9.6.2011 | 18:59
Enn ein Steingrímslygin afhjúpuđ
Fyrir ţjóđaratkvćđagreiđsluna um Icesaveţrćlalögin hélt ríkisstjórnin, međ Steingrím J. í broddi fylkingar, gífurlegum ógnar- og hrćđsluáróđri ađ ţjóđinni um ţćr hörmungar sem yfir hana myndu dynja, ef hún samţykkti ekki ađ gangast undir skattalegan ţrćldóm í ţágu Breta og Hollendinga til nćstu ára, eđa áratuga.
Í dag hćlist ţessi sami Steingrímur J. af ţví ađ tekist hafi ađ selja íslensk skuldabréf á erlendum markađi, en fyrir kosningarnar sagđi hann ađ slíkt yrđi gjörsamlega ómögulegt í nánustu framtíđ og ađ sama skapi myndu innlend fyrirtćki alls ekki hafa nokkra möguleika til ađ taka erlend lán og engir erlendir fjárfestar myndu heldur líta viđ nokkrum fjárfestingakostum hér á landi um ófyrirséđa framtíđ.
Steingrími J. finnst ţađ mikil tíđindi, ađ Ísland skuli vera orđiđ fullgildur ađili á erlendum skuldabréfamarkađi "ađeins tveim og hálfu ári eftir hrun", ţó ýmsum öđrum en honum ţyki ţađ ekki sérlega stuttur tími og ađ endurreisn efnahagslífsins hafi tekiđ allt of langan tíma og sé í raun ekkert komin í gang ađ ráđi ennţá.
Steingrími hefđi veriđ nćr ađ taka ađra tímaviđmiđun í ţessu efni, en hann hefđi átt ađ láta ţađ koma fram ađ lántökudaginn í dag ber nákvćmlega upp á tveggja mánađa afmćli ţjóđaratkvćđagreiđslunnar um Icesave, ţar sem ţjóđin sýndi svart á hvítu ađ hún tryđi ekki einu einasta orđi af ţví sem Steingrímur og ríkisstjórnin reyndu ađ ljúga um afleiđingar ţess ađ neita ađ selja sjálfa sig í ţrćldóm í ţágu inngöngu í ESB.
Undanfarnar vikur hefur hver lygaţvćla Steingríms J. og ríkisstjórnarinnar veriđ afsönnuđ og skuldabréfasalan í dag er enn ein fjöđur í hatt ţeirra sem lýstu lygasögur ríkisstjórnarinnar ósannar, jafnóđum og ţćr voru bornar fram.
Ríkisstjórnin stendur eftir međ skömmina, en reyndar hefur komiđ í ljós fyrir löngu ađ ráđherrar hennar kunna ekki ađ skammast sín.
![]() |
Ríkiđ lauk viđ skuldabréfaútbođ erlendis |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (20)
9.6.2011 | 14:23
Jóhanna vill leita sátta!!!!!!
Jóhanna Sigurđardóttir, forsćtis- og jafnréttisráđherra, braut jafnréttislög ţegar hún réđ skrifstofustjóra í forsćtisráđuneytiđ og sniđgekk međ ţví konu, sem taldist a.m.k. jafnhćf, ef ekki hćfari, til ađ gegna starfinu og karlinn sem ráđinn var.
Jóhanna er ţekkt fyrir ţrjósku sína og óbilgirni og hefur fram til ţessa náđ sínu fram međ bćgslagangi og hótunum, en öllum til mikillar furđu lýsir hún ţví yfir núna, ađ ekkert nema blíđan og sáttfýsin stjórni gerđum hennar í ţessu máli, en konan sem lög voru brotin á hefur lýst ţví yfir ađ hún muni krefjast skađabóta vegna lögbrotanna og fá Jóhönnu dćmda til ţess fyrir dómstólum.
"Ég ćtla ekki ađ fara međ ţetta mál fyrir dómstólana. Ég vil leita sátta í ţessu máli og ađ ţví hefur veriđ unniđ," sagđi Jóhanna á ţingi í dag, ađspurđ um ţađ hvort hún ćtlađi virkilega ekki ađ láta sér segjast og semja um máliđ án ţess ađ fá á sig dóm ofan á ađra skömm vegna ţessa.
Ađ Jóhanna bođi sćttir í nokkru máli yfirleitt eru mikil tíđindi og vekur upp ţá spurningu hvort slík hugarfarsbreyting leiđi til breyttra vinnubragđa og framkomu í öđrum málum á nćstunni.
![]() |
Ég vil leita sátta |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)