7.1.2010 | 13:10
Eva Joly fær staðfest að ríkisábyrgð sé ekki fyrir hendi
Eva Joly hefur fengið það staðfest frá sjálfum höfundum reglugerðar ESB um innistæðutryggingar, að ekki eigi að vera ríkisábyrgð á tryggingasjóðunum og að reglugerðinni hafi aldrei verið ætlað að ná yfir hrun bankakerfis heilla þjóða.
Vegna þessa, segir Eva: "Íslendingar hafi því öflug rök fyrir því að ábyrgðin sé ekki eingöngu Íslands heldur Evrópu allrar. Staðan sé því einstök og kalli á nýjar lausnir." Hún segir einnig að Íslendignar eigi að setja allt málið á byrjunarreit og semja upp á nýtt, enda liggi ekkert á, þar sem samningurinn eigi hvort eð er að gilda til ársins 2024. Því má bæta við að fyrsta greiðsla átti ekki að fara fram, fyrr en að sjö árum liðnum.
Allar þær röksemdir, sem Eva Joly setur fram, hafa verið marg tíndar til af ýmsum aðilum hér á landi, bæði á þessu bloggi, öðrum bloggum, af löglærðu fólki og í mörgum blaðagreinum og fjölmiðlaviðtölum. Öllum þessum röksemdum hefur ríkisstjórnarnefnan skellt skollaeyrum við, en hamrað á málstað Breta og Hollendinga gegn íslenskum skattaþrælum.
Nú er tækifæri til að kolfella undansláttarlögin í þjóðaratkvæðagreiðslunni og koma öllu málinu aftur á byrjunarreit, eins og Eva Joly ráðleggur.
Joly: Átti ekki að takast á við hrun heils bankakerfis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Núna fyrst er fólk í lykilstöðum að átta sig á þessu, sem við erum mörg búin að blogga og tala um af miklum krafti á því rúma ári sem liðið er frá hruninu, að grunnhugsunin á bakvið innstæðutryggingakerfið er að það sé fjármagnað af bönkunum sjálfum en ekki hinu opinbera.. Því hefur verið haldið fram að ríkissjóður sé á engan hátt fyrirfram ábyrgur fyrir tryggingasjóði innstæðueigenda sem er sjálfseignarstofnun, og þetta staðfesti Ríkisendurskoðun meira að segja í skýrslu sinni um ríkisreikning ársins 2007.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.1.2010 kl. 13:26
Strax í Júni s.l., þegar umræðan um þrælasamninginn var að byrja, var á þessu bloggi vitnað beint í reglugerð ESB um innistæðutryggingasjóðina, og minnir mig að það væri eitt fyrsta bloggið, sem vitnaði beint í hana. Það blogg má lesa hérna
Allan þennan tíma hefur verið hamrað á þessu, en ríkisstjórnarnefnan alltaf vísað þessum rökum á bug og þóst vita betur en mestu lögspekingar landsins.
Nú hafa höfundar reglugerðarinnar sjálfir staðfest, að þetta er rétt túlkun og því algerlega nauðsynlegt að kolfella breytingarlögin í þjóðaratkvæðagreiðslunni og sýna umheiminum, að Íslendingar muni standa á rétti sínum fram í rauðan dauðann og setja þar með fordæmi fyrir aðra skattgreiðendur.
Axel Jóhann Axelsson, 7.1.2010 kl. 13:40
Fróðlegt verður að sjá hvort þeyr noti sér þennan góða viðsnúning á réttan hátt, eða hvort halda á áfram að kúga þjóðina
Eyjólfur G Svavarsson, 7.1.2010 kl. 14:17
Haldið þið virkilega að ríkisstjórnin hafi ekki vitað þetta ALLANN TÍMANN !!!!????
Málið er að skríða fyrir valdaklíkunni í Evrópu og passa sig að hrista ekki til í stórgölluðu fjármálakerfinu ÞVÍ ÞÁ FÁ JÓHANNA OG CO. EKKI AÐ LEIKA SÉR MEÐ STÓRU KRÖKKUNUM Í BRUSSEL
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 14:36
Að minnsta kosti átti hún að vita þetta allan tímann. Auðvitað hafa allar gerðir Samfylkingarinnar í málinu snúist um það, að málið tefði ekki inngöngubeiðni hennar í ESB.
Þetta sannaðist í dag, þegar Össur átti að vera að ræða um nýja stöðu í Icesave málinu við Breta, þá sagði hann sigri hrósandi, að hann hefði fengið loforð frá þeim, um að þeir myndu styðja áfram við umsókn Íslands í stórríki Evrópu, þrátt fyrir að íslenska þjóðin væri að flækjast fyrir þrælasamningnum.
Þetta fólk er ekki að vinna fyrir íslenska skattaþræla, heldur þvert á móti, heldur vill það selja þá í ánauð til Breta og Hollendinga, til næstu áratuga.
Axel Jóhann Axelsson, 7.1.2010 kl. 14:58
Málið er nákvæmlega komið á byrjunarreit með þessu og allt eintómar blekkingar sem frá stjórnarflokkunum hefur komið allan tímann. Út frá þessu verðum við að vinna og við höfum sífellt meiri stuðning meðan Evrópuþjóða. Nú síðast frá Lettlandi en utanríkisráðherra þeirra segir framgöngu Breta og Hollendinga gagnvart okkur vera óhugnanlega.
Jón Óskarsson, 7.1.2010 kl. 15:17
Stuðningur og skilningur erlendis vex stöðugt, þrátt fyrir úrtöluraddir stjórnarliða.
Axel Jóhann Axelsson, 7.1.2010 kl. 15:51
"Viðvörunarbréf" Jóhönnu til Forseta Íslands kvöldið fyrir ákvörðun hans er dálítið lýsandi fyrir hræðsluáróðurinn
"Þá segir í lok bréfsins að staða Íslands í alþjóðasamstarfi væri stórlöskuð verði ríkisábyrgðin ekki samþykkt. Hætta er á að um langa hríð yrði litið svo á að landið væri óábyrgt og stjórnvöld ekki fær um til að taka bindandi ákvarðanir."
Heldur Jóhanna virkilega að það séu ekki allir löngur búnir að sjá það að núverandi ríkisstjórn er illa fær um að taka ákvarðanir.
Jón Óskarsson, 7.1.2010 kl. 16:13
Jóhanna Sigurðardóttir........ Segðu af þér embætti strax..... Þinn tími er liðinn........
j.a. (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.