Gráðugir heimskingjar í fjárfestingum

Þúsund Íslendingar töpuðu um einum milljarði króna samtals á viðskiptum við alþjóðlega svikamyllu, sem lofaði þátttakendum í "fjárfestingum" á hennar vegum allt að 700% ávöxtun.

Ekkert nema græðgi og heimska fær fólk til að trúa því, að hægt sé að ávaxta peninga um 20% á mánuði, eða 700% á ársgrundvelli.

Svona gráðugir heimskingjar eiga ekkert annað skilið en að tapa peningunum sínum, þó ljótt sé að spila svona með einfaldar sálir.


mbl.is Fórnarlömb alþjóðlegrar svikamyllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrar tala út og suður - eins og venjulega

Í heilt ár kom Árni Páll, þáverandi félagsmálaráðherra, reglulega fram í fjölmiðlum og tilkynnti að "í næstu viku" myndi koma fram frumvarp til bjargar bíla- og íbúðaskuldurum, sem komnir væru í þrot vegna skulda sinna, en áður en frumvarpið yrði lagt fram, þyrftu tillögurnar "nánari útfærslu".  Tillögurnar virðast aldrei hafa náð þessari "nánari útfærslu", a.m.k. er enn verið að boða ný frumvörp, sem leysa eigi vandann.´

Nú segir Jóhanna Sigurðardóttir að unnið sé að "nánari útfærslu" á nýjum tillögum, væntanlega endanlegum, til bjargar skuldugum heimilum í landinu og verði þær væntanlega tilbúnar "í næstu viku", eins og venjan er að kynna það sem ríkisstjórnin segist ætla að gera, en gerir aldrei.  Þetta kynnti Jóhanna með mikilli áherslu og sagði ríkisstjórnina ráða málum í landinu, en ekki AGS, en í síðustu viku sagði hún að AGS vildi ekki að meira yrði gert í þessum skuldamálum og því væri ekkert hægt að gera.  AGS réði, en ekki ríkisstjórnin.

Steingrímur J. segir að algerlega útilokað sé að fara í almenna skuldaniðurfærslu, enda kosti slíkt 220 milljarða króna, sem myndi lenda á ríkissjóði og engum öðrum, og því kæmi slíkt ekki til greina.  Ögmundur Jónasson, samráðherra hans og flokksfélagi í VG rís þá upp og segist einmitt ekkert vilja frekar en almenna skuldaniðurfellingu og hann trúi Steingrími alls ekki um kostnaðinn.  Alltaf sami kærleikurinn á þeim bænum.

Skyldu skuldarar bíða í ofvæni eftir "nánai útfærslu" þeirra tillagna sem eiga að sjá dagsins ljós "í næstu viku", eða hrista bara höfuðið yfir loforði Jóhönnu, eins og allir gerðu vegna loforða Árna Páls?


mbl.is Vill almenna lækkun skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband