20.1.2011 | 23:09
Jóhanna skreytir sig með stolnum fjöðrum
Jóhanna Sigurðardóttir sagði í Bretum í dag að þeir gætu tekið Íslendinga til fyrirmyndar varðandi fæðingarorlof og nefndi sem dæmi, að byggju Bretar við íslenska kerfið væri David Cameron, forsætisráðherra, líklega í fæðingarorlofi núna, enda tiltölulega nýbúinn að eignast barn með konu sinni.
Jóhanna hefði átt að láta þess getið að fæðingarorlofið íslenska, sem er níu mánuðir, var leitt í lög af Sjálfstæðisflokknum, eins og flest annað sem til heilla hefur horft fyrir íslenska þjóð.
Það er alltaf gaman að skreyta sig með fallegum fjöðrum á erlendri grundu. Skemmtilegra væri þó, ef þær væru ekki stolnar.
![]() |
Cameron fræddur um íslenska fæðingarorlofið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.1.2011 | 15:45
Bauð Birgitta Assange í heimsókn til Alþingis?
Forseti Alþingis upplýsti fyrir stuttu að ekki væri vitað hver hefði komið "njósnatölvu" fyrir í húsnæði því sem Hreyfingin hefur til umráða fyrir þingmenn sína, en greinilega hefði fagmaður verið að verki, sem afmáð hefði allar vísbendingar af tölvunni, svo sem framleiðslunúmer ásamt því að þurrka af henni öll fingraför.
Á svipuðum tíma og þetta gerðist var Julian Assange hér á landi og meðal annars bauð Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, honum í veislu í bandaríska sendiráðið, einungis til að storka og hæða sendifulltrúa Bandaríkjanna, enda hafði Assange þá undir höndum tölvusamskipti bandaríska utanríkisráðuneytisins við sendiráð Bandaríkjanna vítt um heiminn, einmitt nýlega stolin eins og Birgitta upplýsti sjálf í viðtali við erlenda fjölmiðla.
Óhjákvæmilega beinist grunur að Birgittu í þessu máli og verður að krefjast þess að hún sverji af sér alla vitneskju um málið og það verður hún að gera úr ræðustóli Alþingis og þar á eftir verður að ætlast til þess að hver einasti þingmaður geri slíkt hið sama.
Svo alvarlegt tilræði er þetta við fullveldi þjóðarinnar og löggjafarsamkunduna að ekki verður við unað að grunur geti beinst að þingmönnum um þátttöku í slíkum svikum við þjóð sína.
![]() |
Fagmaður að verki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
20.1.2011 | 13:20
Var Assange á landinu á þessum tíma?
Í því opna og gagnsæja stjórnkerfi sem tíðkast hér á landi um þessar mundir og þar sem allir hlutir eru uppi á borðum, er nú, tæpu ári eftir að atburðurinn gerðist, verið að upplýsa að tilraun hafi verið gerð til þess að brjótast inn í tölvukerfi Alþingis, væntanlega til að stela þaðan öllum gögnum þingsins og þingmanna.
Það vekur sérstaka athygli að tölvan sem nota átti til verknaðarins fannst í húsnæðinu sem þingmenn Hreyfingarinnar hafa til að sinna störfum á vegum Alþingis. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, eyddi á þessum tíma miklu af starfskröftum sínum í þágu Wikileaks og þarf því engan að undra að grunsemdir beinist strax að henni og tengslum hennar við forystumenn Wikileaks.
Um svipað leyti og þetta gerðist var Julian Assange, stofnandi Wikileaks, staddur hér á landi og m.a. bauð Birgitta honum með sér í veislu í bandaríska sendiráðið og þótti henni það rosalega sniðugt, ekki síst í ljósi þess að á þeim tíma væri hann nýbúinn að fá í hendurnar stolna stjórnarráðspósta bandarískra sendiráðsmanna vítt og breitt um heiminn.
Nú hlýtur Birgitta að stíga fram og sverja og sárt við leggja að hún hafi ekki haft nokkuð með þessa meintu tölvuinnrás að gera, ekki vitað um tölvuna né hver gæti hafa komið henni fyrir. Síðan hlýtur að verða gengið á sama hátt á hvern einasta þingmann og upplýsist málið ekki á þann veg, verður vitnisburður þeirra a.m.k. til og fyrir hendi, ef og þegar málið upplýsist.
Allt verður að gera sem í mannlegu valdi stendur til að komast til botns í þessu máli, enda er hér um grófustu árás á fullveldi landsins að ræða frá stofnun þess.
![]() |
Þingmenn vissu ekki um tölvuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)