10.9.2010 | 18:50
Verður engum stefnt fyrir Landsdóm?
Þingnefnd Atla Gíslasonar, sem hefur það hlutverk að kanna og skila áliti um hvort og þá hverjum ráðherranna í síðustu ríkisstjórn verði stefnt fyrir Landsdóm, vegna hugsanlegrar vanrækslu í störfum í aðdraganda bankahrunsins 2008.
Nefndin hefur verið að störfum mánuðum saman og samkvæmt fréttum hefur hún haldið daglega fundi undanfarnar vikur og fjöldi lögspekinga komið fyrir nefndina til álitsgjafar. Einnig hefur komið fram að skýrsla nefndarinnar sé a.m.k. 300 blaðsíður og sýnir þetta allt saman hve yfirgripsmikið starf nefndarinnar hefu verið. Samt sem áður er það með ólíkindum, að nefndin skuli ekki vera komin að endanlegri niðurstöðu í málinu, hálfum sólarhring áður en hún á að skila áliti sínu til Alþingis.
Nefndin mun reyna fram á kvöld að komast að niðurstöðu í málinu, en þessi langi tími, sem farið hefur í verkið og sú staðreynd að niðurstaða skuli ekki vera fengin, bendir eindregið til þess að mikill vafi leiki á því að til sakfellingar myndi koma fyrir Landsdómi og nefndin muni því varla mæla með að dómurinn verði kallaður saman.
Hafa verður í heiðri þá sjálfsögðu reglu, að fólki sé ekki stefnt fyrir dómstóla nema meiri líkur en minni séu á að sekt verði sönnuð.
![]() |
Skýrslan prentuð í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.9.2010 | 11:12
Ótrúleg viðbrögð vegna hótana um Kóranabrennu
Ótrúleg móðursýki virðist hafa gripið heimsbyggðina vegna heimskulegra áforma prests í 50 manna örsöfnuði í þorpskrummaskuði í Bandaríkjunum, sem enginn hafði áður heyrt minnst á, um að efna til Kóranabrennu til að minnast árásanna á tvíburaturnana, sem áttu sér stað 11/09 2001. Allir helstu ráðamenn veraldar hafa risið upp og skorað á prestlinginn að hætta við brennuna, en hann var hinn þverasti þar til varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hringdi í rugludallinn og grátbað hann um að hætta við gjörninginn.
Þetta verða að teljast ótrúleg viðbrögð, því ekki hika múslimar við að svívirða og brenna biblíur og er skemmst að minnast þess, að Talíbanar myrtu níu vesturlandabúa vegna þess að þeir voru með biblíur í fórum sínum og varla þarf að reikna með að biblíunum hafi verið sýndur miklill sómi eftir morðin og reyndar alls ekki ólíklegt að þær hafi verið brenndar.
Múslimar hafa oft brennt biblíur í mótmælum sínum gegn vesturlöndum og önnur trúarbrögð en múslimsk eru ekki eingöngu illa séð í t.d. arabalöndum, heldur víða bönnuð með öllu og líflát liggur við því, að skipta úr múslimatrú í kristna trú. Ekki myndi veröldin ganga af göflunum, þó biblíur yrðu brenndar, hvort sem er í austurlöndum eða í stórborgum vesturlanda og alls ekki myndi komast í heimspressuna þó einhver öfgamaður í afskekktu þorpi léti sér detta slíkt í hug.
Öfgafullir múslimar sýna kristnum eða biblíunni enga virðingu og því ætti heimurinn að halda sönsum, þó einn öfgaprestur í bandarísku krummaskuði láti sér detta í hug að kveikja í múslimskum trúarritum. Þau ættu varla að vera heilagri í augum kristinna manna en biblían.
![]() |
Hættur við Kóranabrennu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
10.9.2010 | 08:21
Afskipti ráðherra, sem sjálfum ætti að stefna fyrir Landsdóm
Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson virðast komin í hár saman vegna mismunandi afstöðu til þess, hvaða ráðherrum fyrrverandi ríkisstjórnar beri að stefna fyrir Landsdóm, vegna hugsanlegrar vanrækslu í aðdraganda hrunsins árið 2008. Jóhanna vill að fjórum ráðherrum verði stefnt fyrir dóminn, en Össur aðeins tveimur.
Í fyrsta lagi eru þetta algerlega óþolandi afskipti af störfum þingnefndar Atla Gíslasonar, sem á að skila niðurstöðu sinni til þingflokka á morgun, laugardag, og í öðru lagi ætti að stefna bæði Jóhönnu og Össuri fyrir Landsdóminn, verði einhverjum ráðherrum stefnt fyrir hann á annað borð. Jóhanna sat í fjárhagsnefnd ráðherra í síðustu ríkisstjórn með Ingibjörgu Sólrúnu, Geir Haarde og Árna Mathíasen og Össur var staðgengill Ingibjargar í veikindum hennar og sat fjölda funda um bankamálin og hélt öllum upplýsingum leyndum fyrir Björgvini G. Sigurðssyni, bankamálaráðherra, í fullu samráði við Ingibjörgu Sólrúnu.
Eftir því sem fréttir herma, er líklegt að nefnd Atla leggi til að fjórum ráðherrum, þeim Geir, Árna, Ingibjörgu og Björgvini, verði stefnt fyrir Landsdóminn, og fari svo hlýtur Alþingi að bæta þeim Jóhönnu og Össuri á listann, eða sem líklegra er, að fella tillögu nefndarinnar, enda harla litlar líkur á að um sakfellingu yrði að ræða fyrir dómstólnum.
Alla vega verður að reikna með að sex ráðherrum verði stefnt, eða engum. Ef einhverjir ráðherrar teljast persónulega sekir um að hafa á þátt í að valda hruninu, eru Össur og Jóhanna þar ekki undanskilin.
![]() |
Jóhanna beitti þrýstingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)