19.4.2011 | 19:16
"Kjáninn" á Bessastöðum vekur furðu
Uffe Elleman-Jensen og Mogens Lykketoft, fyrrverandi ráðherrar í Danaveldi, furða sig á Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir að hann skyldi ekki staðfesta lögin um Icesave III og þannig með kjánaskap sínum taka völdin af Alþingi og grafa þar með undan lýðræðinu í landinu.
Það sem þeir félagar flaska á, er að ÓRG hafði ekkert frumkvæði að því að vísa lögunum til þjóðarinnar, hvorki lögunum um Icesave II né um Icesave III. Það voru kjósendur sjálfir sem kröfðust þess með undirskriftasöfnunum, þar sem meira en fimmti hver kjósandi skráði nafn sitt á áskorun til forsetans að hann sæi til þess að þjóðin sjálf fengi að ráða örlögum málsins.
Í fréttinni er þetta haft eftir þeim félögum: "Lykketoft sagði, að íslenska ríkið vær í mun betri stöðu en til dæmis það gríska eða portúgalska. En hætta væri á að kjáninn í forsetastólnum hefði skemmt fyrir löndum sínum með því að staðfesta ekki lögin. Elleman-Jensen sagði, að nú spyrðu menn sig út í heimi hvort hægt væri að gera samninga við Íslendinga. Sagði hann, að Ólafur Ragnar hefði í raun tekið lýðræðislega kjörið þing Íslendinga úr sambandi og þannig grafið undan lýðræðinu í Íslandi."
Að vísu hefur "kjáninn í forsetastólnum" haldið því mjög á lofti sjálfur, að lögin hafi farið í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir hans frumkvæði og gumað sig af því víða um lönd, að með því hafi hann verið að efla lýðræðið í landinu, en eins og áður sagði hefur ÓRG aldrei gert nokkurn skapaðan hlut til að efla lýðræðið, en hins vegar hafa allar hans athafnir snúist um að upphefja sjálfan sig, enda hugsar hann fyrst og fremst og nánast eingöngu um eigin hag og vinsældir.
ÓRG var óþreytandi stuðningsmaður útrásarvíkinganna á meðan þeir voru átrúnaðargoð þjóðarinnar og uppskar það að verða óvinsælasti maður þjóðarinnar, þegar ofan af gengjunum var flett og rannsóknir á glæpaverkum þeirra hófust. Með því að fara að áskorunum hins stóra hluta kjósenda um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave II tókst honum af sinni alkunnu flærð að afla sér vinsælda á ný og bætti þar um betur með því að fara enn að vilja kjósenda varðandi Icesave III.
Kjánarnir dönsku misskilja greinilega hvers vegna þjóðaratkvæðagreiðslurnar fóru yfirleitt fram. Það var ekki fyrir frumkvæði "kjánans í forsetastólnum", heldur okkar kjánanna sem sameinuðumst um að safna svo mörgum undirskriftum, að ekki var fram hjá þeirri kröfu gengið.
Seint verður hægt að taka undir að ÓRG sé kjáni, en aðdáun hans á eigin egói og frama er hins vegar fölskvalaus.
![]() |
Undrandi á forseta Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.4.2011 | 09:05
Fidel lætur af völdum - loksins
Fidel Kastró hefur tilkynnt afsögn sína sem aðalritari kommúnistaflokks Kúbu og við embættinu tekur bróðir hans Raul, sem hefur gegnt afleysingastörfum fyrir "stóra bróður" undanfarin ár vegna veikinda hans, en Fidel er orðinn 84 ára, en Raul er 80 ára þannig að varla mun hann gegna æðstu embættum í mörg ár til viðbótar.
Kastró, ásamt Che Guevara og öðrum byltingarfélögum sínum komst til valda á Kúbu í ársbyrjun 1959, eftir að hafa steypt spilltri stjórn Baptista frá völdum, en stjórnarfar á Kúbu hefur alla tíð einkennst af spillingu og harðstjórn, sem ekkert minnkaði í tíð Kastrós því stjórn hans byggðist á mikilli harðneskju og miskunnarleysi gagnvart öllum sem hugsanlega voru andstæðir honum og valdaklíku hans.
Nú, þegar Fidel lætur af embætti og "litli" bróðir tekur við, a.m.k. að nafninu til, fer senn að sjá fyrir endann á Kastrótímanum á Kúbu og von verður til þess að nýjir tímar, með nýjum stjórnendum og stjórnarháttum taki við á Kúbu með von um bætta og betri tíð fyrir þjóðina.
Merkilegum kafla er að ljúka í sögu Kúbu og bjartari tímar framundan.
![]() |
Kastró segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)