Skyldi Eva Joly ná til íslenskra ráðamanna

Eva Joly fer mikinn þessa dagana í erlendum fjölmiðlum í vörn fyrir íslenskan málstað í Icesave-málinu og lætur bæði Breta og Hollendinga heyra sannleikann ómengaðann.

Hún er virt og dáð fyrir störf sín um alla álfuna og þess vegna er eftir því tekið, þegar hún segir að Bretar og Hollendingar stundi rán um hábjartan dag, með þvingunum sínum í garð íslenskra skattgreiðenda og bætir við að framkoma þeirra sé reginhneyksli.

Áður hefur hún hvatt Íslendinga til þess að fara með Icesave-málið á byrjunarreit og hefja nýjar samningaviðræður við þrælahöfðingjana í Haag og London.

Skyldi boðskapur hennar ná til íslenskra ráðamanna?  Skyldu íslenskir skattgreiðendur fara að ráði hennar?

Það geta þeir gert með því að kolfella breytingarlögin í þjóðaratkvæðagreiðslunni.


mbl.is Joly harðorð í garð Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Eva Joly og Ólafur Ragnar hafa það sem ríkisÓstjórnin hefur ekki, þ.e. réttlætiskennd og hugrekki (svo auðvita geta þau talað ensku sem JS og SJ geta ekki).

Axel Pétur Axelsson, 7.1.2010 kl. 20:35

2 identicon

Ólafur og Eva tala kjark í þjóðina, láta kúgarana heyra það, öfugt við hræðslubandalag Steingríms og Jóhönnu sem slengja fram hræðsluáróðri eins og blautri tusku í landann, um leið og þau kyssa fætur erlenda nýlendukúgara.

kveðja.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 20:41

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það þarf hugrekki til að standa á hliðarlínunni. Gerum innrás í Bretland en ég kem ekki með. Svar við hugrekkis innleggi Axels. Efast samt um að hann vildi standa fremst í víglínunni.

Finnur Bárðarson, 7.1.2010 kl. 21:05

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Finnur, það eru óbreyttir dátar, sem vinna skítverkin í öllum herjum.  Þeir eru líka sendir í fremstu víglínu og falla fyrstir.

Hershöfðingjarnir stjórna bardögunum úr góðu vari.  Séu þeir ekki góðir, tapast styrjaldirnar.

Íslendingar hafa afar slaka hershöfðingja í þessu stríði.

Axel Jóhann Axelsson, 7.1.2010 kl. 21:19

5 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Finnur; ég býð mig hér með fram til að standa fremst í hvaða víglínu sem er til verndar réttlátum íslenskum hagsmunum. Er búinn að standa (starfa) í heilt ár sem stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum Heimilanna, það er nú heldur betur víglína. Hvað er þú búinn að gera Finnur ?

Axel Pétur Axelsson, 7.1.2010 kl. 22:22

6 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Koma þarf sem allra fyrst saman nýrri samninganefnd,þar sem Eva Joly færi fyrir og skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokka. Ég mundi treysta t.d. Lilju Móselsdóttir vel fyrir V.G. en finn reyndar engan frá Samfylkingunni sem ég mundi treysta því miður.

Ragnar Gunnlaugsson, 7.1.2010 kl. 22:56

7 identicon

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að Bretar og Hollendingar hafa hótað stjórnmálamönnum á Íslandi svo alvarlega á bakvið tjöldin að þeir eru dauðskelfdir af hræðslu. Það er ekkert í tali þeira eða aðgerðum sem hefur sýnt minnsta snefil af sjálfsvörn fyrir málstað Íslendinga. Það er að koma betur og betur í ljós núna eftir ákvörðun forsetans og Íslendingar standa mun betur að vígi en menn þorðu að vona.

Þetta snýst um baráttuna um Ísland en ekki um peningaskuld. Þeir sem eru ekki búnir að átta sig á því eru ennþá villuráfandi.

Már (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 23:04

8 identicon

Nú þurfum við að standa að baki Evu og halda til streitu þvi sem hun er að færa okkur ! Kemur ekki til mála að senda neinn úr stjórnarliðinu til samninga meir ,heldur folk sem kann að vinna á diplomatiskum  nótum að samningagerð milli landa og FÓLK sem talar ENSKU , svo sammála Axel Petri um hvað Islendingar eru óffærir að tala Ensku OG GERA ALLSKYNS VITLEYSUR I FRAMHALDI AF ÞVI !!

ransy (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband