Ráðherrar tala út og suður - eins og venjulega

Í heilt ár kom Árni Páll, þáverandi félagsmálaráðherra, reglulega fram í fjölmiðlum og tilkynnti að "í næstu viku" myndi koma fram frumvarp til bjargar bíla- og íbúðaskuldurum, sem komnir væru í þrot vegna skulda sinna, en áður en frumvarpið yrði lagt fram, þyrftu tillögurnar "nánari útfærslu".  Tillögurnar virðast aldrei hafa náð þessari "nánari útfærslu", a.m.k. er enn verið að boða ný frumvörp, sem leysa eigi vandann.´

Nú segir Jóhanna Sigurðardóttir að unnið sé að "nánari útfærslu" á nýjum tillögum, væntanlega endanlegum, til bjargar skuldugum heimilum í landinu og verði þær væntanlega tilbúnar "í næstu viku", eins og venjan er að kynna það sem ríkisstjórnin segist ætla að gera, en gerir aldrei.  Þetta kynnti Jóhanna með mikilli áherslu og sagði ríkisstjórnina ráða málum í landinu, en ekki AGS, en í síðustu viku sagði hún að AGS vildi ekki að meira yrði gert í þessum skuldamálum og því væri ekkert hægt að gera.  AGS réði, en ekki ríkisstjórnin.

Steingrímur J. segir að algerlega útilokað sé að fara í almenna skuldaniðurfærslu, enda kosti slíkt 220 milljarða króna, sem myndi lenda á ríkissjóði og engum öðrum, og því kæmi slíkt ekki til greina.  Ögmundur Jónasson, samráðherra hans og flokksfélagi í VG rís þá upp og segist einmitt ekkert vilja frekar en almenna skuldaniðurfellingu og hann trúi Steingrími alls ekki um kostnaðinn.  Alltaf sami kærleikurinn á þeim bænum.

Skyldu skuldarar bíða í ofvæni eftir "nánai útfærslu" þeirra tillagna sem eiga að sjá dagsins ljós "í næstu viku", eða hrista bara höfuðið yfir loforði Jóhönnu, eins og allir gerðu vegna loforða Árna Páls?


mbl.is Vill almenna lækkun skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bullið í Ögmundi dregur úr greiðsluvilja. Ef fara á í flatan niðurskurð því ætti fólk að greiða af lánum sínum? Miklu betra að hafa það bara gott og hætta að greiða afborganinar.

siggi (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 16:40

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Sennilega þarf að benda Steingrími á að það er bæði dýrt fyrir ríkissjóð og banka að fjöldi fólks verði gjaldþrota og bankarnir sitji uppi með þúsundir fasteigna.  Það verður að reikna þann kostnað inn í dæmið áður en talað er um tjón þjóðfélagsins af því að gera þegnunum lífið bærilegra.  Mörgum er þetta mjög erfitt og flestum blæðir eitthvað.

Kjartan Sigurgeirsson, 8.10.2010 kl. 16:51

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Í kvöldfréttum sjónvarpsins sagði Jóhanna að liður í björgunaraðgerðum þeirra sem væru að missa íbúðir sínar á uppboð á næstu vikum, væri að hringja í þessa aðila og benda þeim á þau úrræði sem þegar væru fyrir hendi, ef vera skyldi að fólkið hefði ekki haft rænu á að gera allt sem mögulegt væri, til að bjarga sér frá uppboðunum.

Frábær spurning fréttamanns sjónvarpsins við þessari yfirlýsingu hljóðaði svo:  "Munu þessar úthringingar skapa mörg störf?"  Greinilegt var að Jóhanna skildi ekki sneiðina.

Axel Jóhann Axelsson, 8.10.2010 kl. 19:14

4 Smámynd: Tryggvi Helgason

Ég hefi ekki séð, enn sem komið er, að nokkur þingmaður eða ráðherra hafi minnist á vísitölukerfið.

Að mínu mati, þá er vísitölukerfið orsök þess vanda sem lántakendur hafa við að glíma. En hver er ástæðan ? Hvers vegna fæst enginn ráherra eða þingmaður til þess að nefna vísitðlukerfið ?

Tryggvi Helgason, 8.10.2010 kl. 19:18

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tryggvi, ætli það sé ekki vegna þess að vísitalan sem slík er ekki aðalvandamálið, heldur verðbólgan.  Ef engin væri verðbólgan, væri engin vísitöluhækkun, þannig að baráttan við verðbólguna hlýtur að vera aðalkeppikeflið.

Axel Jóhann Axelsson, 8.10.2010 kl. 19:35

6 Smámynd: Magnús Ágústsson

Axel það er líka hvernig vísitalan er uppbyggð ser ser stór þáttur af vandræðunum núna

þegar þessir snillingar tóku við af fyrri snillingum þá hækkuðu þaug áfengi og tóbak um milli 30-  til 40%  þá hækkaði höfuðstóll á venjulegu  láni há ÍBL um að mig minnir 8%  

annars held ég að það sem heytir næasta vika sé næsta  öld hjá þessu pakki

Magnús Ágústsson, 9.10.2010 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband