Ríkisstjórnin þarf að fara að starfa á réttum forsendum

Líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði, vegna þess að upphaflega stóðu að henni tveir stjórnmálaflokkar, en eru nú orðnir þrír og sá nýjasti, þ.e. hluti þingflokks VG, styður stjórnina tæplega nema gegn vantrausti.

Ögmundur Jónasson, sem hrökklaðist úr ráðherraembætti vegn andstöðu sinnar við ríkisstjórnina í Icesavemálinu, segist nú vera tilbúinn að taka sæti í henni að nýju, sem fulltrúi "þriðja flokksins" ef það yrði á "réttum forsendum".  Vandræði þjóðarinnar eru þó meiri en svo, að öllu skipti hvort einn ráðherra sitji í ríkisstjórninni á "réttum forsendum", því bráðnauðsynlegt er að öll ríkisstjórnin fari að starfa á réttum forsendum.

Hún verður að viðurkenna vilja þjóðarinnar í Icesavemálinu og skilja að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar þýddi NEI við öllum fjárkúgunartilraunum ofbeldisþjóðanna og að krafan sé, að skattgreiðendur taki ekki á sig eina krónu, hvorki vegna höfuðstóls eða vaxta af skuldum einkaaðila.

Einnig verður stjórnin að fara að huga að öðrum og brýnni málum, sem eru efnahagsmálin í heild sinni með því að koma hreyfingu á atvinnustarfsemina, minnka atvinnuleysið (sem er mest aðkallandi), styrkja undirstöður heimilanna í landinu og blása kjarki í þjóðina á ný.

Ekki er oft hægt að vera sammála Ögmundi, en aumt mætti það ráðherraefni vera, sem ekki yrði skárri kostur í ráðherraembætti, en t.d. Álfhildur Ingadóttir eða Svandís Svavarsdóttir.

Einnig er rétt hjá honum, að þjóðaratkvæðagreiðslur á eingöngu að tengja við það málefni sem kosið er um hverju sinni, en ekki líf þeirrar ríkisstjórnar, sem situr í landinu, þegar þær fara fram.

Lágmarkskrafa er þó, að sitjandi ríkisstjórnir taki fullt mark á niðurstöðunum og starfi í samræmi við þann vilja þjóðarinnar, sem fram kemur í þeim, hvort sem þeim líkar það betur eða verr.


mbl.is Til í sæti á réttum forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilja stjórnvöld hvorki kannanir né kosningar lengur?

Samfylkingin hefur frá stofnun verið algerlega eins máls flokkur, þ.e. að verða ESB undirlægja, en að öðru leyti snúist eftir skoðanakönnunum hverju sinni.  Því vekur það mikla furðu, að nú skuli flokkurinn hvorki þykjast skilja vilja þjóðarinnar eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna, né nýja skoðanakönnun MMR.

Skoðanakönnunin endurspeglar algerlega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, en 98% þeirra, sem afstöðu tóku, sögðu NEI og sá fjöldi jafngildir um 60% allra þeirra, sem á kjörskrá voru, en þátttaka í kosningum er þó aldrei 100%, heldur nær 85%.

Skoðanakönnun MMR sýnir að 60% landsmanna telja, að íslenskir skattgreiðendur eigi ekki að taka á sig byrðar vegna skuldbindinga einkabanka né tryggingasjóðs þeirra.  Stjórnvöldum ber skylda til að taka fullt mark á þessari afstöðu skattgreiðenda og þeim á ekki einu sinni að detta í hug að reyna að hneppa þjóðina í skattaánauð til áratuga, fyrir erlenda fjárkúgara, því skattgreiðendur hafa risið upp og eru tilbúnir til að berjast fyrir hagsmunum sínum og lagalegum rétti landsins.

Hvenær hætti Samfylkingin að laga stefnu sína að skoðanakönnunum?

Fróðlegt verður að fylgjast með, hvort verður yfirsterkara, þrjóska Jóhönnu og afneitun staðreynda, eða vinsældakapphlaupið í takt við skoðanakannanirnar.


mbl.is Skýr skilaboð í Icesave-könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband