Velkomin Harpa

Dagurinn í dag er risastór í lista- og menningarsögu þjóðarinnar, en í kvöld eru opnunartónleikar í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu og mun Sinfóníuhljómsveit Íslands ríða á vaðið með tónleikum undir stjórn Vladimirs Azkenasys og fyrsta tónvekið sem leikið verður er nýtt verk, Velkomin Harpa, eftir Þorkel Sigurbjörnsson.

Húsið er glæsilegt útlits og í raun heilmikið hönnunar- og byggingarafrek, enda hefur það verið dýrt í byggingu, en á móti kemur að húsið mun bera hróður landsins, borgarinnar, hönnuða og byggingaraðila á lofti um langan aldur og laða til sín innlenda og erlenda listamenn með alls kyns listviðburði og án vafa mun ráðstefnuhald erlendra aðila stóraukast hér á landi.

Harpa er öllum sem að byggingu hennar hafa komið til mikils sóma og á eftir að efla og styrkja listir og menningu þjóðarinnar og bera hróður sinn og landsins um heiminn allan.

Húsinu og þeim rekstri sem þar mun fara fram er óskað heilla og góðs gengis um alla framtíð.

Til hamingju Íslendingar með Hörpuna. Í dag er gleðidagur í sögu lands og þjóðar.


mbl.is Harpa þá og nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESBaðild kemur ráðherra ekkert við

Margt furðulegt vellur upp úr sumum þingmönnum á Alþingi og hefur t.d. margt skrítið, skondið og fáránlegt oltið upp úr Þráni Bertelssyni, heiðurslaunaþingmanni, og nægir þar að benda á fullyrðingu hans um það, að a.m.k. 5% þjóðarinnar séu fábjánar.

Nú hefur Þráinn gefið það út, bæði á þingflokksfundi VG og opinberlega, að hann styðji ekki Jón Bjarnason lengur sem Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, vegna þess að Jón mun hafa sagt að það væri sitt helsta verk í ráðuneytinu að fylgjast með og gæta hagsmuna íslensks landbúnaðar og sjávarútvegs í aðlögunarferlinu að ESB.

Í viðtali við DV segir Þráinn um þessa afstöðu Jóns:  Mér finnst það heldur einkennilegur skilningur á starfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og teldi heppilegra að hann fengist við eitthvað annað."  Ráðherra ber ekki bara að gæta hagsmuna þeirrar atvinnugreinar, sem undir hans ráðuneyti heyrir, heldur ber honum skylda til að gera sitt til að vernda og efla starfsumhverfi greinarinnar í þágu þjóðarinnar allrar og þjóðarbúsins.  Slík vöktun hefur aldrei verið nauðsynlegri en einmitt núna, þegar Samfylkingin beitir öllum brögðum til að véla þjóðina inn í stórríkið, væntanlega.

Þingmenn eru reyndar enn ábyrgari í þessum efnum en ráðherrarnir, þar sem þingið setur lögin og reglurnar sem ráðherrunum ber að starfa eftir.  Þingmaður sem ekki skilur þessar einföldu staðreyndir um starf sitt, Alþingis og ráðuneytanna ætti skilyrðislaust að fást við eitthvað annað en þingmennsku.

Eftir þessa yfirlýsingu Þráins getur ríkisstjórnin varla átt annan kost en að segja af sér þegar í stað, enda nýtur hún ekki lengur meirihlutastuðnings á Alþingi, sé eitthvert mark takandi á Þráni, sem raunar er ekki líklegt að neinn geri. 


mbl.is Styður ekki Jón sem ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. maí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband