16.9.2011 | 18:48
"Götustrákur" í ráðherraembætti
Árni Páll Árnason, ráðherra í "norrænu velferðarstjórninni" stóð fyrir óknyttum og strákapörum á Alþingi í dag í þeim tilgangi að trufla ræður þingmanna, þegar umræður um forsætisráðherravæðingu stjórnarráðsins stóðu yfir.
Þetta kemur vel fram í eftirfarandi setningu úr frétt m.bl.is af uppákomunni: "Bæði Vigdís og Jón kvörtuðu ítrekað yfir hávaða í þingsal, sérstaklega frá efnahags- og viðskiptaráðherra, og reyndi forseti ítrekað að fá þögn í þingsal, en án árangurs."
Ekki tókst að fá ráðherrann til að láta af stráksskapnum fyrr en þingforseti neyddist til að fresta þingfundi um fimm mínútur til þess að gefa ráðherranum tíma til að róast og átta sig á eigin fíflaskap.
Einhvern tíma hefði þetta verið kallað að ráðherrann væri að haga sér eins og "götustrákur".
![]() |
Þetta er algjörlega óþolandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.9.2011 | 09:56
Hvað skilja ESBgrúppíur ekki í þessum ummælum?
Fyrsta málsgreinin í frétt mbl.is af ummælum evrópsks framámanns í atvinnulífinu eru ákaflega athyglisverð, en hún hljóðar á þessa leið: "Philippe De Buck, framkvæmdastjóri Business Europe, sem eru samtök atvinnulífsins á evrusvæðinu, segir að með aðildarviðræðum íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins sé að myndast svigrúm fyrir ESB til að auka áhrif sín á norðurslóðum."
Hvernig skyldi standa á því að evrópskir framámenn og ekkert síður kommisararnir í Brussel skuli ávallt segja hlutina eins og þeir eru, en íslenskar ESBgrúppíur skuli hins vegar alltaf reyna að beita blekkingum um innlimunarferli Íslands í ESB og reyna að telja fólki trú um að það sé í raun Ísland sem nánast sé að leggja Evrópu undir sig með því að gerast útnárahreppur í stórríkinu fyrirhugaða.
Ætli það sé eitthvað í tilvitnuðum ummælum De Buck sem íslenskar ESBgrúppíur skilja ekki, eða gæti afneitun þeirra á staðreyndum stjórnast af einhverju öðru en skilningsleysi einu saman?
![]() |
Tækifæri fyrir ESB í norðri með aðild Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)