6.4.2010 | 17:14
Góð tíðindi, en þó slæm um leið
Það eru mikil gleðitíðindi, að önnur konan sem hefur verið týnd frá því í fyrrakvöld, skuli nú vera komin í leitirnar heil á húfi, en hrakin og köld, enda fannst hún á gangi ofan við Einhyrning. Ferðafélagar hennar eru ennþá ófundnir, en taldir vera á gangi einhversstaðar á sömu slóðum.
Án þess að allar staðreyndir séu komanar fram, virðist fólkið hafa gert þau mistök að yfirgefa bílinn og halda gangandi af stað til að finna hjálp, en það er einmitt eitt af því sem björgunarsveitirnar brýna fyrir fólki, að ef það lendi í ófæru, sem geri það að verkum að bíllinn sitji fastur, að þá skuli fólk alls ekki yfirgefa bílinn, því miklu meiri líkur séu á að bíllinn finnist, en gangandi fólk í óbyggðum.
Í þessu tilfelli gæti bílinn hafa lent í á og setið þar fastur, jafnvel sokkið, svo ekki hafi verið nokkur leið að láta fyrirberast í honum og fólkið því neyðst til að yfirgefa hann og reyna að komast til byggða gangandi, en hafi svo verið virðist fólkið ekki hafa getað náð að halda hópinn, enda var óveður á svæðinu.
Vonandi endar þessi saga vel og fólkið finnist fljótlega heilt á húfi.
![]() |
Önnur konan fundin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2010 | 14:17
Vegtollar eru greiddir nú þegar
Hugmynd Samgönguráðuneytisins um vegtolla sem innheimtir yrðu á leiðum inn og út úr höfuðborginni er gjörsamlega galin og bifreiðaeigendur geta ekki látið slíka gjaldheimtu yfir sig ganga og verða að mótmæla henni með öllum ráðum.
Bifreiðaeigendur greiða alls kyns skatta og vegtolla í hvert sinn sem þeir dæla eldsneyti á bíla sína og þegar þau gjöld voru lögð á, áttu þau að renna til vegamála, en nú er svo komið að líklega innan við 20% þessara gjalda renna til upphaflegra verkefna, en 80% eru tekin til annarra útgjalda ríkishítarinnar og ekki verður lengra gengið í skattheimtubrjálæðinu á notendur veganna.
Nýlega er búið að hækka bensínskattana, þannig að nú er svo komið að 105 krónur af hverjum bensínlítra rennur beint í ríkissjóð, en aðeins örlítill hluti til þjónustu við bifreiðaeigendur eins og öll upphæðin ætti að gera, samkvæmt upphaflegum tilgangi.
Þessa geggjuðu hugmynd verður að kveða niður nú þegar og aldrei sætta sig við að hún verði endurvakin.
![]() |
Alfarið á móti vegtollum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.4.2010 | 08:50
Ekkifrétt um framkvæmdir Vegagerðarinnar
Í öllu deyfðar- og aðgerðarleysinu sem ríkir í þjóðfélaginu vegna getu- og verkleysis ríkisstjórnarinnar við að koma hreyfingu á efnahagslífið, birtist nú frétt frá Vegagerðinni um að minnsta kosti 29 verk, sem frestað var eftir efnahagshrunið, séu nú tilbúin til útboðs.
Reyndar er ef til vill ofsagt að getu- og verkleysi einkenni ríkisstjórnina, því hún hefur sýnt bæði mikla getu og vilja til að stöðva allar framkvæmdir, sem helst var von til að koma í framkvæmd og hefðu getað orðið mikil lyfistöng fyrir fyrirtækin á almenna markaðinum og er þar helst að nefna erlendar fjárfestingar hverskonar, sem fjárfestar væru tilbúnir til að fjármagna, ef ríkisstjórnin sýndi ekki jan einbeittan mótstöðuvilja og raun ber vitni.
Fréttin frá Vegagerðinni, sem leit vel út við fystu sýn, var að vísu með ákaflega stórum fyrirvara, en í þar segir: "Að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar hefur þegar verið ráðist í nokkur verkanna en önnur bíða ákvörðunar í nýrri samgönguáætlun, sem nær til ársins 2012."
Þetta breytir málinu auðvitað algerlega, því sum verkin eru búin og önnur bíða samgönguáætlunar, sem ekki verður samþykkt fyrr en í fyrsta lagi undir lok þings í vor og þar með verður ekki ráðist í framkvæmdir vegna þeirra flestra fyrr en á árunum 2011 og 2012.
Svona ekkifréttir um það sem stjórnvöld eru að hugsa um að gera einhvern tímann í framtíðinni, bjarga engu um ástand mála akkúrat núna, en það er einmitt það, sem beðið er eftir.
![]() |
Um 30 framkvæmdir bíða útboðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)