23.9.2011 | 19:41
Verður illskan allsráðandi 1. október
Boðað hefur verið til mótmæla við Alþingishúsið við þingsetningu þann 1. október næstkomandi.
Væntanlega mun þar safnast saman stór hópur almennings til að láta reiði sína út í stjórnnöld í ljós og ef miða má við fyrri uppákomur af líku tagi mun ekki þurfa mikið til að upp úr sjóði og ólátabelgir láti til sín taka með skrílslátum.
Ef miða má við viðbrögð lögreglumanna vegna gerðadóms um laun þeirra, má reikna með að ólátabelgjunum mæti öskureiðir lögregluþjónar og líklega mun reiði þeirra annaðhvort koma fram í aðgerðarleysi eða reiði þeirra mun brjóstast út og verða til þess að skrílslátum verði mætt af mikilli hörku.
Ef til vill verður 1. október minnst sem dags illskunnar á Íslandi.
![]() |
Lögreglumenn vonsviknir og reiðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.9.2011 | 07:40
Mannorðið á milljón
Jón Ásgeir, Baugsgengisforingi, telur að Björn Bjarnason hafi skaðað mannorð sitt illilega með þeirri ritvillu í bók sinni um Baugsgengið að Jón Ásgeir hafi verið dæmdur fyrir fjárdrátt, þegar staðreyndin er sú að hann var dæmdur sekur um bókhaldsbrot.
Björn hefur leiðrétt ritvilluna í seinni útgáfum bókarinnar og beðist afsökunar á mistökunum, en Jón Ásgeir telur samt að æra sín hafi beðið gífurlegan skaða vegna þessa og mátti hún nú ekki við miklu til viðbótar við þann skaða sem Jón Ásgeir hefur sjálfur valdið æru sinni.
Þennan meinta viðbótarskaða, sem Björn Bjarnason á að hafa valdið, metur Jón Ásgeir á eina milljón króna og telur æru sína fullbætta með þeirri upphæð úr hendi Björns.
Aðrir munu líklega telja þessa upphæð vera mikið ofmat í þessu tilfelli.
![]() |
Krefst einnar milljónar í bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)