Gráðugir heimskingjar í fjárfestingum

Þúsund Íslendingar töpuðu um einum milljarði króna samtals á viðskiptum við alþjóðlega svikamyllu, sem lofaði þátttakendum í "fjárfestingum" á hennar vegum allt að 700% ávöxtun.

Ekkert nema græðgi og heimska fær fólk til að trúa því, að hægt sé að ávaxta peninga um 20% á mánuði, eða 700% á ársgrundvelli.

Svona gráðugir heimskingjar eiga ekkert annað skilið en að tapa peningunum sínum, þó ljótt sé að spila svona með einfaldar sálir.


mbl.is Fórnarlömb alþjóðlegrar svikamyllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á var það ekki ... mér var margboðin þátttaka en skrifaði þess í stað bréf til skattsins í byrjun árs 2008 þar sem ég varaði við þessari augljósu svikamyllu og spurði hvort þeir ætluðu ekki að gera neitt í málinu. Ég fékk ekkert nema þögnina til baka. Hefði skatturinn brugðist við þá hefði verið hægt að forða hundruðum frá því að falla í gildurna.

En ég segi það með þér, aldrei þesu vant ... þeir sem falla fyrir loforðum um mörg hundruð prósent ávöxtun eiga líklega skilið að tapa peningunum.

Hólímólí (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 21:17

2 Smámynd: Hamarinn

Mikið er ég sammála þér núna.

Hamarinn, 8.10.2010 kl. 21:20

3 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Eins og venjulega ætti fólk að átta sig á því að ef eitthvað er of gott til að vera satt þá er það ekki satt!! Sem betur fer fór maður eftir þessu þegar þetta tröllreið öllu hér í hitteðfyrra.

Þórarinn M Friðgeirsson, 8.10.2010 kl. 22:25

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála ykkur félagar.

Sigurður Haraldsson, 8.10.2010 kl. 22:33

5 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Má maður vera sammála?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 8.10.2010 kl. 22:40

6 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ég  bara get ekki skilið hvaða heilvita maður eða kona, fjárfesti í þesslags bulli, eina skýringin er sú að umrætt fólk eigi nóg af peningum og álitið að það skaðaði ekki að  taka sénsin, eða þá að  um fáfróða einstaklinga, einnig með aukreitis af peningum sé að ræða, nema hvorttveggja sé, þetta fólk hefur sjálfsagt líka fjárfest í beiðnum frá Nígersískum netprinsum sem þurft hafa að fá innleyst fé sem bundin voru vegna "lagalegra hindranna" !!!

Guðmundur Júlíusson, 8.10.2010 kl. 23:19

7 identicon

ég fékk tilboð um að "fjárfesta"í þessu "frábæra"dæmi.Enn pabbi kendi mér það á mínum uppvaxtarárum að ef eitthvað er of gott ti að vera satt þá er það yfirlett tilfellið.Þannig að ég slapp við að vera rændur í þetta sinnið

sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 00:27

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ef ég færi eftir svona gylliboðum, hefði ég átt að vinna 7000 pund í síðasta mánuði, gerði það að skömm minni að svara og tilkynna að ég tæki á móti vinningnum með því skilyrði að hann yrði lagður inn á reikning til aðstoðar ríkisstjórn Íslands við að greiða Icesave skuldina og þeir myndu síðan tilkynna bresku ríkisstjórninni um innleggið.

 Ég bjóst ekki við að svona kujonar myndu svara, en það stóð ekki á svari. Mér var tikynnt, og þeir voru alveg rosalega sorry yfir, að það hefðu orðið mistök og ég beðin lengst allra orða um að blanda ekki neinni ríkisstjórn í málið. Þegar ég ætlaði að hræða þá aðeins meir, var þetta netfang horfið.  - En ég er innilega sammála um að fólk ætti ná aðeins að staldra við í græðginni, hún er ekkert annað en ógeðsleg!

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.10.2010 kl. 12:05

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það berast alltaf reglulega tilkynningar um stórvinninga í hinum ýmsu lottóum og öðru slíku og það ótrúlega er, að ennþá er til fólk sem lætur blekkjast af þessum gylliboðum.

Það er ekki svo langt síðan einn snillingurinn kom í fjölmiðlana og bar sig illa undan svikum Nígeríumanna, sem hann í góðmennslu sinni ætlaði að aðstoða við ríflega fjármagnsflutninga fyrir forríkan Nígerumann.

Axel Jóhann Axelsson, 9.10.2010 kl. 21:08

10 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Eitthavð hefur upph. ruglast hér fyrir ofan. Átti að vera 700.000 þús. pund.

Bergljót Gunnarsdóttir, 10.10.2010 kl. 06:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband