11.2.2010 | 17:21
Össur búinn að uppgötva símann
Í gær skaust Össur Skarphéðinsson í skemmtiferð til Madridar, til þess að grínast aðeins með Moratinos félaga sínum á Spáni, en þrátt fyrir að erindið væri ekki merkilegt, þá þótti grínistanum ástæða til að skjótast suðureftir til að spaugast yfir einu rauðvínsglasi.
Í dag notaði Össur bara símann til að gantast við nýliða í ríkisstjórn Litháens, en manngreyið var varla sestur í ráðherrastólinn sinn, þegar Össur hringdi til að segja honum nýjustu gamansögur ofan af Íslandi.
Sennilega hefur Össur lesið þetta blogg, en þar var honum einmitt bent á að búið væri að finna upp símann fyrir löngu.
Fólkið í Viðskiparáðuneytinu fylgist greinilega vel með blogginu.
![]() |
Össur ræðir við nýjan utanríkisráðherra Litháen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.2.2010 | 15:40
Á réttum tíma í Janúar síðast liðnum?
Össur Skarphéðinsson, farandtrúður ríkisstjórnarinnar, skemmti Moratinos, utanríkisráðherra Spánar í Madrid í gærkvöldi og fara engar sögur af því hvernig þeim spænska líkaði grínið.
Meðal annars hvatti Össur félaga Moratinos til að sjá til þess, að ESB styddi það, að endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS færi fram á réttum tíma, en hún átti að fara fram í janúar síðast liðnum og vandséð hvernig Spánverjanum tekst að koma því í kring héðan af.
Þegar Össur útskýrði stöðuna í Icesavemálinu fyrir Moratinos, kom í ljós að hann er svo grínsamur sjálfur, að hann gantaðist með það, að Icesavemálið og umsóknin um aðild að stórríki ESB væru gjörsamlega óskyld mál. Nema hann hafi verið að hæðast að Össuri, sem trúir svona rugli, ef útlendingar láta það út úr sér.
Nú, þegar spara þarf á öllum sviðum í ríkisrekstrinum, er furðulegt að Össur skuli eyða stórfé í ferðakostnað til að gamna sér með ókunnugu fólki í útlöndum.
Það er svo langt síðan síminn var fundinn upp, að þeir hljóta að hafa frétt af því í ráðuneytunum.
![]() |
Össur ræddi við Moratinos |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2010 | 13:26
Tillagan tekin af blogginu?
Sameiginlegt útspil forystumanna allra stjórnmálaflokkanna, væntanlega í samráði við þá þrautreyndu erlendu sérfræðinga, sem nú eru til aðstoðar, leggur til að Bretar og Hollendingar fái greidda lágmarksgreiðlsu Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta, að upphær 20.887 evrur, jafnóðum og tryggingasjóðurinn fær sínar greiðslur úr þrotabúi Landsbankans og að íslenskir skattgreiðendur taki ekki á sig neinn vaxtakostnað vegna þessa.
Halda mætti að þessi tillaga væri tekin beint upp af þessari bloggsíðu, því hér hefur því alltaf verið haldið fram, að einmitt á þennan veg ætti að framkvæma þetta, því málið kemur skattgreiðendum hérlendis nákvæmlega ekkert við og er algerlega uppgjörsmál á milli tryggingasjóðsins og þrotabúsins annarsvegar og svo tryggingasjóðsins og Breta og Hollendinga hinsvegar.
Á þessari lausn málsins verður að standa föstum fótum gagnvart kúgurunum og ekki gefa þumlung eftir. Geri Bretar og Hollendingar minnstu tilraun til að halda Íslendingum í skattalegum þrældómi í sína þágu, verði öllum viðræðum slitið og kúgurunum bent á að fara með málið fyrir dómstóla.
Það er gleðiefni, að íslenska samninganefndin skuli hafa gert þessa lausn á málinu að sinni tillögu.
Loksins er farið að glitta í almennilegan baráttuhug.
![]() |
Íslendingar greiði ekki Icesave-vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2010 | 11:15
Ofmat á eignum lífeyrissjóðanna?
Metin eign lífeyrissjóðanna um áramótin var að upphæð 1.794 milljarða króna og hafði hækkað um 203 milljarða á árinu 2008. Með þessu mati eru eignir sjóðanna orðnar meiri, en þær voru fyrir hrun.
Sú spurning vaknar, hvort þetta sé ekki talsvert ofmat, þar sem ekki er komið fram allt það tap, sem líklegt er að lífeyrissjóðirnir verði fyrir vegna banka- og útrásartaparanna. Lífeyrissjóðirnir lögðu ótrúlegar upphæðir í hlutabréf útrásarfyrirtækja og skuldabréf alls kyns fjármálafyrirtækja, útrásarruglfyrirtækja og banka, ásamt gengismunasamninga, sem enn eru óuppgerðir.
Þrátt fyrir gífurlegt tap lífeyrissjóðanna, m.a. á fyrirtækjum Baugsfeðga, þá er fyrsta hugmyndin hjá hinum nýja fjárfestingasjóði lífeyrissjóðanna, að kaupa hlutabréf í Högum hf., til þess að bjarga feðgunum út úr skuldum sínum við Arion banka.
Þó ótrúlegt sé, virðast þeir sem fara með lífeyrissparnað almennings, ekkert hafa lært af hruninu.
Að minnsta kosti er þeirra fyrsta hugsun, að halda áfram að fjárfesta í Jóni Ásgeiri í Bónus.
![]() |
Eiga 1.794 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2010 | 09:08
Indriði H. kastar reykbombu í þágu Breta og Hollendinga
Nú styttist í þjóðaratkvæðagreiðsluna, þar sem þjóðin mun kolfella lögin um Icesave, sem byggð eru á samningi Svavars Gestssonar og Indriða H. Þorlákssonar, sem ekki er hægt að kalla samning, heldur uppgjafarskilmála, vegna þess að félagarnir virðast hafa skrifað undir ólesinn texta, sem saminn var einhliða af Bretum og Hollendingum.
Í undirbúningi eru nýjir samningar við kúgarana og á þeim tímapunkti reynir Indriði H. að skemma fyrir hinni nýju samninganefnd, með því að kasta reyk- og skítalyktarsprengju út í þjóðfélagið, til þess að reyna að skapa glundroða og óeiningu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar og nýrra samninga.
Til allrar óhamingju fyrir Indriða, þá liggur vindáttin á hann sjálfann, svo reykinn og fnykinn leggur mest yfir hann og Svavar félaga hans, en aðrir eru lausir við ófögnuðinn að mestu.
Óþarfi er að fara mörgum orðum um þetta óþurftarverk Indriða H., núna, enda var bloggað um það í gær, og má sjá það hérna
![]() |
Makalaust innlegg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.2.2010 | 08:47
Eva Joly styður lögmætan málstað Íslands
Eva Joly, Evrópuþingmaður og ráðgjafi Sérstaks saksóknara, hefur verið dugleg að beita sér á erlendum vettvangi gegn yfirgangi Breta og Hollendinga í garð íslenskra skattgreiðenda, sem eiga enga lagalega aðkomu að Icesave skuldum Landsbankans.
Í ljósi þess, að fjöldi erlendra og innlendra sérfræðinga hefur marg bent á að skattgreiðendur mega ekki vera í ábyrgðum fyrir tryggingasjóði innistæðueigenda í Evrópu, eru ennþá til nokkrir Íslendingar, sem berjast með kjafti og klóm gegn hagsmunum sinnar eigin þjóðar og vilja ganga sjálfviljugir í skattalegan þrældóm fyrir erlendar kúgara.
Alveg er sama, hve oft þessu fólki er bent á íslensk lög og tilskipanir ESB um tryggingasjóði, sem beinlínis bannar ríkisábyrgðir af samkeppnisástæðum, þá berst það um á hæl og hnakka í þágu Breta og Hollendinga, af svo mikilli ákefð, að undrun sætir. Nægir þar að benda á heitustu stuðningsmenn Samfylkingarinnar og örfáa fylgismenn VG.
Eva Joly hefur í áratugi rannsakað og upplýst flókin svindl- og sakamál og tekur nú þátt í rannsókn eins mesta banka- og útrásarsvindls viðskiptasögunnar.
Vonandi halda stuðningsmenn Breta og Hollendinga hérlendis því ekki fram, að hún skilji ekki einfaldar tilskipanir ESB og ráði ekki við að komast að niðurstöðu í svo einföldu máli.
![]() |
Snýst um að gera einkaskuld opinbera |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.2.2010 | 01:26
Tyrkir fara illa með þá sem ættu að vera trausts verðir
Tyrkneskt réttarfar hefur oft verið gagnrýnt fyrir að vera spillt og gera ekki öllum jafnt undir höfði. Þessi kenning virðist algerlega afsannast með dómi yfir einum ríkasta manni Tyrklands, Mehmet Emin Karamehmet, sem dæmdur hefur verið í 11 ára fangelsi fyrir að misnota aðstöðu sína í rekstri banka í hans eigu, sem tyrkneska ríkið yfirtók árið 2002, vegna fjármálaóreiðu.
Í Tyrklandi, líkt og hérlendis, malar réttarkerfið hægt, þar sem það hefur tekið átta ár að fá fram dóm yfir þessum hrunbarón, en réttlætið hefur þó sigrað að lokum. Tæpu einu og hálfu ári eftir bankahrunið hérlendis er ekki farið að ákæra einn einasta af banka- og útrásarrugludöllunum, sem settu allt í kaldakol hér á landi og virðast þeir allir nokkuð öruggir með sig og ekki reikna með neinum ákærum á hendur sér.
Reyndar eru þeir flestir í þeim flokki, sem "njóta trausts" hjá nýju bönkunum, enda eru þeir að fá gömlu félögin sín til baka á silfurfati, vegna þess að engum öðrum en þeim, er treystandi til að reka fyrirtækin.
Það er einkennilegt að Tyrkir skuli ekki hafa sama smekk fyrir sínum hrunbarónum.
![]() |
Tyrkneskur viðskiptajöfur í 11 ára fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)