20.10.2011 | 19:42
Vígin falla, eitt og eitt
Hæstiréttur hefur staðfest dóm undirréttar um að gegnistryggðir fjármögnunarleigusamningar lánafyrirtækjanna séu í raun lánasamningar en ekki leigusamningar, eins og bankarnir hafa reynt að hanga á, til þess að þurfa ekki að endurreikna þá yfir í íslenskar krónur eins og aðra ólöglega gengisviðmiðaða lánasamninga.
Bankarnir hafa verið ótrúlega þrjóskir að viðurkenna ólögmæti hinna ýmsu lánsforma sinna og lánþegar hafa þurft að reka mál fyrir dómstólum vegna hverrar einustu tegundar af þeim leigu- og lánssamningum sem bankarnir settu saman fyrir hrun, en þær nema tugum. Þessi þrjóska bankanna vegna fjármögnunarleigunnar hefur fyrst og fremst bitnað á verktakafyrirtækjum og mörg þeirra farin í þrot vegna þeirrar tafar sem orðið hefur á lokaniðurstöðu þessara málaferla.
Vonandi fer deilum vegna þessa lánaforms eða hins að ljúka, svo fyrirtæki geti farið að snúa sér að öðru en að standa í málaferlum við viðskiptabanka sína.
![]() |
Bankinn vel í stakk búinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2011 | 09:33
ESB vill skjóta sendiboðann
Framkvæmdastjórn ESB hefur undanfarið leitað logandi ljósi að lausnum á skuldavanda evruríkjanna og gegnið erfiðlega að ná samstöðu um leiðir til varanlegrar lausnar, enda erfiðleikarnir miklir.
Nú hefur framkvæmdastjórninni dottið það snjallræði í hug, að banna lánshæfismatsfyrirtækjunum að birta mat sitt á skuldsetningu sambandsríkjanna og möguleikum þeirra til að endurgreiða lán sín. Lánshæfismötin hafa verið lánadrottnum til viðmiðunar um þá áhættu sem þeir taka þegar ákvarðanir til einstakra ríkja og stórfyrirtækja eru ákveðin.
Sú lausn á vandamálum, að skjóta þann sem boðar válegu tíðindin, hefur fram að þessu verið talin bæði ómerkileg, lítilmannleg og gagnslaus. Ekki síður hefur hún verið talin merki um örvæntingu og ráðaleysi þess, sem svo lágt leggst að drepa sendiboðann í stað þess að einbeita sér að lausn hins raunverulega vanda.
Vonandi finnur ESB betri leiðir út úr vandamálum sínum, því hrun í Evrópu mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan efnahag, sem ekki má við frekari hremmingum en íslensku ríkisstjórnina.
![]() |
Vilja banna birtingu lánshæfiseinkunna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)