4.10.2011 | 20:08
Meingölluð tillaga um "sannleiksnefnd"
Nokkrir þingmenn, undir foystu Björgvins G. Sigurðssonar, flutt tillögu á Alþingi um að skipuð verði "sannleiksnefnd" til þess að rannsaka svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál, sem síendurtekið koma til umræðu í þjóðfélaginu, þar sem skiptst er á skoðunum um réttmæti dómanna í málunum og oft á tíðum eru stóru orðin ekki spöruð á báða bóga.
Hæstiréttur hefur í tvígang hafnað endurupptöku málanna, þar sem rétturinn hefur ekki talið að nein ný gögn hafi komið fram, sem kollvarpi upphaflegri rannsókn og dómum. Um þetta er deilt endalaust og einhvern veginn þyrfti að koma þessum málum út úr umræðunni í eitt skipti fyrir öll.
Tillaga Björgvins og félaga er þó meingölluð, þar sem aðeins er lagt til að reynslumikill fjölmiðlamaður, lögfræðingur og sagnfræðingur (ekki er tekið fram að þeir þurfi að hafa neina reynslu) rannsaki öll gögn málsins og skili skýrsu til Alþingis innan eins árs. Ekki er tekið fram í tillögunni hvað Alþingi eigi svo að gera við skýrsluna, eða niðurstöðuna á hvorn veginn sem hún yrði.
Greinargerðin með tillögunni er algerlega afdráttarlaus um sakleysi allra sem dóma fengu vegna málanna og þar með vaknar spurning um til hvers Björgvin og félagar ætlast af "sannleiknsnefndinni".
Hver sem niðurstaða Björgvins og félaga er, eða "sannleiksnefndarinnar" verður er staðreyndin sú, að enginn getur fellt endanlegan dóm nema Hæstiréttur og til að hann endurskoði fyrri dóma, þarf væntanlega að leggja fram ný og skotheld gögn, sem sanni sakleysi hinna dæmdu.
![]() |
Vilja sannleiksnefnd um Geirfinnsmálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.10.2011 | 16:33
Reykingar samkvæmt læknisráði?
Enn á ný hefur verið flutt tillaga á Alþingi um að gera tóbak lyfseðilsskylt og að það verði eingöngu selt í lyfjaverslunum.
Sífelldur niðurskurður hefur verið í heilbrigðiskerfinu á undanförnum árum og álag á lækna og hjúkrunarfólk aukist ár frá ári og skortur er orðinn á heilsugæslulæknum, enda þarf fólk að bíða árum saman eftir föstum heimilslækni, ef það fær hann þá nokkurn tímann.
Að ætlast til þess að reykingafólk framtíðarinnar fari reglulega á heilsugæslustöðvarnar til að fá "lyfseðil" fyrir kartoni af sígarettum er svo geggjuð hugmynd, að ótrúlegt er að nokkrum manni, sem vill láta taka sig alvarlega, skuli detta annað eins í hug. Þeir sem ekki hafa aðgang að heimilislæknum gætu þá þurft að leita á bráðadeildir sjúkrahúsanna til að ná í "lyfseðil" fyrir tóbakinu sínu og hljóta allir að sjá að slíkar deildir hafa í nógu öðru að snúast en að útvega fólki tóbak.
Til að aðrir þingmenn þurfi ekki að liggja undir grun um að taka þátt í þessum ótrúlega tillöguflutningi, er rétt að láta fljóta með hverjir flutningsmennirnir eru, en það eru Siv Friðleifsdóttir, Þuríður Backman, Ásta R. Jóhannesdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Álfheiður Ingadóttir og Eygló Harðardóttir.
![]() |
Tóbak verði bara selt í apótekum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.10.2011 | 13:44
Líflátshótanir?
Skothlkin sem fundust fyrir framan Alþingishúsis við þrif eftir mótmælin í gærkvöldi, hljýtur að hafa verið hent að húsinu þann dag, þar sem áður var búið að þrífa upp eftir ofbeldis- og óþjóðalýðinn sem lét til sín taka í skjóli mótmælanna við þingsetninguna tveim dögum áður.
Varla er hægt að líta á fund þessara skothylkja öðruvísi en sem hótun einhvers glæpamanns, eða hóps slíkra, um beitingu vopna gegn þingmönnum og/eða lögreglumönnum sem sinna skyldum sínum við að halda uppi röð og reglu á mótmælafundum og öðrum stórum samkomum.
Þessi skot sýna enn og aftur að héðan í frá verður lögreglan að taka mun harðar á þeim óþjóðalýð sem nýtir sér slíka mótmælafundi til að fullnægja skrílseðli sínu, siðleysi og virðingarleysi fyrir eignum og lífi samborgara sinna.
Heiðarlegir mótmælendur þurfa einnig að fylgjast með þeim sem lauma sér í raðir þeirra í því eina skini að sinna óeðli sínu og jafnvel beita borgaralegum handtökum í því skyni að uppræta glæpi þessara siðblindingja.
![]() |
Fundu skothylki við þinghúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
4.10.2011 | 11:18
Gungur á ríkisráðsfundi
Ruddaleg framkoma Ólafs Ragnars Grímssonar í garð Alþingis og þingmanna að undanförnu, gaf Jóhönnu Sigurðardóttur og Svandísi Svavarsdóttur og einhverra fleiri þingmanna, tilefni til að svara fyrir sig við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra og harmaði t.d. Álfheiður Ingadóttir að hafa ekki mátt svara óhróðri forsetans úr ræðustóli Alþingis við þingsetninguna þann 1. október.
Ríkisráðsfundur var haldinn á Bessastöðum í gær og hefði þá mátt ætla að ráðherrarnir nýttu tækifærið til þess að láta skoðanir sínar í ljós á framgöngu forsetans undanfarið, en eins og við var að búast af ráðherraliðleskjunum, þá þögðu þeir þunnu hljóði við þetta tækifæri og létu bara mynda sig brosandi með forsetanum, eins og ekkert hefði í skorist.
Eins tímbært og það var orðið að þingmenn létu forsetann heyra hve ómálefnalegur og ósannsögull hann hefur verið um "frumkvæði" sitt að því að vísa Icesavelögunum í þjóðaratkvæði og önnur "afrek" sín á forsetastóli ásamt því að breiða yfir klappstýruhlutverk sitt í útrásinni, þá létu þessir sömu ráðherrar og stóryrtastir voru í þingræðum sínum um forsetann tækifærið algerlega ónotað til að láta skoðun sína í ljós á framferði hans.
Því miður benda nýjustu uppákomur Ólafs Ragnars til þess að hann hyggi á framboð enn á ný næsta vor og það sem verra er, er að líklega myndi hann ná kosningu enn og aftur.
![]() |
Forseta lagðar línur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)