22.9.2010 | 14:02
Pálmi og Jón Ásgeir pumpuđu loftinu í Icelandair
Ţađ hlýtur ađ vera nokkuđ óvenjulegt ađ forstjóri eins fyrirtćkis skuli halda fyrirlestur á fundum Samtaka um verslun og ţjónustu um rekstur helsta keppinautinn á markađinum og kryfja ţar bćđi eignir, skuldir, rekstur og eigiđ fé. Ţetta átti sér ţó stađ nýlega, ţegar Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express fjallađi á fundi samtakanna um Icelandair, ţó eđlilegra hefđi mátt telja ađ hann fjallađi um sitt eigiđ félag, tilurđ ţess og viđskiptafléttur međ ţađ fyrir nokkrum árum, misfallegar og -heiđarlegar.
Í fréttinni er ţetta sagt m.a: "Slík bókfćrsla rifji ađ mati Matthíasar upp minningar frá árinu 2007 ţegar ţađ hafi tíđkast ađ setja loft í efnahagsreikninga félaga. Viđskiptavild upp á 16 til 18 milljarđa króna og réttur á flugvallarstćđum séu bókfćrđar sem óefnislegar eignir í bókum Icelandair. Viđskiptavildin sé metin á himinháa fjárhćđ og sé til ađ mynda mun meiri en hjá British Airways ţar sem hún sé 40 milljónir punda eđa á áttunda milljarđ króna."
Matthías hefđi mátt minnast á ţađ, ađ á ţessum tíma átti Pálmi í Iceland Express stóran hlut í Icelandair, ásamt "viđskiptafélaga" sínum Jóni Ásgeiri í Bónus og fleirum og ţeir afrekuđu m.a. ađ kaupa og selja flugfélagiđ Sterling á milli sín og blása upp efnahagsreikninga félaganna á víxl, međ hćkkun á mati flugfélagsins úr 5 milljörđum króna í tuttugu milljarđa á örfáum mánuđum, ţrátt fyrir ađ Sterling vćri rekiđ međ gríđarlegu tapi allan tímann og fćri svo á hausinn nokkru síđar.
Einnig afrekuđu ţeir félagar ađ skipta upp félaginu FL Group (síđar Stođir) og selja frá ţví eignir, t.d. Icelandair á rugluđu verđmati og létu fylgja ţví svo miklar skuldir, ađ vonlaust var ađ félagiđ gćti nokkurn tíma ráđiđ viđ ţćr. Ţađ var einmitt á ţessum tíma sem "loftiđ" kom inn í efnahagsreikning félagsins vegna ćvintýramennsku Pálma og félaga.
Pálmi kom síđan Iceland Express og Asterus undan ţrotabúi Fons á spottprís og allt bendir til ţess ađ fléttan međ Icelandair hafi veriđ til ţess gerđ ađ koma ţví félagi á hausinn, svo Pálmi sćti einn ađ markađinum međ sitt félag, ţ.e. Iceland Express.
Svona gerđust nú kaupin á eyrinni á "velmekatarárum" Jóns Ásgeirs, en velmektarár Pálma í Iceland Express virđast alls ekki liđin.
![]() |
Icelandair fullt af lofti |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
22.9.2010 | 10:58
Jón Gnarr og skćlubókin
Jón Gnarr hefur ţann háttinn á, áđur en hann fer í háttinn, ađ gráta í opinberu skćlubókina sína, sem hann birtir á netinu, en ţar skráir hann skćlur sínar reglulega um vonsku heimsins, hvađ hann sé misskilinn snillingur, höfuđverk, leiđindi fundanna sem hann neyđist til ađ sitja, skapvonsku sína, undrun á ţví ađ ćtlast sé til ađ hann sinni embćttinu eins og mađur og annađ ţađ, sem fer í hans viđkvćmu taugar ţann daginn.
Nýjasta fćrslan í skćlubókina hljóđar svona: "Fundi númer tvö í borgarstjórn lokiđ. Náđi reyndar bara hálfum fyrsta fundi vegna embćttiserinda til útlanda. Kominn heim sorgmćddur og hugsi. Hvađ er ađ starfsháttum í stjórnmálum á Íslandi? Ţrćtur, klćkir og rifrildi. Er ţetta svona allsstađar? Skilst ađ Alţingi sé í svipuđum gír. Er hćgt ađ breyta ţessu?"
Ţessar skćlur eru bókfćrđar eftir borgarstjórnarfund, ţar sem stjórnarandstađan óskađi eftir umrćđu um hvernig vinnu viđ fjárhagsáćtlun borgarinnar miđađi og beindi spurningum til borgarstjórans varđandi máliđ. Eins og venjulega stóđ Jón Gnarr algerlega á gati, ţegar reynt er ađ rćđa viđ hann um alvarleg og brýn mál borgarinnar, enda tók hann ekki ţátt í umrćđunum og svarađi engri spurningu, sem ađ honum var beint.
Auđvitađ hljóta allir ađ vera hćttir ađ reikna međ ađ borgarstjórinn sé inni í nokkru máli, sem viđkemur borginni og stofnunum hans, en međan hann gegnir ţessu hćst launađa embćtti borgarkerfisins, verđur hann ţó ađ neyđast til ađ sitja undir ţessari leiđinlegu tilćtlunarsemi um ađ hann geti svarađ einföldum spurningum um ţađ sem er ađ gerast hjá meirihlutanum.
Nú eru hveitibrauđsdagar borgarstjórnarmeirihlutans og Jóns Gnarrs, sem borgarstjóra, liđnir og ţví má reikna međ ađ fćrslurnar í skćlubókina verđi međ ć dapurlegri svip á nćstunni.
![]() |
Sorgmćddur eftir borgarstjórnarfund |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (32)