10.6.2010 | 22:16
RÚV sinni BARA skyldu sinni
Hlutverk RÚV er fyrst og fremst að sinna menningar- og fræðsluhlutverki, ásamt því að vera öryggistæki til að koma boðum til þjóðarinnar á hættutímum. Rás 1 stendur ágætlega undir hlutverki sínu, en sjónvarpið alls ekki og spurning hvort Rás 2 geri það.
Dagskrá Rásar 2 er að mestu tónlist og sjónvarpsdagskráin er undirlögð af lélegum bíómyndum og glæpaþáttum, sem lítið bæta íslenska menningu eða bæta miklu við hana. Sjónvarpið ætti að einbeita sér að fréttum, fréttatengdum þáttum, íslenskum og erlendum og hreinum menningar- og fræðsluþáttum, einnig íslenskum og erlendum, ásamt kennsluefni ýmiss konar.
Dagskrár Rásar 1 og 2 væri einfalt að sameina með bestu bitunum af hvorri rás og gera úr þeim ágæta fræðslu- menningar- og viðtaladagskrá.
Með því að láta einkastöðvarnar um erlendu glæpaþættina og bíómyndirnar og kaupa inn meira af fræðslu og menningarefni, myndi RÚV standa undir hlutverki sínu og öðru ekki, enda er það ekki hlutverk RÚV að keppa við einkastöðvar, t.d. um fótbolta og annað skemmtiefni. Auðvitað gæti og ætti RÚV að hafa eitthvert skemmtanagildi meðfram fræðslu- og menningarefninu, en það ætti ekki að bera uppi dagskrána.
Með svona breytingum gæti RÚV sparað hundruð milljóna á ári hverju og lækkað útvarpsskattinn um leið.
![]() |
Eðlisbreyting á starfsemi RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2010 | 20:19
Lofaði ríkisstjórnin aðeins atvinnuleysi á almennum vinnumarkaði?
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Árni Stefán Jónsson, formannur Starfsmannafélags Reykjavíkur (SFR), eru komnir í hár saman vegna ágreinings um hvort ríkisstjórnin hafi lofað opinberum starfsmönnum því, við gerð stöðugleikasáttmálans, að starfsfólk á almennum vinnumarkaði yrði látið finna fyrir aulagangi stjórnarinnar í atvinnumálum, en opinberum starfsmönnum yrði algerlega hlíft við afleiðingum kreppunnar.
Árni Stefán segir m.a. í leiðara SFR-blaðsins: "SFR telur sig hafa loforð ríkisstjórnarinnar um að uppsögn starfsmanna verði síðasta úrræðið og það verði ekki gert nema í algjörri neyð. Þessu mótmæir Gylfi algjörlega og segir ríkisstjórnina einmitt hafa lofað, að ríkisstarfsmenn yrðu látnir finna fyrir kreppunni, eins og aðrir, frá og með árinu 2011.
Opinberir starfsmenn eru ekki vanir því, að sveiflur í efnahagslífinu hefðu hin minnstu áhrif á starfsöryggi þeirra né kaup og kjör og því varla nema von, að þeir bregðist ókvæða við öllum hugmyndum um að þurfa að taka á sig skerðingar og jafnvel uppsagnir, núna þegar einhver versta kreppa á lýðveldistímanum skekur þjóðlífið.
Fréttirnar af því, að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað um 16.000 frá 2008, eru með öllu óskiljanlegar og óútskýrt til hvaða starfa allt þetta fólk hefur verið ráðið, eftir að verkefnum í þjóðfélaginu snarfækkaði og hlýtur það að eiga við opinber störf jafnt og störf á almennum markaði.
Það gæti nú varla talist harkalegur niðurskurður, þó fjöldi opinberra starfsmanna yrði færður í sama horf og var árið 2008.
![]() |
ASÍ og SFR greinir á um loforð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.6.2010 | 16:23
Hin kínverska Jó Han Na
Í tilefni af heimsókn He Guoqiang, sem á sæti í æðsta ráði kínverska kommúnistaflokksins, var birt viðtal við íslenska forsætisráðherrann, sem upp á kínversku hlýtur að kallast Jó Han Na, enda segist hún í viðtalinu leita fyrirmynda hjá starfsfélögum sínum í Kína við efnahagsbyltingu sína á Íslandi.
Þessi fullyrðing er auðvitað gróf móðgun við Kínverja, því þar hefur verið gífurlegur hagvöxtur undanfarin ár og mikill uppgangur í atvinnulífinu, en hér á landi hefur allt verið á niðurleið undir handleiðslu Jó Han Na, enda gerir hún og ríkisstjórn hennar allt sem í mannlegu valdi stendur til að tefja alla atvinnuuppbyggingu í landinu, auka atvinnuleysið og lengja kreppuna eins og mögulegt er.
Kínverjar eru að feta sig inn á braut kapítalismans og taka til þess þann tíma sem þarf, enda hugsa þeir í áratugum og öldum, en ekki í dögum og vikum eins og Jó Han Na og Stein Grím Ur félagi hennar, en líklega á hún við að sá Kínverji sem þau skötuhjúin sækja fyrirmynd til sé félagi Mao Tse Tung, en efnahagsframfarir voru engar í hans tíð og hagur alþýðunnar ekki öfundsverður frekar en alþýðu lýðveldisins Íslands.
Þar sem forsætisráðherra Íslands er ekki mikil tungumálamanneskja, er ekki ótrúlegt að blaðamenn ríkisfjölmiðilsins Xinhua hafi eitthvað misskilið hvað sagt var.
![]() |
Jóhanna: Lítum til Kína eftir fyrirmyndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.6.2010 | 14:55
ASÍ sýnir fram á ræfildóm ríkisstjórnarinnar
Undanfarna mánuði hefur enginn gagnrýnt dáðleysi ríkisstjórnarinnar eins harkalega og ASÍ, en samtökin hafa ályktað margsinnis um ræfildóm stjórnarinnar í atvinnumálum og hvernig hún vinnur leynt og ljóst gegn hvers konar möguleikum til að draga úr atvinnuleysi og koma hjólunum til að mjakast í efnahagslífinu.
ASÍ spáir því, að atvinnuleysi verði ekki búið að ná hámarki fyrr en í byrjun næsta árs og fari þá yfir 10% og verði ennþá 7% á árinu 2013 og er þá væntanlega reiknað með áframhaldandi aumingjaskap við að koma þeim atvinnufyrirtækjum af stað, sem þó væri mögulegt að gera, ef stjórn væri í landinu, sem ekki berðist með kjafti og klóm gegn allri fjárfestingu í atvinnutækifærum.
Hagdeild ASÍ bendir á þessi augljósu sannindi í spá sinni um efnahagsmálin næstu ár:
"Til að koma í veg fyrir að atvinnuleysið verði þrálátur vandi til lengri tíma með þeim vondu afleiðingum sem það hefur fyrir einstaklinga og samfélgið allt er mikilvægt er að hraða endurreisn atvinnulífsins og fjölga nýjum störfum. Verði ekki með markvissum hætti unnið að þessu er hætta á að hærra varanlegt atvinnuleysi en áður hefur þekkst hér á landi festi sig í sessi."
Atvinnuleysi er mesta böl sem vinnufúst fólk getur orðið fyrir.
Það skilja allir nema ríkisstjórnin.
![]() |
Spá 4,8% samdrætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2010 | 14:43
Ruddi á Alþingi
Á sínum stutta þingmannsferli hefur Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, skapað sér orðstýr sem sú ruddalegasta og ósvífnasta persóna, sem lengi hefur á þing komið og er þá langt til jafnað, jafnvel Álfheiður Ingadóttir kemst ekki með tærnar, þar sem Björn Valur hefur hælana í þeim efnum. Þó oft hafi setið "sóðakjaftar" á Alþingi í gegnum tíðina, sérstaklega frá vinstri flokkunum, þá slær Björn Valur þá alla út.
Nýjasta upphlaup hans var að gefa í skyn í þingræðu, að Sigurður Kári Kristjánsson hefði þegið mútur frá erlendri lögmannsstofu þegar Icesave var til umræðu í þinginu í fyrrahaust og í þetta sinn komst hann ekki hjá því að biðja Sigurð Kára afsökunar, eftir mikil mótmæli þingmanna annarra flokka við þessum ásökunum og reyndi að klóra yfir skítinn með því að þykjast hafa verið að leggja fram fyrirspurn.
Hitt er svo annað mál varðandi Sigurð Kára, en það er að hann hefur ekki gefið upp nöfn þeirra aðila, sem veittu styrki til prófkjörsbaráttu hans fyrir kosningarnar 2007, en það verður hann að gera því ekkert réttlætir leynd um þau mál. Styrkir til frambjóðenda og flokka voru altíða og algerlega samkvæmt lögum og reglum, þangað til þeim var breytt á árinu 2008, en sjálfsögð krafa er, að allt sem að þessum styrkjum lýtur, sé opið og uppi á borðum.
Öll leynd um styrkveitendur býður upp á vantraust og efasemdir um heiðarleika og er ekki á nokkurn hátt réttlætanleg. Því verður að gera þá skýlausu kröfu til Sigurðar Kára og annarra þingmanna, sem ekki hafa gert fulla grein fyrir öllum styrkjum, sem þeir hafa fengið og frá hverjum þeir voru, að þeir geri svo, til þess að eyða allri tortryggni og endalausum getgátum um hver styrkti hvern og hvernig.
Þingmenn, sem ekki verða við svo sjálfsagðri kröfu eiga engan annan kost, en að segja sig frá þingstörfum og ef þeir kjósa svo, geta þeir leitað eftir endurnýjuðu umboði fyrir næstu kosningar.
Það er algerlega þeirra eigin val, hvað þeir gera í þessum efnum.
Aðeins ein leið er ásættanleg, þ.e. að upplýsa um styrkina, eða víkja.
![]() |
Þurfti að biðjast afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.6.2010 | 11:02
Ljótt af Árna Páli að leggjast svona á kvenfólkið
Sjúkraliðafélag Íslands hefur sent frá sér harðorða ályktun vegna ummæla Árna Páls Árnasonar um launafrystingu opinberra starfsmanna til ársins 2014 og telur hann vera að ráðast sérstaklega á kvennastéttir hjá ríkinu og halda því nánast fram, að hann sé sérstakur kvenníðingur.
Samkvæmt fréttum hefur opinberum starfsmönnum fjölgað um allt að 16.000 frá árinu 2008, þannig að ekki hefur verið orð að marka það sem sagt hefur verið um aðhald í mannaráðningum hjá hinu opinbera, en á sama tíma hefur heilsdagsstörfum fækkað um allt að 29.000 á almennum vinnumarkaði.
Jafnframt krefjast sjúkraliðar þess að nú þegar verði samið við stéttina um launahækkanir, enda hafi kjarasamningar verið lausir í fjórtán mánuði og tími sé kominn til að hækka launin verulega. Ekki virðast sjúkraliðarnir hafa frétt neitt af þróun launa á almennum markaði, en þar hafa þeir sem í vinnu eru á annað borð, orðið að taka á sig yfirvinnubann og beinar launalækkanir fyrir dagvinnuna og væru flestir ánægðir með að halda þeim launum, sem þeir höfðu fyrir hrunið.
Opinberir starfsmenn hafna því alfarið, að dregið sé úr launagreiðslum hjá opinberum aðilum, hvort heldur það verði gert með launafrystingu eða fækkun starfsmanna, en finnst hins vegar sjálfsagt að skattar verði hækkaðir á öðrum launamönnum til að standa undir kauphækkunum hinna opinberu.
Það var viðbúið, að öllum umræðum um opinbera starfsmenn yrði snúið upp í það, að um sérstaka kvenfyrirlitningu væri að ræða og þannig reynt að afla samúðar í garð opinberra starfsmanna, enda byrjað að úthrópa Árna Pál sem sérstakan kvenníðing.
Árni Páll er vanur að kasta fram hugmyndum og tillögum, sem hann stendur svo aldrei við.
Líklega gugnar hann eins og venjulega, enda alvarlegt að liggja undir ásökunum um að níðast á kvenfólki.
![]() |
Saka Árna Pál um aðför gegn kvennastéttum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.6.2010 | 09:18
Slagorðið "Vanhæf ríkisstjórn" varð að áhrínsorðum
Stöðugleikasáttmálinn, sem skrifað var undir í júní í fyrrra, hefur ekki skilað neinum störfum ennþá, þrátt fyrir að ýmsum hindrunum, t.d. varðandi orku- og stóriðju, skyldi samkvæmt honum rutt úr vegi fyrir 1. september 2009.
Nú er að verða ár liðið frá gerð sáttmálans og atvinnuleysið minnkar ekkert, heldur þvert á móti, því tæplega 3000 manns á besta vinnualdri hefur flutt erlendis frá áramótum, en hefði annars bæst við þau 17.000 sem eru á atvinnuleysisskrá. Á árinu flutti einnig fjöldi Íslendinga til útlanda til vinnu, þannig að líklega eru þeir farnir að nálgast 6000, sem flutt hafa af landi brott í atvinnuleit eftir hrun.
Flestir hafa þurft að minnka við sig vinnu, því áætlað er að tæp 30 þúsund heilsársstörf hafi tapast síðan í hruninu og ofan á minnkandi vinnu, hafa hinir vinnandi einnig þurft að taka á sig miklar launalækkanir til viðbótar við þær skerðingar sem hin skattaóða ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hefur lagt á.
Á sama tím hefur fjölgað í röðum opinberra starfsmanna og nú þegar á að fara að draga saman og spara í opinbera geiranum, mega fulltrúar opinberra starfsmanna ekki heyra minnst á fækkun starfa í sínum röðum, en finnst sjálfsagt að hækka skatta á annað vinnandi fólk, til þess að hinir opinberu geti fengið launahækkanir á næstu mánuðum.
Vanhæf ríkisstjórn kallaði fólkið á Austurvelli og sannarlega varð það kall að áhrínsorðum, því þjóðin fékk eina slíka yfir sig, með ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms.
![]() |
Úlfurinn sestur að snæðingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)