Orðalagið "ný verkstjórn" vekur hroll

Hjörleifur Kvaran segir að ekki hafi verið um neinn trúnaðarbrest að ræða milli sín og Haraldar Flosa Tryggvasonar, stjórnarformanns OR og Gnarrvin, enda hafi aldrei myndast neinn trúnaður þeirra á milli.  Hjörleifur hafði áður starfað með sex stjórnarformönnum og gengið vel að starfa með þeim, en frá því að trúðarnir tóku völdin í Reykjavík breyttust öll viðhorf og samskipti manna í milli.  Nýji stjórnarformaðurinn var ekki ánægður með tillögur til hagræðingar í rekstri fyrirtækisins, en þar var lagt til að tiltölulega hægt yrði farið í uppsagnir starfsfólks og röskun í rekstri yrði sem minnst.

Haraldur Flosi segir að það hafi verið samdóma álit trúðanna í borgarstjórnarmeirihlutanum, að reka þyrfti Hjörleif og "fá nýja verkstjórn" í fyrirtækið vegna ýmissa aðsteðjandi vandamála í rekstrinum og því hafi verið ráðinn nýr bráðabirgðaforstjóri til að taka á langtímavandanum, en þó með því skilyrði að hann yrði ekki ráðinn til framtíðar og var reyndar látinn skrifa undir loforð um að sækja alls ekki um forstjórastólinn, þegar hann yrði auglýstur laus til umsóknar.

Þessi "nýja verkstjórn" setur hroll að fólki, sem minnist þess að núverandi ríkisstjórn sagði einmitt, þegar hún tók við völdum, að nú þyrfti "nýja verkstjórn" í landsmálin og allir vita hvernig sú "nýja verkstjórn" hefur bitnað á þjóðinni og áfram er hótað, að þessari "nýju verkstjórn" verði beitt áfram í ríkisstjórninni.

Hjörleifur Kvaran segir aftur á móti að annar stjórnunarstíll hefði hentað betur í núverandi ástandi, eða eins og hann orðaði það:  „Það sem þarf núna er styrk stjórn og öflugur forstjóri, en ekki bráðabirgðalausnir."

Maður, með eigin skoðanir hentar ekki í starfslið trúðanna.  Hann verður að víkja fyrir "nýrri verkstjórn". 

 


mbl.is Trúnaður myndaðist aldrei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhugnanlegt morð

Nítján morð voru framin á Íslandi á níu ára tímabili á árunum 2000 til 2009 og í nánast öllum tilfellum var um tengsl milli geranda og fórnarlambs og oftast tengdust þessir atburðir ofneyslu áfengis eða fíkniefna.  Í aðeins tveim tilfellum var ekki um nein tengsl að ræða milli aðila, en ef rétt er munað, tengdust þau morð einnig ofneyslu vímuefna.

Í mjög langan tíma hefur ekki verið framið morð hér á landi, þar sem glæpurinn hefur verið fyrirfram skipulagður og framinn á algerlega kaldrifjaðan hátt og slóðin svo vandlega falin, að morðinginn hafi ekki fundist nánast strax.

Þessi staðreynd gerir morðið í Hafnarfirði enn óhugnanlegra en ella, þar sem um virðist að ræða skipulagt morð að yfirlögðu ráði, án þess að  nokkur skýring virðist finnast á tildrögum verknaðarins, morðvopnið hefur verið vandlega falið og morðinginn ekki fundist, þrátt fyrir mikla rannsókn fjölmenns lögregluliðs.

Glæpir hafa verið að harðna hérlendis á undanförnum árum, bæði af hálfu íslendinga og ekki síður innfluttra glæpagengja og er svo komið að öll fangelsi eru yfirfull og langir biðlistar eftir afplánum.  Þessu hefur líka fylgt gengjamyndun innan fangelsanna, sérstaklega á Litla Hrauni og samskipti milli þeirra einkennast af sífellt meiri hörku og hafa fangaverðir orðið að birgja sig upp af öflugri varnarbúnaði, en þurft hefur fram að þessu.

Allt er þetta óhugnanleg þróun, sem æpir á nýbyggingu fangelsis og það líklega helmingi stærra og öruggara en Hraunið, sem þá gæti nýst fyrir gömlu gerðina að íslenskum krimmum, sem flestir voru meinlausir, en leiddust út á glapstigu vegna bágra aðstæðna eða fíknar.

Nú þarf að glíma við miklu hrottalegri glæpalýð og ekki hægt að bíða neitt með varnarviðbúnað gegn honum.


mbl.is 19 morð á 9 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostir sem forstjóri OR má alls ekki vera búinn

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur rak Hjörleif Kvaran úr forstjórastóli fyrirtækisins og samþykkti um leið að ráða mann í starfið tímabundið, þangað til nýr forstjóri yrði fastráðinn.  Helgi Þór Ingason, véla- og iðnaðarverkfræðingur var ráðinn til að gegna starfinu tímabundið, en stjórnin setti það algera skilyrði fyrir ráðningu hans, að hann yrði ekki ráðinn í starfið til frambúðar.

Þetta kemur fram í fréttinni um menntun og starfsferil Helga Þórs:

"Helgi Þór Ingason er 45 ára, dósent í véla- og iðnaðarverkfræði og forstöðumaður meistaranáms í verkefnastjórnum í Háskóla Íslands.
Hann lauk M.Sc. prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 1991, doktorsprófi í framleiðsluferlum í stóriðju frá tækniháskólanum í Þrándheimi 1994 og SCPM prófi í verkefnastjórnun frá Stanfordháskóla 2009. Hann hefur hlotið alþjóðlega vottun  sem verkefnisstjóri.

Helgi Þór hefur starfað sem verkefnisstjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Íslenska járnblendifélagsins og gæðastjóri verkfræðistofunnar Línuhönnunar, nú Eflu verkfræðistofu. Hann er annar tveggja frumkvöðla Als álvinnslu hf. og hefur verið stjórnarformaður félagsins og áður framkvæmdastjóri."

Við fyrstu sýn virðist þetta vera bæði menntun og reynsla, sem vel gæti nýst í starfi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem maðurinn er bæði hámenntaður og hefur mikla stjórnunarreynslu.

Það er hins vegar greinilega ekki skoðun fulltrúa Besta flokksins í Reykjavík, enda setja þeir það sem algert forgangsmál, að maður með svona reynslu verði alls ekki forstjóri OR.

Hvaða kostum ætli sá maður þurfi að vera búinn til að gegna starfinu, svo Besti flokkurinn geti ráðið hann til framtíðarstarfa?  Það verður fróðlegt að sjá, þegar þar að kemur.


mbl.is Helgi Þór forstjóri OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband