7.1.2010 | 20:28
Skyldi Eva Joly ná til íslenskra ráðamanna
Eva Joly fer mikinn þessa dagana í erlendum fjölmiðlum í vörn fyrir íslenskan málstað í Icesave-málinu og lætur bæði Breta og Hollendinga heyra sannleikann ómengaðann.
Hún er virt og dáð fyrir störf sín um alla álfuna og þess vegna er eftir því tekið, þegar hún segir að Bretar og Hollendingar stundi rán um hábjartan dag, með þvingunum sínum í garð íslenskra skattgreiðenda og bætir við að framkoma þeirra sé reginhneyksli.
Áður hefur hún hvatt Íslendinga til þess að fara með Icesave-málið á byrjunarreit og hefja nýjar samningaviðræður við þrælahöfðingjana í Haag og London.
Skyldi boðskapur hennar ná til íslenskra ráðamanna? Skyldu íslenskir skattgreiðendur fara að ráði hennar?
Það geta þeir gert með því að kolfella breytingarlögin í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
![]() |
Joly harðorð í garð Hollendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.1.2010 | 16:48
Þjóðaratkvæðagreiðsla snýst ekki um ríkisstjórn eða forseta
Ólafur Ragnar er á sömu skoðun og allir aðrir skynsamir menn, að þjóðaratkvæðagreiðslur geta aldrei snúist um afsögn ríkisstjórna eða forseta, hver sem gegnir þessum störfum á hverjum tíma.
Þetta er svo augljóst, að ekki ætti að þurfa að ræða það mikið, en svo furðulegt sem það er, þá hafa nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar haldið því fram, að ef þjóðin hafni lagabreytingunni, þá muni ríkisstjórnin segja af sér, en verði hún samþykkt, þá verði forsetinn að segja af sér.
Þetta er þvílík della, því forseti er kosinn í sérstakri kosningu og þingmenn í annarri. Sú krafa hefur orðið æ háværari í þjóðfélaginu að sem flestum stærri málum ætti að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslur, en það væri auðvitað tilgangslaust, ef málefnið sjálft ætti ekki að skipta höfuðmáli, heldur líf eða dauði ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma.
Það verður að kveða þennan málflutning Samfylkingarmanna í kútinn strax, svo þeir eyðileggi ekki fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu og þar með allra annarra, sem hugsanlega yrðu framkvæmdar síðar.
Nú þarf samstöðu um að kolfella breytingarlögin í atkvæðagreiðslunni, án tillits til ríkisstjórnar eða forseta.
![]() |
Staða forseta og stjórnar óbreytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
7.1.2010 | 13:10
Eva Joly fær staðfest að ríkisábyrgð sé ekki fyrir hendi
Eva Joly hefur fengið það staðfest frá sjálfum höfundum reglugerðar ESB um innistæðutryggingar, að ekki eigi að vera ríkisábyrgð á tryggingasjóðunum og að reglugerðinni hafi aldrei verið ætlað að ná yfir hrun bankakerfis heilla þjóða.
Vegna þessa, segir Eva: "Íslendingar hafi því öflug rök fyrir því að ábyrgðin sé ekki eingöngu Íslands heldur Evrópu allrar. Staðan sé því einstök og kalli á nýjar lausnir." Hún segir einnig að Íslendignar eigi að setja allt málið á byrjunarreit og semja upp á nýtt, enda liggi ekkert á, þar sem samningurinn eigi hvort eð er að gilda til ársins 2024. Því má bæta við að fyrsta greiðsla átti ekki að fara fram, fyrr en að sjö árum liðnum.
Allar þær röksemdir, sem Eva Joly setur fram, hafa verið marg tíndar til af ýmsum aðilum hér á landi, bæði á þessu bloggi, öðrum bloggum, af löglærðu fólki og í mörgum blaðagreinum og fjölmiðlaviðtölum. Öllum þessum röksemdum hefur ríkisstjórnarnefnan skellt skollaeyrum við, en hamrað á málstað Breta og Hollendinga gegn íslenskum skattaþrælum.
Nú er tækifæri til að kolfella undansláttarlögin í þjóðaratkvæðagreiðslunni og koma öllu málinu aftur á byrjunarreit, eins og Eva Joly ráðleggur.
![]() |
Joly: Átti ekki að takast á við hrun heils bankakerfis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.1.2010 | 11:48
Ólína blekkir kjósendur
Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa ruðst fram á ritvöllinn, eftir synjun forsetans, og hvetja til þess að væntanleg þjóðaratkvæðagreiðsla verði notuð til einhverskonar einvígis milli ríkisstjórnarnefnunnar og forsetans, þ.e. ef kjósendur staðfesta lögin, verði forsetinn að segja af sér, en ef þjóðin felli lögin úr gildi, þá verði ríkisstjórnin að segja af sér.
Vegna þessarar ótrúlegu framsetningar þessara stjórnarþingmanna á því hvernig eigi að túlka kosningaúrslitin, eru farnar að renna tvær grímur á ýmsa vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Það á bæði við marga þingmenn og ekki síður alla þá, sem hvorki eru fylgismenn forsetans, né ríkisstjórnarnefnunnar. Þannig þenkjandi fólk neyðist til að sitja heima, til þess að verða ekki bendlað við þann hráskinnaleik, sem Samfylkingin ætlar að leika í þessu sambandi.
Nær væri fyrir Ólínu og félaga hennar, að hvetja til málefnalegrar umræðu um sjálft málefnið, sem er þrælasamningurinn, sem Ólína hefur verið einn ötulasti talsmaðurinn fyrir og ætti því að geta tekið þátt í slíkri umræðu og ætti alls ekki að afvegaleiða hana, vegna nýtilkomins haturs á Ólafi Ragnari.
Þetta er ástæðan fyrir því, að m.a. Pétur Blöndal telur farsælla að reyna samningaleiðina til þrautar, áður en til kosninganna kæmi, því fyrirséð er að Samfylkingin ætlar að gera allt sem hún getur, til að eyðileggja atkvæðagreiðsluna.
Samfylkingin ætti að koma sér upp úr drullupollinum, sem hún hefur verið að veltast í, og ganga fram á snyrtilegan hátt við að vinna málstað íslensku þjóðarinnar fylgis á erlendum og innlendum vettvangi.
![]() |
Segir að forsetinn hafi verið blekktur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.1.2010 | 08:34
Skilningur á málstað Íslands
Íslenska ríkisstjórnarnefnan hefur fram að þessu ekki lift litla fingri, til þess að kynna málstað Íslendinga í Icesavemálinu erlendis, enda hafa bæði fréttamiðlar og almenningur algerlega ranga mynd af því um hvað málið snýst.
Með þessu algera framtaksleysi sínu í kynningarmálum erlendis, hefur stjórnarnefnan stórskaðað málstað landsins erlendis, þar sem bráðnauðsynlegt hefði verið, að kynningarmálin væru vel skipulögð og í stöðugri umfjöllun.
Það sýnir sig núna, eftir að málið er komið í mikinn hnút, að hægt er að koma upplýsingum í erlenda fjölmiðla, svo eftir sé tekið, með róttækum aðgerðum og þjóðin væri nú í betri málum, ef að kynningarstarfinu hefði verið unnið markvisst frá upphafi.
Eftir þá athygli, sem nú beinist að landinu, vegna synjunar forsetans á staðfestingu breytingarlaganna við fyrirvarana á ríkisábyrgð á skuldum Landsbankans, er áríðandi að kjósendur standi saman og felli lögin úr gildi, með afgerandi meirihluta. Það er besta leiðin í stöðunni til þess að knýja Breta og Hollendinga til samninga að nýju, sem myndu leiða til skárri niðurstöðu, en þann þrælasamning, sem nú liggur fyrir.
Þjóðaratkvæðagreiðslan má alls ekki snúast upp í hatursuppgjör ríkisstjórnarinnar og Ólafs Ragnars.
![]() |
Ekki setja Ísland í skuldafangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.1.2010 | 01:49
Hefði betur synjað fyrr
Loksins þegar allt er að komast í hnút með Icesave málið, byrja forystumenn þjóðarinnar að tjá sig um málið við erlenda fjölmiðla og meira að segja er Jóhanna, forsætisráðherralíki, farin að tjá sig opinberlega og búin að finna símanúmerin hjá nokkrum lykilmönnum í Evrópu.
Hefðu þessir aðilar haft rænu á að gera þetta fyrr, væri málstaður Íslands betur kynntur erlends, en undanfarna daga hefur komið í ljós, að þekking á málstaðum erlendis er engin.
Forsetinn hefði betur synjað upphaflegu lögunum um ríkisábyrgðina staðfestingar og sett þau í þjóðaratkvæðagreiðslu, því þá er öruggt að þekking og skilningur á málinu væri í góðu lagi í Evrópu og stuðningur við þjóðina meiri en nú er.
Hrokagikkirnir Jóhanna og Steingrímur J., þóttust ekki þurfa á neinni kynningu málsins að halda, enda átti að lemja þing og þjóð til hlýðni, án þess að upplýsa nokkurn um innihald málsins.
Ofan á aðra vitleysu er greinilegt, að ríkisstjórnin ætlar að snúa þjóðaratkvæðagreiðsluni í stríð milli ríkisstjórnarinnnar og Ólafs Ragnars, en ekki láta málefnið sjálft ráða í aðdragandanum.
Dramb er falli næst.
![]() |
Ólafur í kröppum dansi á BBC |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)