30.9.2011 | 19:02
Mótmćlendur heiđri og verndi Alţingi
Búist er viđ talsverđum fjölda manns til mótmćla á Austurvelli í fyrramáliđ, sem međ ţví vilji sýna óánćgju ţjóđarinnar međ frammistöđu ríkisstjórnarinnar í flestum málum og svik hennar vegna "skjaldborgarinnar" um heimilin.
Slík mótmćli hefur skríll og óaldarlýđur stundum nýtt sér til spellvirkja og óláta, sem m.a. hafa falist í ţví ađ grýta eggjum, öđrum matvćlum og jafnvel ýmsum óţverra yfir ţingmenn, ásamt ţví ađ valda skemmdum á mannvirkjum og öđrum eignum.
Mótmćlendur eru hins vegar upp til hópa hiđ vćnsta fólk og á enga samleiđ međ óţjóđalýđnum sem nýtir sér atburđina til skrílsláta og ţví ćttu mótmćlendur ađ taka höndum saman og vernda allt tilfandi og dautt, međ ţví ađ mynda varnarmúr utan um ţingmenn, Dómkirkjuna og Alţingishúsiđ viđ ţingsetninguna.
Slíkt myndi setja skemmtilegan svip á mótmćlin og vekja meiri athygli á málstađnum og kćmi í veg fyrir ađ óţjóđalýđurinn setti međ ţví leiđinlegan stimpil á annars alvarleg og mikilvćg skilabođ til ríkisstjórnarinnar.
Alţingi Íslendinga er ein elsta löggjararsamkoma heims og ţađ ber ađ vernda og heiđra, ţrátt fyrir ađ misjafn sauđur sitji í ríkisstjórn á hverjum tíma.
![]() |
Býst viđ 20 ţúsund manns |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
30.9.2011 | 08:26
Fjórđi vetur frá hruni og ástandiđ lagast ekki
Nú er fjórđi vetur eftir hrun ađ ganga í garđ og enn hefur lítiđ gerst til ađ koma ţjóđfélaginu upp úr kreppunni sem fylgdi í kjölfar bankahrunsins.
Enn er atvinnuleysi í hćstu hćđum og enn bćtist á atvinnuleysisskrána međ hópuppsögnum og búist er viđ ađ ţeim linni ekki í bráđ. Ţrátt fyrir fagurgala stjórnarliđa um afrek ríkisstjórnarinnar í öllum málaflokkum finnur enginn fyrir ţeim afrekalista á eigin skinni, enda verđbólga mikil og kaupmáttur verđur minni og minni eftir ţví sem stjórnartíminn lengist.
Fólksflóttinn úr landinu heldur áfram og margir eiga engan rétt til atvinnuleysisbóta, ţannig ađ atvinnuleysisskráningin gefur ekki einu sinni rétta mynd af raunverulegu atvinnuleysi í landinu og gjaldţrot fyrirtćkja hafa aldrei veriđ fleiri en á ţessu ári.
Fjórđi vetur frá hruni gefur engar vonir um bćttan hag og betri tíđ í ţjóđfélaginu.
![]() |
Vel á annađ hundrađ uppsagnir |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)