Stækkunin fagnaðarefni

Nýlega loguðu bloggheimar af vandlætingu yfir því, að til stæði að gera samninga um gagnaver á Suðurnesjum, vegna þess að Björgólfur Thor Björgólfsson væri þar á meðal hluthafa.  Gagnaverið á að rísa á því svæði, þar sem mest er atvinnuleysið á landinu og á að skapa á annað hundrað störf, en á því svæði munar um minna.

Nú verður fróðlegt, að fylgjast með umræðunni um stækkun verksmiðju lyfjafyrirtækisins Actavis í Hafnarfirði, en hana mun eiga að stækka um helming, þannig að framleiðslan fari úr milljarði taflna í 1,5 milljarða.  Fram kemur í fréttinni, að:  "Hjá Actavis á Íslandi starfa um 580 manns, en samanlagður starfsmannafjöldi fyrirtækisins er tæplega 11 þúsund í 40 löndum. Stærsti hluti starfsmanna fyrirtækisins hér á landi fæst við þróun samheitalyfja, en um 160 manns starfa í verksmiðjunni, sem er í Hafnarfirði."

Þetta er sannkallað þekkingarfyrirtæki og skapar afar mörg og verðmæt störf, sem nú er sár vöntun á hérlendis.

Eigandi fyrirtækisins, síðast þegar fréttir bárust, var Björgólfur Thor Björgólfsson.


mbl.is Mikil stækkun fyrirhuguð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Axel og takk fyrir þennan pistil. Ég var einmitt að spá í þessu gagnaveri síðast í gær, það hefur ekkert heyrst meir um það, svo kemur þessi frétt og maður verður hálf orðlaus. Er þetta fyrirtæki Actavis ekki meir og minna í mínus og búið að vera... ganga manna á milli einhvað líka... og Björgúlfur Thor Björgúlfsson vinur Ríkistjórnarinnar. Það er alveg að liggja fast með þessari frétt að ekkert á að gera fyrir fjölskyldurnar, heimilin í landinu. Það er lágmark að fyrirtæki gangi vel, reki sig sjálft og anni ekki framleiðslu eftirspurn svo útrásarstækkun geti átt sér stað. Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.1.2010 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband