarríkisstjórnarinnar" með "allt upp á borðinu" að enn skuli málum varðandi Icesave samningar haldið leyndum.  Og í dag hafa verið að birtast fréttir um að samningaviðræður séu í raun hafnar bak við tjöldin.  Ætli það sé sama "gamla" nefndin.  Sjá þessa frétt um málið: http://www.visir.is/article/20100107/VIDSKIPTI07/799984153

Fyrir kosningar í vor var eina svarið sem frambjóðendur Samfylkingar höfðu við öllum spurningum það sama. Þeir svöruðu alltaf: "ESB", eins og að það ætti að leysa öll okkar vandamál.  En málið er að aðild að Evrópusambandinu er ekki eitthvað sem gerist á einni nóttu og því fáránlegt að binda einhverjar aðgerðir við það eitt, enda sé ég ekki heldur að vandi heimilanna og fyrirtækjanna í landinu myndi leysast á einni nóttu við inngöngu ef til þess kæmi.  Ríkisstjórnin virðist hins vegar vera tilbúin að fórna heimilunum í landinu og öllum okkar atvinnurekstri til þess að komast þangað inn.

Ný samninganefnd sem vonandi verður skipuð þarf að vera mönnuð fersku hæfileikaríku og velmenntuðu fólki með liðsinni færustu sérfræðinga.  Eftirlaunastjórnmálamenn þurfa að fá algjört frí frá frekari störfum varðandi þetta mál.  Það er ekki nauðsynlegt að nefndin sé með stjórnmálamenn innan borðs og reyndar að mörgu leiti betra að sleppa því alveg, en æskilegt að aðkoma að skipun í nefndina sé sameiginlegt verkefni allra flokka á þingi.

Jón Óskarsson, 8.1.2010 kl. 15:15

23 identicon

Hjartanlega sammála Axel.

Við skulum bara vona að þessi hjörð á Alþingi fari að vinna vinnuna sína og komi í gegn alvöru lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur en eiði ekki tímanum í einnota hálfkák, undir því yfirskyni að tíminn sé of naumur.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 15:16

24 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón.  Sjálfsagt er verið að vinna í þessu á bak við tjöldin, enda væri annað óeðlilegt, þar sem miklar líkur eru á að málið verði fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Auðvitað verður þetta áfram "gagnsætt" og "allt uppi á borðum", eins og það hefur verið allan tímann.

Það er líka spurning, hvort ekki þarf að koma málinu út úr heiminum fyrir mánaðamót, því þá birtist skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis og þá er öruggt, að allt fer á hvolf í þjóðfélaginu í umræðum um þá skýrslu og þjóðaratkvæðagreiðslan algerlega hverfa í skuggann.  Eitt er a.m.k. víst og það er að skýrslan mun vekja upp miklar umræður og deilur.

Axel Jóhann Axelsson, 8.1.2010 kl. 15:30

25 Smámynd: Jón Óskarsson

Axel.  Það minnir mig á það að nafni minn Sigurðsson dró sig til baka varðandi bankaráð Íslandsbanka.  Enda er lítið að marka væntanlega skýrslu ef hans nafn ber ekki á góma þar, en sá "velmetni" maður var formaður Fjármálaeftirlitsins í aðdraganda hrunsins og varaformaður stjórnar Seðlabankans á sama tíma og auðvitað algjörlega "saklaus" sem slíkur :)

En að sjálfsögðu þarf að vinna í málinu bak við tjöldin, annað væri óeðlilegt, en guð forði okkur frá því að þar séu Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson fremstir í flokki.

Jón Óskarsson, 8.1.2010 kl. 16:02

26 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ef þeir félagar koma þarna einhvers staðar nálægt, þá er einskis að vænta.  Samningamenn Breta og Hollendinga kæmu ekki upp einu orði, vegna hláturs.

Axel Jóhann Axelsson, 8.1.2010 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband