Grátbrosleg viðbrögð við Hæstaréttardómi

Þegar Hæstiréttur dæmdi gengisviðmiðun íslenskra krónulána ólögmæta mærði þjóðin Hæstarétt fyrir réttsýni sína og að hann skyldi dæma skuldurum "í hag", en hinum hræðilegu fjármagnseigendum "í óhag".  Hæstiréttur á auðvitað ekki að dæma eftir tilfinningum dómaranna eða skapi þeirra í það og það skiptið, heldur eingöngu eftir lögum landsins og engu öðru.

Núna þegar rétturinn dæmir fjármagnseigendunum "í hag" og skuldurum "í óhag" snýst almenningsálitið umsvifalaust gegn Hæstarétti og hann sakaður um að láta stjórnast af bönkunum, ríkisstjórninni eða jafnvel einhverri mafíu spillingarafla.  Þó ekki sé búið að birta allan rökstuðning dómsins opinberlega, er greinilegt af fyrstu viðbrögðum að hjarðhegðun þjóðfélagsins er komin á fullan skrið, frá því að elska Hæstarétt og dýrka, í áttina að hatri á honum og fyrirlitningu.

Þetta voru algerlega fyrirséð viðbrögð, enda hjarðhegðun oftast alveg fyrirséð og því lítið óvænt í þeim efnum.  Þessi viðsnúningur almennigsálitsins verður þó að teljast grátbroslegur, þar sem afstaða er eingöngu tekin út frá eigin hag og öðrum aðstæðum eða rökum alls ekki.

Fyrr í dag var fjallað um hvort Hæstiréttardómararnir yrðu dæmdir skúrkar eða hetjur af almenningsálitinu og spunnust um það nokkrar umræður.  Þær má sjá HÉRNA


mbl.is Óbreytt vaxtakjör stóðust ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæstiréttur: Hetja eða skúrkur?

Þegar Hæstiréttur felldi þann dóm 16. júní s.l. að gengistrygging lána með höfuðstól í íslenskum krónum væri ólögleg, fagnaði almenningur og þakkaði sínum sæla fyrir Hæstarétt og taldi að loksins sannaðist að rétturinn væri óháður og sanngjarn og tæki ekki við neinum fyrirmælum frá framkvæmdavaldinu varðandi dóma sína.

Í dag er væntanlegur annar dómur vegna "gengislánanna", nú vegna vaxta af þeim, og miðað við þá umræðu sem farið hefur fram undanfarið, mun Hæstiréttur annað hvort verða hetja á ný í augum almennings, ef hann dæmir að samningsvextir skuli gilda á lánunum,  eða hann verður í huga fólks alger skúrkur og drusla, sem aldrei geti tekið afstöðu með neinum, nema ríkinu og fjármagnseigendum, en þeir eru í hugarheimi margra orðnir að algerum óargadýrum, á meðan við skuldarar erum eina heiðvirða og mikilsmetna fólkið í þjóðfélaginu.

Spurningin sem brennur á allra vörum er, hvort í Hæstarétti sitji hetjur eða skúrkar.  Almenningur mun dæma um það eftir klukkan fjögur í dag og mun ekki þurfa langar vitnaleiðslur til að kveða upp sinn dóm, því niðurstaða hans hefur legið fyrir lengi.


mbl.is Dómur í gengislánamáli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingið sameinist um Landsdómskærur

Lögin um Landsdóm eru í fullu gildi, hvað sem fólki finnst um þau, og úr því að ákveðið hefur verið að stefna ráðherrum úr síðustu ríkisstjórn fyrir dóminn er afar mikilvægt að það verði ekki gert með pólitískum hrossakaupum og klíkuskap, t.d. með því að sleppa því að stefna ráðherrum, sem vitneskju höfðu um hvað var að gerast í aðdraganda bankahrunsins og áttu þátt í þeim aðgerðum/aðgerðaleysi, sem nú þykja falla undir saknæmt athæfi.

Viðbrögð við tillögum Atlanefndarinnar hafa valdið miklum titringi innan þingflokkanna, sérstaklega þingflokks Samfylkingarinnar, sem hefur brugðist við á þann einkennilega hátt að ætla sér að halda einhvers konar fyrirfram réttarhöld yfir fjórum fyrrverandi ráðherrum í þingflokksherbergi sínu, áður en málum verður vísað til Landsdómsins sjálfs.  Þetta er skrípaleikur, sem enginn getur tekið alvarlega og vandséð til hvers leikurinn er gerður, nema þingflokkurinn ætli sjálfur að kveða upp sektar eða sýknudóma.

Úr því sem komið er, getur þingheimur ekki verið þekktur fyrir annað en að sameinast um að stefna öllum þeim ráðherrum sem hljóta að vera samsekir, eða jafn saklausir, af vanrækslu í tíð fyrri ríkisstjórnar og ekki stefna bara sumum og sumum ekki, eftir einhverjum geðþótta einstakra þingflokka.

Það eina rétta í stöðunni fyrir þingheim er að stefna a.m.k. Geir Haarde, Árna Matt., Þorgerði Katrínu, Ingibjörgu Sólrúnu, Björgvini G., Össuri Skarphéðinssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur, þar sem þau áttu öll aðkomu að fundum og upplýsingum um hvað var að gerast í efnahags- og bankamálunum á árunum 2007-2008 og vissu öll af viðvörunum Seðlabankans um hvernig eigendur og stjórnendur bankanna væru búnir að koma bönkunum í þrot með glæpsamlegum rekstri þeirra.

Aldrei verður nokkur friður um þessi mál, nema öllum þessum ráðherrum verði gert jafnt undir höfði varðandi Landsdóminn.


mbl.is Yrðu yfirheyrðir og gætu kallað til vitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesaveleynimakk í fullum gangi

Viðskiptablaðið heldur því fram, að Bretar og Hollendingar séu búnir að semja nýtt gagntilboð fyrir Íslendinga að leggja fram og láta kúgararnir svo lítið, að lofa að samþykkja sitt eigið "tilboð" svo framarlega sem allir stjórnmálaflokkar á Íslandi samþykki þessa nýjustu fjárkúgunarkröfu.

Í nafni opinna og gagnsærra vinnubragða, þar sem allt er uppi á borðum, harðneitar fjármálaráðuneytið þessum fréttum, en viðurkennir þó að "samræður" séu í gagni á milli aðila, en gefur ekkert upp um hvað þær "samræður" snúast.

Í kosningunum 6. mars s.l. hafnaði þjóðin algerlega öllum fjárkúgunarkröfum Breta og Hollendinga vegna Icesave skulda Landsbankans, enda fáráðlegt að arður af rekstri bankans skuli ganga til eigenda hans á góðæristímum, en skattgreiðendur eigi að taka skellinn, þegar illa fer. 

Eðlilegast væri að benda kúgurunum á að snúa sér að skilanefnd gamla Landsbankans með erindi sitt og hætta að angra íslenska skattgreiðendur með áframhaldandi "samræðum" við útsendara sína í fjármálaráðuneytinu.  


mbl.is Nýtt Icesave-tilboð í undirbúningi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband