Lögbrjótur í ráðuneyti

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, var dæmd sem lögbrjótur í Héraðsdómi í dag vegna neitunar hennar á að staðfesta aðalskipulag Flóahrepps, en það gerði hún í anda þeirrar stefnu VG, að berjast gegn hvers konar atvinnuuppbyggingu, en með lögbroti sínu hugðist Svandís stöðva frekari virkjanir í Þjórsá.

Svandís sýndi fyrr í dag, að hún hikar ekkert við að túlka lög eftir sínu eigin höfði, en þá sagði hún um þá niðurstöðu nefndar um kaup Magma á HS orku, að kaupin hefðu verið fullkomlega lögleg, að hún ætlaði að "skoða" hvort ekki væri hægt að brjóta þau lög, t.d. með því að framkvæma ekki lögin sjálf, heldur "anda laganna".

Með þessu hefur Svandís sýnt að brotavilji hennar er staðfastur og að hún hiki ekki við að brjóta lög við framkvæmd tafa- og skemmdarverkastefnu VG í atvinnumálum.

Ráðherra, sem fær á sig dóm fyrir lögbrot og virðist einskis iðrast, eða sýna bætingu á hegðun sinni, ætti ekki að vera í valdaembætti.


mbl.is Synjun ráðherra ógilt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hneyksli á Alþingi

Alger upplausn varð á Alþingi og þingfundi var skyndilega frestað eftir að Atli Gíslason flutti framsögu um tillögu nefndar sinnar um að stefna fjórum fyrrverandi ráðherrum fyrir Landsdóm og ekki síst þegar hann upplýsti að tillagan væri byggð á leynigögnum, sem þingmenn myndu ekki fá að sjá eða kynna sér.

Slíkri aðferð hefur einu sinni áður átt að beita á Alþingi, en það var þegar Steingrímur J. ætlaði að keyra Icesave"samninginn" ofan í kok á þingheimi óséðum, en varð að falla frá þeirri fyrirætlan, enda létu þingmenn ekki bjóða sér slík vinnubrögð þá og gera varla nú, þegar ætlast er til að þeir afgreiði tillögu um að ákæra ráðherra, nánast fyrir landráð.

Mbl.is orðar þessa upplausn á þinginu á snyrtilegan hátt, þegar sagt er:  "Eftir framsöguræðu Atla settist þingmannanefndin á fund og einnig var haldinn fundur forseta Alþingis með þingflokksformönnum í hádeginu. Eftir því sem mbl.is kemst næst varð niðurstaðan sú, að fresta þingumræðunni til mánudags og meta um helgina hvort veita eigi þingmönnum aðgang að gögnum þingmannanefndarinnar og þá að hvaða gögnum." 

Burt með allt pukur, þingið sameini tillögurnar og stefni a.m.k. sex ráðherrum fyrir Landsdóminn og hætti öllum pólitískum hrossakaupum um þetta alvarlega mál.  Þessi málsmeðferð er ekki bjóðandi í þjófélagi, sem á að kallast siðað.


mbl.is Umræðu frestað til mánudags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leynilegar ákærur - nýtt þinghneyksli?

Stórundarlegt atburðir virðast vera að gerast á Alþingi, þar sem grundvöllur ákæra á hendur nokkrum ráðherrum í "hrunstjórninni" eru meðhöndlaður eins og ríkisleyndarmál og þingmenn eiga ekki að fá að vita á hvaða rökum ákærurnar eru byggðar.  Minnir þetta á pukur Steingríms J. með Icesavesamninginn, sem Alþingi átti að samþykkja óséðan og án þess að vita nokkuð um innihald hans.

Nokkrir þingmenn óskuðu eftir því á Alþingi í morgun að fá að sjá þau gögn, sem Atlanefndin byggði tillögur sínar um kærurnar á, en samkvæmt fréttinni voru viðbrögðin þessi:  "Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, sagði hins vegar að þingmannanefndin hefði m.a. sett sér verklagsreglur, þar sem segði að gögn sem varðar ráðherraábyrgð sé bundin trúnaði. Meðal annars hefði verið kallað eftir gögnum frá sérfræðingum og að minnsta kosti tveir þeirra hefðu ekki samþykkt að vinnugögn þeirra yrðu lögð fram opinberlega."

Vinnubrögð Atlanefndarinnar varðandi ákærurnar á ráðherrana er algerlega óviðunandi og bara það, að afgreiða málið með þrem álitum út úr nefndinni, er hneyksli út af fyrir sig.  Alþingi getur ekki verið þekkt fyrir svona vinnubrögð hvað eftir annað og verður nú að gera það sem gera þarf, til að bjarga andlitinu varðandi þessar kærur.

Að sjálfsögðu er það svo sjálfsagt og eðlilegt að birta öll gögn varðandi undirbúning málsins, að slíkt ætti ekki einu sinni að þurfa að nefna og úr því sem komið er, verður að vísa málinu til nefndar, þar sem tillögurnar verði samræmdar og a.m.k. tveim ráðherrum bætt á listann þ.e. Jóhönnu Sigurðardóttur og Össuri Skarphéðinssyni, auk þeirra Geirs Haarde, Árna Matt., Ingibjörgu Sólrúnu og Björgvini G.

Úr þessari dellu verður ekki bætt, nema með einróma samþykkt Alþingis um að stefna öllum þessum sex ráðherrum fyrir Landsdóm.


mbl.is Umræða um ákærur að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband