Árás á réttarkerfið

Einhverjir félagar "níumenninganna" boða til aðgerða gegn réttarkerfinu í landinu í fyrramálið og segir í tilkynningu þeirra að "ætlunin sé að sýna níumenningunum samstöðu fyrir utan eða inni í Héraðsdómi á morgun, fimmtudag, kl 11:00 og fram eftir degi."

Ekki er hægt að líta á svona herútboð öðruvísi en sem hvatningu um árás á dómstólinn og tilraun til að kúga hann til að kveða upp dóm sem "stuðningsmönnunum" líkar og annars megi dómarinn búast við hverju sem er af hálfu þessara óeirðaseggja.

Svona árás á Héraðsdóm og dómara hans getur enginn heiðvirður borgari stutt, burtséð frá skoðunum á því hvort sakborningarnir séu sekir eða saklausir.  Það er hlutverk dómarans að komast að niðurstöðu um hvort er og kveða upp dóm í samræmi við það.  Aðrir en sækjandi og verjandi eiga ekki að reyna að hafa áhrif á niðurstöðuna og allra síst einhverjir óeirðaseggir.

Verður næst boðað til útifundar við dómshúsið til stuðnings morðingjum eða nauðgurum? 


mbl.is Boða til mótmæla við Héraðsdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grímurnar segja margt um hugarfarið

Héraðsdómur úrskurðar innan ekki langs tíma um sekt eða sakleysi "níumenninganna" svokölluðu, sem ákærðir hafa verið fyrir líkamsmeiðingar og árás á sjálfstæði Alþingis þann 8. desember 2008.

Ekkert skal hér fullyrt um niðurstöðu dómsins, sem auðvitað hlýtur að byggjast á þeim sönnunargögnum sem saksóknari leggur fyrir dóminn ásamt framburði ákærða og vitna, sem bæði sækjandi og verjandi munu leiða fram fyrir dómarann.

Eitt atriði bendir þó til ills ásetnings af hálfu sumra sem við sögu komu í þessum atburðum, en það eru andlitsgrímurnar sem sumir þátttakendur báru til að reyna að leyna því hverjir þeir væru. Fólk, sem mætir til fundarhalda klætt í búninga sem glæpamenn nota yfirleitt við sína iðju, gefur fyllilega til kynna að það sé ekki mætt á staðinn til friðsamlegrar þátttöku í þeim viðburðum sem það sækir og tekur þátt í.

Grímuklætt fólk, sem ryðst í hópum inn í opinberar byggingar, heimili manna eða fyrirtæki og stympist við lögreglumenn sem reyna að stugga þeim í burtu, gefur síður en svo í skyn að um kurteisisheimsóknir sé að ræða og verður því að búast við að á móti því sé tekið eins og glæpamönnum, enda erfitt að skera úr um að slíkir séu ekki á ferðinni.

Sá sem ekki þorir að sýna andlit sitt á almannafæri, ætti ekki að sækja á staði þar sem líklegt er að lenda í fjölmenni.


mbl.is Skýrslutökum lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur hefur sjálfur valdið meiri skaða en "níumenningarnir"

Össur Skarphéðinsson, ESBráðherra, sagði sem vitni fyrir dómi í máli "níumenninganna" að hann hefði á þingferlinum heyrt meiri hávaða í þinghúsinu en þeir og félagar þeirra ollu með látum sínum daginn sem þeir voru handteknir.

"Níumenningarnir" eru reyndar ekki fyrir rétti vegna hávaðamengunar í þinghúsinu, heldur fyrir líkamsmeiðingar og atlögu að sjálfstæði Alþingis og hefði getað framið þá meintu glæpi steinþegjandi og hljóðalaust og jafnvel án þess að Össur yrði þess var.

Össur réðst sjálfur inn í þinghúsið með ólátum þegar hann var í Háskólanum, en hafði svo sem engin áhrif með þeim hávaða sem hann og félagar ollu þá, en núna eftir að hann er sjálfur orðinn þingmaður og ráðherra hefur hann valdið þjóðinni meiri skaða og dýrari heldur en "níumenningarnir" og allir félagar þeirra hafa haft aðstöðu til að valda.

ESBráðherrann, Össur, vinnur að því öllum árum að ljúga og véla landið og þjóðina inn í stórríki Evrópu og leyfir sér að eyða milljörðum króna af eignum þjóðarinnar í þá svikastarfsemi. Ekki finnst þeim ríkisstjórnarfélögum nóg að gert með slíku óhæfuverki, heldur kóróna allt saman með því að vinna öllum árum að því að selja landa sína í skattaþrældóm til áratuga í þágu útlendinga sem blóðhefnd fyrir glæpi Landsbankamann með Icesavessvikin.

Mál "níumenninganna" er hjóm eitt í samanburði við misgjörðir Össurar og ríkisstjórnarinnar í heild og innan ekki allt of langs tíma hljóta þessir ráðherrar að þurfa að svara fyrir gerðir sínar fyrir Landsdómi, eins og þeir hafa sjálfir gefið fordæmi um í málum annarra ráðherra.


mbl.is Heyrt meiri hávaða úr ræðustól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. janúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband