3.4.2011 | 23:28
Vinstri villan á undanhaldi
Nýjasti ţjóđarpúls Gallup opinberar ţau stórkostlega ánćgjulegu tíđindi ađ vinstri villan í íslenskum stjórnmálum er á hröđu undanhaldi.
Stjórnarflokkarnir missa stöđugt meira af ţví fylgi sem ţeir fengu í síđustu Alţingiskosningum og kemur auđvitađ engum á óvart eftir tveggja ára óstjórn og nánast baráttu fyrir framlengingu kreppunnar og stöđnun atvinnulífsins, réttara sagt herferđ gegn allri ţeirri atvinnuuppbyggingu sem ţó hefđi veriđ völ á, ef ekki vćri fyrir andstöđu ráđherranna viđ ţá fjárfesta, sem bíđa á hliđarlínunni og vilja stofna hér og reka mannaflsfrek fyrirtćki.
Ţví miđur er kjörtímabiliđ ađeins hálfnađ og ţví á ţjóđin á hćttu ađ ţurfa ađ búa viđ ríkisstjórnina í heil tvö ár í viđbót, gerist ekki eitthvert kraftaverk sem kemur henni frá völdum. Reyndar er ósamkomulagiđ milli flokkanna og innan ţeira svo mikiđ, ađ vćntanlega springur ríkisstjórnin fljótlega af sjálfsdáđum, ţannig ađ engin yfirnáttúruleg kraftaverk ţurfi til.
Kjörtímabiliđ munu kjósendur hins vegar láta verđa sér víti til varnađar og í nćstu kosningum mun ríkisstjórninni verđa refsađ ađ verđleikum, fari svo ađ hún hangi út tímabiliđ.
![]() |
Litlar breytingar á fylgi flokka |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2011 | 14:24
Hvađ ţarf lengi ađ íhuga málin?
Nú eru liđin tvö og hálft ár frá bankahruni og mörg mál, sem tengjast rekstri bankanna árin ţar á undan og ýmsar athafnir stjórnenda ţeirra, eigenda og helstu skuldara, til rannsóknar hjá Sérstökum saksóknara, en lítiđ virđist vera fariđ ađ sjást fyrir endann á öllum ţessum rannsóknum ennţá og engir veriđ ákćrđir, nema tveir, ţrír, smáfuglar.
Eftir allan ţennan tíma birtast fréttir af ţví ađ skilanefnd og slitastjórnir Landsbankans "íhugi" ađ höfđa skađabótamál gegn fyrrverandi stjórnarmönnum bankans, vegna vanrćkslu í störfum međ ţví ađ hafa ekki komiđ í veg fyrir 34 milljarđa millifćrslur út úr bankanum, daginn sem hann hrundi.Ţetta munu vera millifćrslur fjármuna inn á reikninga Straums og jafnvel fleiri félaga í eigu eđa tengslum viđ ađaleigendur Landsbankans, feđgana Björgólf og Björgólf Thor.
Samkvćmt fréttinni hafa skilanefndin og slitastjórnin skrifađ ţessum fyrrverandi stjórnarmönnum bankans bréf og tilkynnt ţeim um ţessa "íhugun" sína, enda hafi ţeim átt og mátt vera ljóst ađ bankinn vćri ađ hruni kominn. Fréttin endar á ţessum orđum: "Í bréfinu er ţví haldiđ fram ađ bankaráđi og stjórnendum bankans hefđi veriđ ljóst, eđa hefđi mátt vera ljóst, ađ bankinn var á ţessum tíma kominn í ţrot, og ađ athafnaleysi ţeirra fćli í sér skađabótaskyldu"
Hafi stjórnarmönnum bankans ekki veriđ ljóst á ţessum tíma í hvađ stefndi, hafa ţeir veriđ algerlega óhćfir til ađ gegna stjórnarstörfum í bankanum og hafi ţeir vitađ hvert stefndi, sem er auđvitađ líklegra, hafa ţeir gerst sekir um stórkostlega vanrćkslu međ ţví ađ sjá ekki til ţess ađ öllum stćrri millifćrslum vćri hćtt, ţegar ţarna var komiđ og slíkt athafnaleysi, eđa ađ halda ađ sér höndum vitandi vits, hlýtur ađ kalla á ađ reynt verđi ađ draga ţá til ábyrgđar.
Hvađ ţarf ađ íhuga í tvö og hálft ár í ţessu sambandi?
![]() |
Íhuga mál á hendur fyrrverandi stjórnarmönnum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)