Losun gjaldeyrishafta ef.........

Í dag klukkan fjögur verður haldinn blaðamannafundur til að kynna áætlun um losun gjaldeyrishaftanna, en það hefur dregist í tvær vikur að birta hana miðað við fyrri áætlanir. 

Engum þarf að koma á óvart þó áætlunin verði kynnt með ýmsum fyrirvörum og sá allra líklegasti er að allt muni þetta byggjast á því að þjóðin hunskist til að samþykkja Icesaveþrælalögin í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 9. Apríl n.k. 

Ríkisstjórnin, seðlabankinn og nú síðast forystumenn ýmissa stórfyrirtækja hafa klifað á þeim boðskap undanfarna daga, að allt muni fara á versta veg hér á landi samykki kjósendur ekki að selja sig sjálfviljugir í skattaþrældóm í þágu Breta og Hollendinga til næstu ára eða jafnvel áratuga.  Jafnvel ASÍ og einstaka verkalýðsforingum finnst sjálfsagt að launþegar taki á sig þungan skattaklafa, en þykjast geta lofað örlitlum launahækkunum á næstu þrem árum til að létta fólkinu að greiða útlendingaskattinn.

Öllu er tjaldað til í áróðrinum fyrir samþykkt þrælalaganna og svo mun áfram verða alveg fram á kjördag.  Bæði Evrópska og Norræna fjárfestingabankanum hefur verið beitt í þessum tilgangi á síðustu dögum og lánafyrirgreiðsla þessara lánastofnana, sem Íslendingar eru meira að segja eignaraðilar að, til Búðarhálsvirkjunar verið skilyrt við samþykki fjárkúgunarkröfunnar.

Allir vita hins vegar að þetta er nákvæmlega það sem það lítur út fyrir að vera, þ.e. lygaáróður, því öll stærstu fyrirtæki landsins hafa verið að taka ný rekstrarlán og framlengja önnur hjá erlendum lánastofnunum á undanförnum mánuðum, þar á meðal Breskum og Hollenskum bönkum og það sem meira er, á ágætum vaxtakjörum.

Fróðlegt verður að sjá hvort spáin um Icesavefyrirvarann rætist ekki í dag, þegar áætlunin um losun gjaldeyrishaftanna verður kynnt.  Seðlabankinn hefur látið teyma sig út í annað eins á undanförnum mánuðum.

Samfylkingin leggur ofuráherslu á að þrælalöggin verði samþykkt, enda á að leiða þjóðina með öllum ráðum inn í ESB og það helst nánast ófjárráða. 

Eina leiðin til að koma í veg fyrir fjárhagslegar hörmungar er að segja nógu stórt NEI í kosningunum sem framundan eru.


mbl.is Kynna áætlun um losun gjaldeyrishafta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rýnihópur rannsaki kærunefnd sem úrskurðaði um hlutlausa ráðningu

Vitleysan í stjórnsýslunni ríður ekki við einteyming þessa dagana, frekar en flesta aðra.  Nú liggur Jóhanna Sigurðardóttir undir miklum ámælum vegna brota á jafnréttislögum, sem hún samdi sjálf og fékk samþykkt á Alþingi fyrir nokkrum árum, en meðan hún var í stjórnarandstöðu var hún manna hörðust í gagnrýni sinni á þá sem taldir voru brjóta eldri jafnréttislög.

Það eru því nöturleg örlög Jóhönnu, að verða fyrsta manneskjan í ráðherraembætti til að brjóta nýju og skeleggari lög um jafnréttismál og mun verða henni til háðungar, þegar stjórnmálaferill hennar verður rifjaður upp, en það mun þó verða sár upprifjun fyrir alla, því verri ríkisstjórn hefur ekki setið í landinu frá lýðveldisstofnun.

Til að kóróna alla vitleysuna í kringum þetta mál, lætur Jóhanna frá sér fara þá endemis dellu að skipa nýja nefnd til að rannsaka niðurstöðu Kærunefndar jafnréttismála, sem fór ofan í og úrskurðaði um afgreiðslu Jóhönnu og "óháðrar" nefndar á ráðningu í hið umdeilda skrifstofustjórastarf.

Fréttin af þessu máli endar svona: "Jóhanna segist ekki hafa viljað ganga gegn niðurstöðu ráðgjafa sem hafi lagt faglegt mat á umsóknir. Vill ráðherra að "hlutlaus rýnihópur" fari yfir störf kærunefndarinnar."

Verður hægt að slá vitleysuna í stjórnsýslunni út, eftir að skipaður hefur verið "hlutlaus rýnihópur" til að rannsaka hlutlausa kærunefnd sem hefur úrskurðað um afgreiðslu hlutlausrar ráðninganefndar?

Þetta slær jafnvel út klúðrið um stjórnsýsluráðið, sem nýtur stuðnings minnihluta Alþingis og þjóðar og mun því aldrei verða marktækt, eða niðurstöður þess til nokkurs nýtar.


Bloggfærslur 25. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband