Nýja rannsóknarnefnd vegna lífeyris- og sparisjóða

Í ársbyrjun ársins 2008 keyptu nokkrir lífeyrissjóðir víkjandi skuldabréf af Glitni fyrir tugi milljarða króna og lofaði bankinnótrúlega góðri ávöxtun á bréfin, en nokkrum mánuðum síðar varð bankinn gjaldþrota og bréfin þar með einskis virði.

Það er góð regla í viðskiptum, að ef lofað er gróða sem er svo mikill að hann getur varla staðist, að þá er það vegna þess að hann stenst alls ekki.  Að lífeyrissjóðir, sem eiga að vera fagfjárfestar, skuli hafa lagt peninga í slík gylliboð er algerlega með ólíkindum og ekki síður að um víkjandi skuldabréf hafi verið að ræða, en þegar slík bréf eru boðin er það vegna þess að viðkomandi útgefandi er kominn í veruleg fjárhagsvandræði og eigið fé félagsins orðið allt of lítið, til þess að starfsemin geti gengið eðlilega.

Í fréttinni kemur þetta fram:  "Greint var frá því Morgunblaðinu í gær að forsvarsmenn Gildis telji sjóðinn hafa verið blekktan við kaup á bréfunum, en þeir héldu að staða Glitnis hefði verið mun betri en síðar átti eftir að koma í ljós. Jafnframt er talið að formgalli á skráningu skuldabréfaflokksins hafi verið fyrir hendi, en bréfin voru ekki skráð í Kauphöllina sem víkjandi skuldabréf."

Þetta er aumt yfirklór manna sem þáðu milljónir í mánaðarlaun vegna ábyrgðar sinnar og snilli við fjárfestingar og gáfu sig út fyrir að vera varkárir fjárfestar.  Framlengja verður starf Rannsóknarnefndar Alþingis og fela henni að rannsaka starfsemi lífeyrissjóðanna a.m.k. tíu ár aftur í tímann, því margt einkennilegt hlyti að koma út úr slíkri skoðun.  Einnig ætti hún að skoða um leið allt starf sparisjóðanna á sama tímabili.

Greinilegt er að bankaræningarnir voru ekki einir að störfum á þessum árum.  Þeir haf haft vitorðsmenn um allt fjármálakerfið og þeir sem sátu á digrustu sjóðunum og hafa líka tapað mestu allra "fjárfesta" eru lífeyrissjóðirnir.


mbl.is Fáheyrð ávöxtun á víkjandi skuldabréfum Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú reynir á rannsakendur og dómstóla

Bandaríski lögfræðingurinn, William Black, sem sérhæfir sig í hvítflibbaglæpum, segir það sama og alkunna er, að íslensku banarnir hafi verið reknir eins og hverjar aðrar svikamyllur, sem byggðust á blekkingum og hyglun eigenda bankanna og helstu viðskiptanina þeirra, sem í mörgum tilfellum voru sömu aðilarnir.

Black álasar íslenskum stjórnvöldum fyrir sofandahátt í aðdraganda hrunsin og eins gagnrýnir hann skýrslu Frederic S. Mishkin og Tryggva Þórs Herbertssonar, sem þeir skrifuðu fyrir Viðskiptaráð árið 2006,  harðlega en þar sagði að líkurnar á „algeru fjárhagslegu hruni“ á Íslandi væru „sáralitlar“. Þetta kallar Black að selja djöflinum sál sína.  Án þess að bera blak af þeim felögunum, má þó minnast þess, að fáir ef nokkrir hagfræðingar gagnrýndu bankana og útrásarbóluna á þeim tíma og byrjuðu flestir að gagnrýna eftir hrun og þá þóttust þeir vera löngu búnir að sjá öll merki um hrunið, en voru bara ekki búnir að koma því í verk, að segja frá því.  Margt breyttist reyndar frá árinu 2006 ti haustsins 2008, en hafi Tryggvi Þór og félagi hans alls ekki séð neitt athugavert, þrátt fyrir sérstaka rannsókn á kerfinu, þá er það falleinkunn fyrir þá sem hagfræðinga.

Black álítur að eiithavð af þeim málum, sem sérstakur saksóknari muni ákæra fyrir,eigi að vinnast. Ef það gerist ekki sé eitthvað að annað hvort íslenskum lögmönnum eða dómskerfinu.  Um það hefur marg oft verið skrifað á þessu bloggi, að nú fyrst reyni á kerfið í svona málum, Fjármálaeftirlitið, Sérstakan saksóknara og hans innlendu og erlendu samstarfsaðila, sækjendur og ekki síst dómara og því verði að vanda allan undirbúning og alls ekki glutra niður málum vegna ónógra rannsókna eða vanreifunar.

Baugsmálið fyrsta hræðir og auðvitað mun ekki skorta fé til greiðslu varnarinnar fyrir þetta glæpahyski.

 

 


mbl.is Black: Bankarnir sekir um glæpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnaleg mótmæli til stuðnigs stóru systur

Kári Sturluson, bróðir Oddnýjar Sturludóttur borgarstjórnarframbjóanda Samfylkingarinnar, hefur sent kvörtunarbréf til ÍTR vegn þess að stjórnmálaflokkur (D-listinn?) tók sig til í góða veðrinu og grillaði pylsur fyrir gesti og gangandi við sundlaug í borginni og til að bæta gráu ofan á svart, þá fengu börn gefins blöðrur, en ekki fylgir sögunni hvort þau þurftu sjálf að blása í þær.

Það er auðvitað fallegt af bræðrum að styðja systur sínar í kosningabaráttu, en í þessu tilfelli hefur þetta verið mikill bjarnargreiði við hana, því í staðinn fyrir stuðning mun þetta framtak bróðurins einungis uppskera hlátur og að grínið snúist systurinn í óhag, því svona barnaskapur í aðdraganda kosninga er engum til gagns, en þeim sem til stóð að styðja, einungis til háðungar.

Enn og aftur sannast hið fornkveðna:  Ber er hver að baki, nema bróður eigi.

Fjölskyldan heldur vonandi áfram að baða sig "sem aldrei fyrr".


mbl.is Kvartar undan kosningaáróðri í sundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband