17.6.2010 | 17:38
Verđtrygging á morgun í stađ gengistrygginar?
Andrés Magnússon, formađur Samtaka verslunar og ţjónustu, segir í viđtali viđ mbl.is ađ eftir dóm Hćstaréttar um ólögmćti gengistryggingar lána, ríki mikil óvissa um framhaldiđ, enda hafi rétturinn ekki tekiđ á efnisatriđi málsins, heldur einungis formsatriđi, ţ.e. einungis ţessa ákveđnu tegund verđtryggingar.
Einnig segir Andrés ađ stjórnvöld verđi ađ grípa inn í og "höggva á hnútinn" í samstarfi viđ lánastofnanirnar og leggja línu um framhaldiđ. Ekki verđur séđ hvernig stjórnvöld eiga ađ leggja einhverjar línur um ţetta, ţví ekki geta ţau sett lög sem virka aftur í tímann og eitthvađ sem ráđherra myndi segja eđa gera í málinu, hefđi varla meiri ţýđingu en ţađ sem hvađa Jón Jónsson sem vćri, myndi segja og gera.
Andrés telur engan tíma vera til ađ bíđa nýs dómsmáls, en segir samt: "Ţađ eru engir ađrir en stjórnvöld í samvinnu viđ fjármálastofnanir sem geta komist ađ einhverri niđurstöđu um ţađ hvađa viđmiđ eigi ađ viđhafa. Vćru menn ekki sáttir viđ ţađ mćtti sjá fyrir sér ađ slíkt mál endi líka fyrir dómi.
Kannski ađ ţetta verđi lausnin, sem fjármálafyrirtćkin detti niđur á og tilkynni á morgun ađ öll lán, sem áđur voru gengistryggđ, verđi uppreiknuđ frá útgáfudegi međ neysluverđsvísitölu og vöxtum í samrćmi viđ ţađ og ţeir, sem ekki sćtti sig viđ ţađ, verđi bara ađ fara í mál og kćra aftur.
Víst er ađ lánastofnanirnar munu ekki reikna lánin upp, miđađ viđ óverđtryggđan höfuđstól og ţá lágu vexti, sem á lánunum voru miđađ viđ gengistrygginguna. Ţau munu beita öllum ráđum til ţess ađ ná sínu til baka, sem ţau gera auđvitađ ekki međ óbreyttum vaxtakjörum á óverđtryggđ lán.
Dómar Hćstaréttar frá í gćr voru ekki endir á neinu ferli.
Ţeir voru upphaf ađ mörgum, löngum og ströngum málaferlum.
![]() |
Sleppa ekki frá skuldunum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
17.6.2010 | 12:07
Verđa fjármögnunarfyrirtćkin lokuđ á morgun?
Hćstaréttardómarnir frá ţví í gćr hafa valdiđ miklu uppnámi hjá bönkunum og ţá ekki síđur fjármögnunarfyrirtćknunum, sérstaklega ţeim sem nánast eingöngu stunduđu lán til bíla- og vélakaupa til einstaklinga og fyrirtćkja.
Bíla- og vélalánin voru undantekningarlítiđ gengistryggđ, ţ.e. höfuđstóll lánasamninganna var tilgreindur í íslenskum krónum og síđan tengdir viđ dagsgengi erlendra mynta, sem Hćstiréttur hefur nú kveđiđ upp úr um ađ var algerlega ólöglegt, samkvćmt lögum um verđtryggingu fjárskuldbindinga.
Lánafyrirtćkjunum til mikils happs er frídagur í dag og enda ţótt hátíđarhöld séu um allt land í dag, mun hugur margra fullorđinna a.m.k. vera upptekinn af hugsunum um lánin sín og hvort ţau falli undir sömu skilgreiningu og lánin, sem Hćstiréttur dćmdi um í gćr.
Ekki kćmi á óvart ađ fjármögnunarfyrirtćkin yrđu lokuđ á morgun, vegna "vörutalningar" eđa hvers annars, sem ţeim dettur í hug ađ bera fyrir sig, jafnvel bara "vegna veđurs".
Verđi ţau opin á annađ borđ munu verđa langar biđrađir viđ dyr ţeirra strax viđ opnun.
![]() |
Lán mögulega áfram verđtryggđ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)