Styðjum Pálma í Fons

Pálmi í Fons var og er einn þeirra snillinga sem tóku að sér að "endurskapa" íslenskt efnahagslíf á fyrsta áratug þessarar aldar ásamt Bónusgenginu og fleiri "athafnamönnum" og bankastjórnendum, en bankarnir voru í eigu nokkurra gengja, sem einnig "áttu" nánast öll helstu fyrirtæki landsins, sem þeir "keyptu" fyrir lán frá bönkunum sínum.

Nánast hvert einasta af þessum fyrirtækjum er nú gjaldþrota, en á þeim fáu árum sem gegnin áttu þau var yfirleitt öllu eigin fé þeirra ráðstafað til greiðslu arðs til "eigendanna" og ekki hefur spurst til þeirra peninga síðan. Hugmyndaflug þessara fjármálaspekinga var nánast óþjrjótandi varðandi það, að koma peningum úr landi og inn á reikninga í ýmsum "bankaparadísum" og skattaskjólum.

'I viðhangandi frétt er t.d. sagt frá einni aðferðinni: "Hinn 24. apríl 2007 voru millifærðir þrír milljarðar króna af reikningi Fons á Íslandi á reikning félagsins Pace Associates Corp. hjá Landsbankanum í Lúxemborg, en Pace er skráð í Panama. Sex dögum síðar, hinn 30. apríl var gerður lánasamningur milli Pace og Fons þar sem lánið er fært til bókar og það afskrifað samdægurs í bókhaldi Fons."

Pálmi og félagar hafa litlar skýringar gefið á því, hvernig þrír milljarðar króna gátu tapast og gjörsamlega horfið á sex dögum, en ýmis önnur dæmi af þessum toga munu vera til rannsóknar hjá Sérstökum saksóknara.

Banka- og útrásargengin voru elskuð og dáð af okkur Íslendingum fyrir bankahrunið og sumir hverjir ennþá, enda blómstra þau örfáu fyrirtæki, sem þeim tókst að ná undan gjaldrotum móðurfélganna, sem aldrei fyrr og er t.d. Iceland Express gott dæmi um það, sem og Stöð2 og aðrir fjölmiðlar 365 hf.

Fari svo ólíklega að Pálmi í Fons verði dæmdur til að greiða skaðabætur vegna þessa horna fjár, ríður á að íslenskir ferðalangar haldi áfram að versla við Iceland Express og önnur fyrirtæki Pálma, til að auðvelda honum baráttuna við hinn grimma bústjóra, sem vinnur að uppgjöri á þrotabúi Forns hf. 


mbl.is Stjórnarmenn Fons krafðir um milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allar virkjanir í "biðflokk"?

Á næstunni mun "Verkefnastjórn rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma" skila af sér skýrslu sinni um virkjanakosti á landinu með mati á verðmæti hvers valkosts fyrir sig út frá kostnaði og verndunarsjónarmiðum.

Fréttin endar á þessari klausu: "Eftir að búið er að vega og meta þær umsagnir sem berast, munu iðnaðar- og umhverfisráðherrar leggja fram þingsályktunartillögu fyrir Alþingi þar sem fram kemur hvernig þeim virkjunarhugmyndum, sem komu til mats, verður raðað inn í nýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk."

Líklega munu ráðherrar VG ekki geta krafist þess að hver einasti virkjunarmöguleiki verði settur í "verndunarflokk", þrátt fyrir einbeittan vilja sinn og baráttu gegn hvers konar atvinnuuppbyggingu og þar með "verndun" núverandi atvinnuleysisstigs, en hvort tveggja hefur verið staðfastasta baráttumál flokksins allan tímann sem hann hefur setið í ríkisstjórn.

Hins vegar mun ráðherrum VG vafalaust takast að setja allar virkjunarhugmyndir, sem nefndar verða í skýrslu nefndarinnar í "Biðflokk" og þar munu þær sitja fram að næstu stjórnarskiptum.

Vonandi þarf ekki að bíða í heil tvö ár eftir nýjum kosningum. 


mbl.is Ýmsir þættir hafa áhrif á virkjanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almannahagsmunir að láta manninn ganga lausan?

Undanfarið hafa verið háværar raddir í þjóðfélaginu um að sýslumaðurinn á Selfossi sé ekki starfi sínu vaxinn vegna þess að hann skyldi ekki krefjast gæsluvarðhalds yfir barnaníðingi á grundvelli almannahagsmuna, þ.e. til þess að vernda almenna borgara fyrir þeirri hættu sem gæti stafað af manninum.

Nú bregður svo við að maður er handtekinn fyrir að skjóta af byssu við heimili sitt og við húsleit fundust 90 skotvopn af ýmsu tagi í fórum hans, sem upptæk voru gerð. Við handtökuna hafði maðurinn í hótunum við lögreglumennina sem handtóku hann og fluttu í fangageymslu á Selfossi.

Í þessu tilfelli hlýtur að mega reikna með því að maður sem hefur heilt vopnabúr undir höndum, hleypir af skotum út í loftið við heimili sitt og hótar laganna vörðum öllu illu, geti verið hættulegur umhverfi sínu og því fyllilega réttmætt að halda honum í gæsluvarðhaldi á meðan að á meðferð máls hans fyrir dómstólum fer fram, bæði í þágu rannsóknarhagsmuna og ekki síður almannahagsmuna.

Héraðsdómur Suðurlands hafnaði gæsluvarðhaldskröfunni og vekur það upp spurningur um hvort skotglaðir vopnabúrseigendur séu ekki jafn hættulegir umhverfi sínu og barnaníðingar.

Flestir myndu sjálfsagt telja að hvorugur væri mjög "umhverfisvænn".


mbl.is Funda um niðurstöðu héraðsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. júlí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband