19.3.2011 | 21:15
Jón Gnarr eineltur?
Í fyrsta skipti á borgarstjórnarferli sínum hefur Jón Gnarr og meirihluti hans í borgarstjórninni lent í verulega kröppum sjó. Á bátinn gefur svo hraustlega vegna illa unninna tillagna meirihlutans um sparnað og sameiningu skóla borgarinnar.
Í öllum hverfum borgarinnar hefur nánast orðið uppreisn foreldra leik- og grunnskólabarna, sem fjölmennt hafa á fundi meirihlutans, þar sem tilkynna hefur átt um þær breytingar sem meirihlutinn hafði ákveðið í þessum efnum.
Svo langt hefur gengið á fundunum að fundarmenn hafa tekið stjórnina í sínar hendur og samþykktar hafa verið ályktanir gegn áformum Jóns Gnarr og félaga og fundarstjóra þeirra hefur hvarvetna verið bylt úr embætti og nýr skipaður.
Þar sem foreldrar úr öllum skólahverfum borgarinnar taka þátt í þessari baráttu gegn áformum borgarstjórans og félaga hans, hlýtur sú spurnig að vakna hvort svona uppreisn flokkist ekki undir hreint einelti í garð Jóns Gnarr.
Borgarstjórinn ætti að kalla til dómskvadda matsnefnd til að skera úr málinu.
![]() |
Fékk aðeins eitt atkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.3.2011 | 07:52
Icesave og hagvöxturinn
Hagvöxtur hefur verið mun minni en ríkisstjórnin hafði spáð og reyndar gumað sig af þangað til hagtölur birtust um annað og það sem meira er, er að nú þegar er farið að draga úr hagvaxtaspám fyrir þetta ár, eða úr 3,2% í 1,9%.
Í vikunni sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, að hvert prósent í hagvexti skilaði þjóðarbúinu 15 milljarða tekjum og það sem uppá vantar í hagvexti, miðað við spár og fyrirætlanir, skiptir því tugum milljarða króna. Tekjutapinu vegna baráttu ríkisstjórnarinnar gegn atvinnuuppbyggingu þarf síðan að mæta annaðhvort með enn meiri niðurskurði ríkisútgjalda en þegar er orðið, eða með miklum skattahækkunum ofan á skattahækkanabrjálæðið sem þegar hefur bitnað á þjóðinni.
Ofan á allt þetta krefjast Jóhanna og Steingrímur þess, að þjóðin gangist undir viðbótarskattaþrældóm fyrir Breta og Hollendinga vegna krafna sem almenningi eru óviðkomandi, fyrir upphæð sem enginn veit hvort verður 60 milljarðar króna eða 240 milljarðar.
Jafnvel þó miðað sé við lægstu upphæðina, jafngildir hún 4% töpuðum hagvexti, sem aftur þýðir enn meiri niðurskurð ríkisútgjalda og skattpíningu. Aldrei er minnst á það einu orði í áróðrinum fyrir samþykkt þrælalagannna hvaðan eigi að taka peningana til að greiða þessa ólögmætu kröfu, þvert á móti er því vandlega haldið utan umræðunnar hvílíkar álögur hér er um að ræða fyrir væntanlega skattaþræla hér á landi.
Verði skattaþrældómurinn samþykktur þann 9. apríl, þarf að reiða fyrstu greiðslu af hendi strax um miðjan apríl og nemur hún um 26,1 milljarði króna. Það vantar algerlega að útskýra hvernig í ósköpunum mönnum dettur í hug að bæta þessu ofan á allt það sem ríkissjóður þarf raunverulega að standa skil á.
Varla verða þeir teknir undan kodda fjármálaráðherrans, enda blankheitin á ríkissjóði svo mikil um þessar mundir að líklega er ekki einu sinni neinn koddi fyrir hendi lengur.
![]() |
Viðkvæm staða ríkissjóðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.3.2011 | 07:19
Ekki skánar hugmyndin við endurbirtingu fréttarinnar
Hugmyndin um rafmagnssölu til meginlands Evrópu um sæstreng batnar ekki við endurbirtingu fréttarinnar um áhuga Breta kaupum á rafmagni sem flutt yrði frá Íslandi, líklega vegna þess að Bretar og aðrar Evrópuþjóðir þurfa að loka kjarorkuverum sínum á næstu árum.
Þar sem fréttin er endurflutt óbreytt á mbl.is frá gærdegi, leyfi ég mér að endurnýta bloggfærslu mína frá því í gær, þar sem fjallað er um þessa fáránlegu hugmynd. Það blogg má lesa HÉRNA
![]() |
Rætt um rafstreng til Bretlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)