Nafnið "Iceland Express" er algert öfugmæli

Flugmiða- og ferðasalinn Iceland Express, gefur sig út fyrir að vera flugfélag, enda eru áætlunarferðirnar auglýstar í nafni félagsins, þó breska flugfélagið Astereus sjái um allt flugið, en það flugfélag er reyndar í eigu Pálma í Fons, eins og Iceland Express og Ferðaskrifstofa Íslands (Úrval-Útsýn, Sumarferðir og Plúsferðir). Iceland Express er nánast orðið heimsfrægt fyrir seinkanir á áætlunarflugi á þess vegum og mun vera með verstu flugfélögum heimsins hvað viðkemur vanhæfni í tímastjórnun flugferða.

Nýlega birti félagið heilsíðuauglýsingu í dagblöðunum þar sem beðist var afsökunar á lélegum tímaáætlunum og lofað bót og betrun í þeim efnum. Met í seinkunum hlýtur þó að hafa verið sett í Parísarflugi félagsins, en vél sem átti að fara í loftið í gær klukkan 14:40 er ekki komin af stað ennþá og reiknað með að seinkunin muni a.m.k. verða 30 klukkustundir. Tvennar sögur fara af því hvað veldur þessari seinkun, því félagið segir að um bilun í vélinni hafi verið að ræða, en franskir fjölmiðlar segja hana hafa verið kyrrsetta þar sem hún uppfylli ekki evrópska öryggisstaðla. Algerlega er óútskýrt hvers vegna ekki var útveguð varaflugvél til þess að koma farþegunum heim.

Anna Rakel Ólafsdóttir, einn óheppinna farþeganna sem þurft hafa að hanga í biðstöðu í París, lýsir þjónustu féagsins m.a. á eftirfarandi hátt í fréttinni  "Hún segir að fólk reyni að líta á björtu hliðarnar en sárast þyki því upplýsingaleysið. „Það fór auðvitað í taugarnar á okkur að vera troðið saman í herbergi eins og í fangaklefa. En það er þetta að fá ekki að vita neitt sem er sárast. Og það er undarlegt að Iceland Express segi við fjölmiðla að þeir hafi sent tölvupósta og skilaboð - það er einfaldlega alrangt og flestir farþegar hér hafa birt fréttina á mbl.is á Facebook og sagt að það sé ekkert hæft í þessari tilkynningu."

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem "flugfélagið" er gagnrýnt fyrir seinkanir og ekki síður sambands- og upplýsingaleysi við farþega, sem svo óforsjálir eru að kaupa farmiða með félaginu.

Ef til vill mun Iceland Express birta opnuauglýsingu næst, til að afsaka tafirnar sem sífellt virðast vera að lengjast, þrátt fyrir heilsíðuauglýsinguna í síðustu viku. 

 


mbl.is „Eins og í fangaklefa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórtjóni var EKKI afstýrt

Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjóustunnar og einstakir ferðaþjóustusalar fóru mikinn um síðustu helgi og fram eftir vikunni í heimtufrekju vegna nýrrar brúar yfir Múlakvísl og kröfðust þess að nótt yrði lögð við dag, til þess að koma umferð á aftur.

Söngtexti grátkórsins gekk aðallega út á það, að tap ferðaþjónustusalanna myndi nema tugum milljóna hvern dag sem hringvegurinn opnaðist ekki og það er ekki fyrr en í dag að kór þessi þagnar, þ.e. þegar búið er að opna umferð yfir brjáðabirgðabrú, sem byggð var á ótrúlega skömmum tíma.

Nú lætur Erna m.a. hafa þetta eftir sér: "Hún segir að þó að stórtjóni hafi verið afstýrt, þá sé ljóst að ferðaþjónustan hafi beðið nokkuð tjón, en of snemmt sé að segja til um umfang þess. „Þetta var aðallega fyrstu fjóra dagana eftir að brúin fór. Það urðu bæði talsverðar afbókanir og svo komst fólk heldur ekki á áfangastað.“"

Stórtjóni var alls ekki afstýrt, enda ollu vaxtavextirnir í Múlakvísl hundraða milljóna króna tjóni á brúar- og vegamannvirkjum og það tjón munu skattgreiðendur þurfa að bera.  Eina athyglisverða staðreynd hafa fulltrúar ferðaþjónustunnar þó afhjúpað undanfarna daga og það er hvílík gullkista ferðamannaiðnaðurinn er orðinn og hagnaður hans gríðarlegur, a.m.k. ef miðað er við það tap sem sagt var að hann yrði fyrir daglega, opnaðist umferð yfir Múlakvísl ekki umsvifalaust.

Vonandi skilar þessi hagnaður sér allur inn á skattskýrslur og í þjóðhagsreikninga.  Það munar um minna í því árferði sem nú ríkir. 


mbl.is „Stórtjóni var afstýrt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júlí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband