Þrotin þolinmæði

Jón Bjarnason, brottrekni Sjávar- og landbúnaðarráðherrann, segir að þolinmæði Vinstri grænna sé algerlega þrotin gagnvart forystu flokksins og vegferð hennar í ríkisstjórnarsamstarfinu með Samfylkingunni.

"Bragð er að þá barnið finnur" segir gamall málsháttur og á það vel við í þessu tilfelli, en hitt er auðvitað annað mál að miklu fleiri en almennir félagar í VG eru gjörsamlega að tapa sér af óþolinmæði eftir Alþingiskosningum og nýrri ríkisstjórn.

Það verða að teljast tíðindi að VG sé að sundrast endanlega vegna stefnu eigin flokksforystu, þar sem ekki verður annað séð en að afturhalds- og atvinnuuppbyggingarhatur VG ráði algerlega ferðinni í ríkisstjórnarsamstarfinu, enda selur Samfylkingin sálu sína og afstöðu til allra mála í skiptum fyrir stuðning VG við innlimunaráformin í ESB.

Vonandi verður Jóni Bjarnasyni og öðrum VGliðum að þeirri ósk sinni fljótlega að ríkisstjórnarsamstarfið spryngi í loft upp og þjóðinni verði forðað fá þessari ríkisstjórnarhörmung sem Jóhanna leiðir að nafninu til, en Steingrímur J. ræður í raun og veru.


mbl.is Þolinmæði Vinstri grænna þrotin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða dauðvona hreindýr ekki bara friðuð?

Fréttir herma að eitthvað sé um að hreindýr hafi drepist úr hor, án þess að fram hafi komið hvort rannsakað hafi verið hvað hafi valdið þessum horfelli, t.d. einhver sýking í dýrunum eða vetrarhörkur með miklum snjóþyngslum.

Þegar fréttir hafa borist af fæðuskorti í dýraríkinu hafa viðbrögð Umhverfisráðaherra venjulega verið þau að banna allar veiðar á þessum sveltandi skepnum og nægir í því sambandi að benda á rjúpuna og svartfuglana.

Ef að líkum lætur verða hreindýraveiðar bannaðar á næstunni til að vernda og friða þessar ætislausu skepnur.

Auðvitað allt í nafni mannúðar, umhverfis- og dýraverndar.


mbl.is Hreindýr að drepast úr hor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband