11.4.2012 | 22:42
Ruglið um rafmagnsútflutning
Bretar og sjálfsagt fleiri Evrópuþjóðir hafa áhuga á að nýta raforku, sem framleidd væri hér á landi og flutt til þeirra með rafstreng, þar sem allt að 10% orkunnar tapaðist á leiðinni.
Samkvæmt stefnu ríkisstjórnarinnar má ekki virkja nokkurt einasta vatnsfall í landinu til orkuöflunar fyrir innlendan markað og ef mark er takandi á talsmönnum orkugeirans verða engar jarðvarmavirkjanir tilbúnar til notkunar fyrr en eftir mörg ár. Á meðan er atvinnulífið í landinu í heljargreipum þessarar verndunarstefnu og engin uppbygging mun eiga sér stað í atvinnumálunum á meðan að á þessari óvissu um framtíðarvirkjanir.
Því hefur verið haldið fram að öll núverandi raforkuframleiðsla á Íslandi dygði ekki til að fullnægja rafmagnsþörf Hamborgar í Þýskalandi og sé það rétt, þá geta allir séð að draumar um útflutning á rafmagni um rafstreng eru ekkert annað en dagdraumar óábyrgra manna sem hæglega gætu breyst í martröð allrar þjóðarinnar.
Að lála sér detta í hug að Landsvirkjun fari í rafmagnsútrás er jafnvel geggjaðri hugmynd en útrás banka- og útrásargengjanna fyrir fáeinum árum.
Var virkilega ekki dreginn neinn lærdómur af því rugli öllu saman.
![]() |
Hafa áhuga á orku frá Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.4.2012 | 19:43
ESB í opinbert stríð gegn Íslandi
Undanfarna mánuði hafa ýmsir forráðamenn ESB haft uppi hótanir um efnahagslega styrjöld á hendur Íslendingum vegna sanngjarnra og eðlilegra veiða á makríl innan íslenskrar efnahagslögsögu. Innan ESB munu vera í smíðum sérstakar og harkalegar reglugerðir sem sambandið hyggst notast við í því efnahagsstríði.
Nú hefur bæst við sá fáheyrði atburður, að framkvæmdastjórn ESB hefur krafist aðildar að málarekstri Breta og Hollendinga fyrir EFTAdómstólnum vegna Icesaveskulda Landsbankans, sem þessir yfirgangsseggir vilja neyða íslenska skattgreiðendur til að borga fyrir þennan einkabanka, sem auðvitað var rekinn á ábyrgð stjórnenda hans og eigenda.
Á sama tíma og þessar stríðsyfirlýsingar dynja á Íslendingum skríður íslenska ríkisstjórnin fyrir þessum ofbeldisseggjum og vælir um að fá að innlima Ísland í þetta ofstopasamband, sem reyndar er að breytast í stórríki sem verða mun undir beinni stjórn Þjóðverja og Frakka, en aðrir hreppar stórríkisins munu ekki hafa þar nokkur áhrif.
Hvað skyldi þurfa til að opna augu íslenskra ráðamanna og fá þá til að kalla sendinefnd sína heim frá Brussel?
![]() |
ESB vill aðild að Icesave málinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (49)