18.11.2010 | 16:52
Beiðni til frambjóðenda til Stjórnlagaþings og þeirra, sem til þekkja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.11.2010 | 15:08
Hneyksli í mannaráðningum
Að Guðbjartur Hannesson skuli taka nokkurn umsækjanda um stöðu ráðuneytisstjóra í Félags- og tryggingamálaráðuneytinu fram yfir Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi ráðuneytssstjóra og ráðherra, er ekkert annað en skandall af stærri gerðinni.
Þann tíma sem Ragna sat í ríkisstjórn bar hún höfuð og herðar yfir hina ráðherranna í hæfni og átti þar að auki farsælan feril að baki sem ráðuneytisstjóri og var auðvitað valin ráðherra vegna þess.
Það er óþolandi að hæfasti umsækjaninn sé neyddur til að draga umsókn sína til baka til þess að koma samflokksmönnum í embættin, sem losna í ráðuneytunum. Í tilfelli Rögnu var ekki um eitt ráðuneyti að ræða heldur tvö og þar með er um tvöfalt hneyksli að ræða.
Ekki er með þessu verið að setja út á persónur eða hæfni þeirra kvenna, sem ráðnar voru í stöðurnar, heldur verið að benda á að hæfasti umsækjandinn var látinn róa fyrir pólitískar ráðningar, sem núverandi ríkisstjórn var búin að heita að afleggja með öllu.
Hér með er skorað á Rögnu að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum og þar munu kjósendur örugglega láta hana njóta sannmælis.
![]() |
Anna Lilja skipuð ráðuneytisstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
18.11.2010 | 11:39
Aðlögun að ESB er skilyrðið
Sama hvað Össur Skarphéðinsson reynir að blekkja þjóðina með því að einungis sé um aðildarviðræður að ESB sé að ræða, en ekki aðlögunarferli að sambandinu, þá tekst honum ekki að halda sannleikanum frá löndum sínum, því allir aðrir, innanlands sem utan, vita og staðfesta að um aðlögun að ESB verður að ræða á öllum viðræðutímanum og ekki yrði skrifað undir neinn samning, fyrr en aðlögun að regluverki stórríkissins yrði lokið að fullu.
Angela Filota, talsmannur stækkunarstjóra ESB, hefur látið hafa eftir sér að reglunum um aðild og aðlögun í aðdraganda hennar hafi verið breytt í tengslum við aðildarviðræður við lönd í austanverðri álfunni, en þá var ferlinu einmitt breytt úr viðræðum um aðild í fullkomna aðlögun. Í fréttinni er haft eftir henni m.a: ,,Það náðist á ný eining árið 2006 um grundvöll allra nýrra aðildarviðræðna. Það myndi verða afar erfitt að hverfa frá þessari einingu." Auk þess hefðu íslensk stjórnvöld vitað hvaða reglur giltu þegar sótt var um aðild 2009 og geti ekki hafnað þeim núna."
Ekki getur þetta verið neitt skýrara og því algerlega ótrúlegt að aðildarsinnar hér á landi skuli ennþá reyna að halda öðru fram.
Ögmundur Jónasson talar nú fyrir því að fengin verði niðurstaða innan tveggja mánaða um hvað Íslendingum stendur til boða varðandi sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Er það misminni að Össur hafi sagt svipaða hluti, þegar hann var að berjast fyrir samþykkt Alþingis um viðræður við ESB, sem nú er komið í ljós að eru aðlögunarviðræður?
Sagði Össur ekki þá, að ef ekki næðist viðunandi niðurstaða í þessum málaflokkum, þá þyrfti ekkert að vera að eyða tíma og peningum í að ræða önnur atriði?
![]() |
Í anda ,,Kafka-skrifræðis" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.11.2010 | 09:32
Ríkissjóður í ránsham
Ríkisstjórnin ætlar að hækka öll gjöld, sem lögð eru á sem föst krónutala, um 4% á næsta ári, og á það við um þjónustugjöld allskonar, svo sem útvarpsgjald, eldsneytisálögur og öll slík gjöld, en á sama tíma á að halda óbreyttum í krönutölu öllum greiðslum til aldraðra, öryrkja og atvinnulausra, ásamt því að lækka barna- og vaxtabætur.
Ekki er nóg með að þjónustugjöldin verði hækkuð, heldur ætlar ríkissjóður að taka hluta þeirra til annarra nota, en þau eru ætluð til og er þar í raun og veru um hreinan þjófnað að ræða, því algerlega er óheimilt að leggja á "þjónustugjöld" og hirða þau svo í ríkissjóð. Slíkt er í raun ekkert annað en hreinn þjófnaður og ef um einhvern annan væri að ræða en ríkissjóð, sem stundaði slíkt rán, lægi við því margra ára tugthús.
Skýr greinarmunur er gerður í lögum á milli skatta og þjónustugjalda og má sjá góða úttekt á honum HÉRNA
Sem dæmi um þjófnað ríkissjóða á þjónustugjöldum má nefna að útvarpsgjald mun hækka um 4% á næsta ári og af því ætlar fjármálaráðherra að ræna 140 milljónum til annara verkefna en útvarpsrekstrar.
Einstaklingar sem draga sér hluta vörsluskatta ríkissjóðs fá harðar refsingar fyrir tiltækið. Á fjármálaráðherra að sleppa fyrir nánast sömu sakir?
![]() |
Almannatryggingabætur hækka ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)